| |
1. 1910162 - Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða | Jens Garðar Helgason framkvæmdarstjóri Laxa Fiskeldis ehf. kom á fundinn. Rædd málefni Laxa og hugmyndir að hafnaraðstöðu við norðanverðan Reyðarfjörð. Verkefnastjóra hafna falið að skoða frekari forsendur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. | | |
|
2. 1906121 - Umsókn Laxa Fiskeldis um Hjálmeyri | Hafnarstjórn hefur áður fjallað um erindi frá Löxum Fiskeldi ehf. sem kom 21. júní 2019 þar sem óskað var eftir því að fá aðstöðu við Hjálmeyri fyrir sex til átta eldiskvíar. Einnig sagði í bréfinu að fulltrúar Laxa væru þess full meðvitaðir að staðsetningin við Hjálmeyri megi ekki hafa áhrif á efnistöku sveitarfélagsins undan Eyri. Hafnarsjóður getur fallist á að Laxar Fiskeldi ehf hefji eldi við Hjálmeyri í sex til átta kvíum gegn þeim skilyrðum að það muni ekki hafa nein áhrif á efnistöku við Eyri, hvorki hindra siglingu dæluskipsins til og frá Eyri, né siglingu annarra skipa eftir siglingaleið fjarðarins. Öryggissvæði hafnarinnar við Mjóeyri skal haft í fyrirrúmi þegar eldiskvíar verða settar út. Farið verður yfir öryggismál hafnarsvæðisins á Mjóeyri með starfsmönnum Laxa áður en framkvæmdir við útsetningu kvía hefst. Fara verður eftir þessum skilyrðum í öllum tilvikum. | | |
|
3. 1910072 - Nýtt leiðarkerfi Eimskip | Erindi frá Eimskip merkt trúnaðarmál. Svar fært í trúnaðarmálabók. | | |
|
4. 1704006 - Skjónulækur | Lögð fram skjöl frá opnun útboðs í Skjónulæk. Einungis barst eitt tilboð frá Héraðsverki sem er 94,5% af kostnaðaráætlun. Einnig lögð fram tillaga þar sem framkvæmdakostnaður hefur verið lækkaður að tillögu verktaka. Hafnarstjórn samþykkir að taka því tilboði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá samningum og jafnframt skoða frekari til lækkunar.
| | |
|
5. 1904089 - Stálþil - Viðhald og viðgerðir | Hafnarstjórn fjallaði um endurnýjun stálþils á Eskifirði og minnisblað frá Eflu þar að lútandi. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdasviði frekari skoðun á breytingar samhliða endurnýjun stálþils og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. | | |
|
6. 1911045 - Veðurstöðvar á Fjarðabyggðarhöfnum | Lögð fram kynning á veðurstöðvum fyrir hafnir Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra hafna að taka saman frekari upplýsingar og leggja fyrir næsta hafnarstjórnarfund. | | |
|
7. 1904137 - Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020 | Hafnarstjórn ræddi starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2020 sem fara á til síðari umræðu í bæjarstjórn 14.nóvember 2019. Ekki hafa orðið breytingar á fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs á milli umræðna í bæjarstjórn. Hafnarstjórn telur samt að koma þurfi til frekari skoðunar á ýmsum þáttum þegar forsendur þeirra skýrast á komandi mánuðum. | | |
|