Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 66

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1,
06.11.2019 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Pálína Margeirsdóttir formaður, Birgir Jónsson aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Guðrún Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi, Bjarki Ármann Oddsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Bjarki Ármann Oddsson, Íþrótta- og tómstundafulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1911016 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannvirki á Eskifirði
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Eskifjarðar fyrir móttökuna.
Heimsókn ÍogT til ESK 2019.pdf
2. 1901160 - Ástand húsnæða í félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar
Farið yfir viðhaldsþörf í húsnæði félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram eftir framlögðum verkefnalista í samráði við framkvæmdasvið Fjarðabyggðar.
3. 1902144 - Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði 2019
Málefni Skíðamiðstöðvarinnar rædd. Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla saman stýrihóp um endurskoðun útvistun rekstrar í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði.
4. 1911017 - Íþróttaakstur
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundandafulltrúa að gera minnisblað um tillögur nefndarinnar og óska eftir fundi með bæjarráði um málið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta