| |
1. 1910186 - Beiðni um aukafjárveitingu til bókasafnanna í Fjarðabyggð | Beiðni starfsmanna bókasafna í Fjarðabyggð um 360.000 kr. aukafjárveitingu til safnanna á árinu 2019. Bæjarráð samþykkir beiðni sem takist af liðnum óráðstafað. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd. | Beiðni bókasafna um aukafjárveitingu til bókakaupa á árinu 2019.pdf | | |
|
2. 1910090 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2020 | Stefnt er að því að halda Tæknidag fjölskyldunnar í áttunda sinn laugardaginn 3. október 2020 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu og styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði. Bæjarráð samþykkir beiðni. | Tæknidagur fjölskyldunnar 2020.pdf | | |
|
3. 1908119 - 740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar | Jón Björn Hákonarson vék af fundi. Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk. Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Leiksvæði á umræddu svæði hefur verið aflagt. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019. Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar. Bæjarstjórn hefur staðfest niðurstöðu grenndarkynningar og bæjarráð er sammála um að úthluta lóð. | | |
|
4. 1910167 - 740 Fólkvangur - Framkvæmdaleyfi, vegur, stígar og bílastæði | Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks er varðar stíg og bílastæði við Norðfjarðarvita. * Hver var kostnaður Fjarðabyggðar á árinu 2019 við framkvæmd bílastæða og stígs ? * Hvenær var sú ákvörðun tekin að fara í þessa framkvæmd og í hverju var sú ákvörðun fólgin þ.e.a.s. umfang framkvæmda ? * Lá fyrir kostnaðarmat við framkvæmdina og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir 2019 ? Lögð fram svör bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs við fyrirspurn. | Undirritað minnisblað bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs vegna fyrirspurnar.pdf | | |
|
5. 1910188 - Útgáfa Sveita og jarða | Stjórn Búnaðarsambands Austurlands óskar eftir styrk vegna útgáfu á ritröðinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Bæjarráð mun taka erindið til skoðunar fyrir lok árs og felur upplýsingafulltrúa að yfirfara erindið. | 001.pdf | | |
|
6. 1911010 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2019 | Á fundi framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 1. nóvember, var ákveðið að halda aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands á Djúpavogi þann 8. nóvember nk. Fyrir aðalfundinn verður að venju haldinn stjórnarfundur og byrjar hann kl. 16:00. Bæjarstjóri mun sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð bæjarins. | Fundargerð framkv.stj. SKA 01.11.2019-1.pdf | | |
|
7. 1910171 - Orkufundur 2019 - 7. nóvember | Orkufundur 2019 - fundur sem haldinn er annað hvert ár - verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00. Fulltrúi bæjarráðs mun sækja fundinn. | Orkufundur 2019.pdf | | |
|
8. 1911008 - Kynning skólameistara á starfsemi Verkmenntaskólans á Austurlandi fyrir bæjarráði | Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands sat þennan lið fundarins og kynnti starfsemi og stöðu skólans. Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir ánægju með fjölgun nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands. Það er gríðarlegur styrkur fyrir Austurland að hafa starfs- og verknámsskóla á svæðinu enda mikil þörf fyrir iðnmenntað fólk hér sem og á landinu öllu. Því tekur bæjarráð undir áhyggjur Verkmenntaskóla Austurlands að fjármögnun skólans frá hinu opinbera sé ábótavant. Bæjarráð skorar á fjárveitingavaldið, menntamálayfirvöld og þingmenn kjördæmisins að tryggja fjármagn til reksturs Verkmenntaskóla Austurlands til framtíðar. | | |
|
9. 1910191 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020 | Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti stöðu umsóknar til byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019 - 2020. Atvinnu- og þróunarstjóri mun ganga frá umsókn fyrir tilskilinn umsóknarfrest sem er 15.nóvember. | | | Gestir | Atvinnu- og þróunarstjóri - 09:35 | |
|
10. 1911009 - Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024 | Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti drög að Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024 sem er til umsagnar á samráðsgátt til 8.nóvember 2019.
| Sóknaráætlun Austurlands DRÖG_compressed.pdf | | |
|
11. 1901217 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019 | Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október, lögð fram til kynningar. | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 875.pdf | | |
|
12. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020 | Hafnarstjórn hefur yfirfarið breytingar á gjaldskrá, samþykkt þær og gjaldskrána í heild, en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá. | | |
|
| |
13. 1910024F - Hafnarstjórn - 230 | Fundargerð hafnarstjórnar nr. 230 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar. | 13.1. 1904137 - Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020 | 13.2. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020 | 13.3. 1901001 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019 | 13.4. 1909148 - Klappir PortMaster hugbúnaður fyrir hafnir | 13.5. 1910155 - Strandbúnaður 2020, 19.-20.mars á Grand Hótel | 13.6. 1910162 - Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða | | |
|
14. 1910025F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 246 | Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 246 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar. | 14.1. 1906106 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum | 14.2. 1909021 - 755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta | 14.3. 1910151 - 730 Búðareyri 25 - Umsókn um byggingarleyfi, tröppur | 14.4. 1805032 - Meindýraeyðing í Nípunni | 14.5. 1910047 - Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands | | |
|