Til bakaPrenta
Bæjarráð - 637

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
04.11.2019 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Eydís Ásbjörnsdóttir formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Rúnar Már Gunnarsson áheyrnarfulltrúi, Gunnlaugur Sverrisson embættismaður, Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1910186 - Beiðni um aukafjárveitingu til bókasafnanna í Fjarðabyggð
Beiðni starfsmanna bókasafna í Fjarðabyggð um 360.000 kr. aukafjárveitingu til safnanna á árinu 2019. Bæjarráð samþykkir beiðni sem takist af liðnum óráðstafað. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.
Beiðni bókasafna um aukafjárveitingu til bókakaupa á árinu 2019.pdf
2. 1910090 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2020
Stefnt er að því að halda Tæknidag fjölskyldunnar í áttunda sinn laugardaginn 3. október 2020 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu og styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði. Bæjarráð samþykkir beiðni.
Tæknidagur fjölskyldunnar 2020.pdf
3. 1908119 - 740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar
Jón Björn Hákonarson vék af fundi. Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk. Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Leiksvæði á umræddu svæði hefur verið aflagt. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar. Bæjarstjórn hefur staðfest niðurstöðu grenndarkynningar og bæjarráð er sammála um að úthluta lóð.
4. 1910167 - 740 Fólkvangur - Framkvæmdaleyfi, vegur, stígar og bílastæði
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks er varðar stíg og bílastæði við Norðfjarðarvita.
* Hver var kostnaður Fjarðabyggðar á árinu 2019 við framkvæmd bílastæða og stígs ?
* Hvenær var sú ákvörðun tekin að fara í þessa framkvæmd og í hverju var sú ákvörðun fólgin þ.e.a.s. umfang framkvæmda ?
* Lá fyrir kostnaðarmat við framkvæmdina og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir 2019 ?
Lögð fram svör bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs við fyrirspurn.
Undirritað minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna fyrirspurnar.pdf
5. 1910188 - Útgáfa Sveita og jarða
Stjórn Búnaðarsambands Austurlands óskar eftir styrk vegna útgáfu á ritröðinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Bæjarráð mun taka erindið til skoðunar fyrir lok árs og felur upplýsingafulltrúa að yfirfara erindið.
001.pdf
6. 1911010 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2019
Á fundi framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 1. nóvember, var ákveðið að halda aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands á Djúpavogi þann 8. nóvember nk. Fyrir aðalfundinn verður að venju haldinn stjórnarfundur og byrjar hann kl. 16:00. Bæjarstjóri mun sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð bæjarins.
Fundargerð framkv.stj. SKA 01.11.2019-1.pdf
7. 1910171 - Orkufundur 2019 - 7. nóvember
Orkufundur 2019 - fundur sem haldinn er annað hvert ár - verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00. Fulltrúi bæjarráðs mun sækja fundinn.
Orkufundur 2019.pdf
8. 1911008 - Kynning skólameistara á starfsemi Verkmenntaskólans á Austurlandi fyrir bæjarráði
Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands sat þennan lið fundarins og kynnti starfsemi og stöðu skólans. Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir ánægju með fjölgun nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands. Það er gríðarlegur styrkur fyrir Austurland að hafa starfs- og verknámsskóla á svæðinu enda mikil þörf fyrir iðnmenntað fólk hér sem og á landinu öllu. Því tekur bæjarráð undir áhyggjur Verkmenntaskóla Austurlands að fjármögnun skólans frá hinu opinbera sé ábótavant. Bæjarráð skorar á fjárveitingavaldið, menntamálayfirvöld og þingmenn kjördæmisins að tryggja fjármagn til reksturs Verkmenntaskóla Austurlands til framtíðar.
9. 1910191 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti stöðu umsóknar til byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019 - 2020. Atvinnu- og þróunarstjóri mun ganga frá umsókn fyrir tilskilinn umsóknarfrest sem er 15.nóvember.
 
Gestir
Atvinnu- og þróunarstjóri - 09:35
10. 1911009 - Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti drög að Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024 sem er til umsagnar á samráðsgátt til 8.nóvember 2019.
Sóknaráætlun Austurlands DRÖG_compressed.pdf
11. 1901217 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019
Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október, lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 875.pdf
12. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020
Hafnarstjórn hefur yfirfarið breytingar á gjaldskrá, samþykkt þær og gjaldskrána í heild, en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.
Fundargerðir til kynningar
13. 1910024F - Hafnarstjórn - 230
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 230 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
13.1. 1904137 - Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn fór yfir fjárfestingaráætlun ársins 2020 og samþykkir að senda hana til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.
13.2. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn fór yfir breytingar á gjaldskrá, samþykkir þær og gjaldskrána í heild en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna frágang hennar. Gjaldskrá vísað til bæjarstjórnar.
13.3. 1901001 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Fundargerð Hafnasambands Íslands frá 18. október 2019 lögð fram til kynningar.
13.4. 1909148 - Klappir PortMaster hugbúnaður fyrir hafnir

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Verkefnastjóri hafna hefur skoðað með upptöku PortMaster og leggur til að hugbúnaðurinn verði tekinn upp við Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn staðfestir þá tillögu verkefnastjóra.
13.5. 1910155 - Strandbúnaður 2020, 19.-20.mars á Grand Hótel

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Strandbúnaður 2020 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 19.-20.mars. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
13.6. 1910162 - Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Erindi frá Löxum Fiskeldi ehf. er varðar hafnaraðstöðu við norðanverðan Reyðarfjörð. Hafnarstjórn samþykkir að fá Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa á næsta fund stjórnarinnar.
14. 1910025F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 246
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 246 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.
14.1. 1906106 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Gestir fundarins eru Hrefna Jóhannesdóttir og Lárus Heiðarsson fulltrúar Skógræktarinnar ásamt Eydísi Ásbjörnsdóttur. Kynntar eru landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum, framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.
14.2. 1909021 - 755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram skipulags- og matslýsing varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu við Heyklif við sunnanverðan Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.

14.3. 1910151 - 730 Búðareyri 25 - Umsókn um byggingarleyfi, tröppur

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Akkeris ehf, dagsett 24. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja forsteyptar tröppur og pall við austurhlið húss fyrirtækisins að Búðareyri 25 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.
14.4. 1805032 - Meindýraeyðing í Nípunni

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram beiðni Sigurðar V. Jóhannessonar um leyfi til refa- og minkaveiða í Fólkvangi Neskaupstaðar dagsett 8. september 2019. Lögð fram umsögn Náttúrustofu Austurlands varðandi meindýraeyðingu í Fólkvangi Neskaupstaðar, dagsett 18. október 2019. Náttúrustofa telur ekki ástæðu til að veiða ref í Fólkvanginum en telur ekkert því til fyrirstöðu að þar sé veiddur minkur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að minkur verði veiddur í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Í samræmi við umsögn Náttúrustofu Austurlands felur nefndin umhverfisstjóra að vinna að stefnu um veiðar í Fólkvanginum.
14.5. 1910047 - Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík 30. október næstkomandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:02 

Til bakaPrenta