Til bakaPrenta
Bæjarstjórn - 279

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
14.11.2019 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Einar Már Sigurðarson aðalmaður, Dýrunn Pála Skaftadóttir aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Rúnar Már Gunnarsson aðalmaður, Karl Óttar Pétursson bæjarstjóri, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þórður Vilberg Guðmundsson, 


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1904128 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023
Síðari umræða um tillögu að fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2020 - 2023.
Bæjarstjóri mælti fyrir fjárhagsáætlun til seinni umræðu.
Til máls tóku Jón Björn Hákonarsson, Rúnar Már Gunnarsson og Eydís Ásbjörnsdóttir.
Bókun Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokks við síðari umræðu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2020 og til þriggja ára. Nú þegar síðari umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2020, og til þriggja ára, er lokið þá vilja bæjarfulltrúar áðurnefndra framboða lýsa ánægju sinni með niðurstöður áætlunarinnar. Í forgrunni eru breytingar á Fjölskyldusviði Fjarðabyggðar sem nú koma til fullrar virkni í upphafi árs 2020 þar sem megináherslan er lögð á innleiðingu Austurlandslíkansins með snemmtæka íhlutun að leiðarljósi og gildi öflugra forvarna. Þar er meðal annars áhersla á barnavernd og stöðugildi aukin í þeim málaflokki. Þannig mun sveitarfélagið halda utan um íbúa sína enn betur. Þá eru málefni fjölskyldunnar í forgrunni eins og áður. Gjöld vegna leik- og skóladagheimila, ásamt tónskólagjöldum, eru með þeim lægri á landinu og afslættir virkir á milli þessara skólastiga. Stigið verður næsta skref í þeirri stefnu að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar með lækkun um helming, á núverandi gjaldskrá, frá 1.ágúst 2020 og mun þá hver skólamáltíð kosta 150 kr. Rétt er að minna á að Fjarðabyggð er heilsueflandi samfélag, matseðlar í leik- og grunnskólum eru hannaðir af næringarfræðingi sem byggir á ráðleggingum um mataræði frá Embætti landlæknis og með því tryggjum við að börnin fái hollt og næringarríkt mataræði. Þetta eru mikilvæg mál fyrir barnafjölskyldur og gera Fjarðabyggð að enn betri stað til að búa á. Áfram er staðinn vörður um gott skólastarf í leik-grunn- og tónskólum Fjarðabyggðar og sérstaklega er sett aukið fé til leikskólanna til að bæta starfsumhverfi starfsfólks þess ásamt auknu fé til menningarmála til að auðga mannlífið enn frekar til framtíðar.
Þá verður sett fjármagn til heilsuátaks eldri borgara með innleiðingu Janusarverkefnisins til að auka lífsgæði þeirra. Afnot íbúa af bókasöfnum sveitarfélagsins verða gerð gjaldfrjáls og þannig lagt til þjóðarátaks um læsi og safnastarfsemi sett í forgang og horft þar sérstaklega til Stríðsárasafnsins á Reyðarfirði á næsta ári ásamt uppbyggingu á framtíðar skjalaaðstöðu fyrir sveitarfélagið
Í fjárfestingum er áfram horft til þeirra sem eru hvað nauðsynlegastar með fjölgun íbúa og hag sterks atvinnulífs í huga. Meginfjárfesting A hluta verður áfram í stækkun leikskóla á Reyðarfirði ásamt því að unnið er nú að kostnaðar- og þarfagreiningu fyrir stækkun leikskóla á Eskifirði með það fyrir augum að ráðast í hönnun vegna þessa á árinu 2020. Þá er einnig unnið að kostnaðargreiningu á framkvæmdum við Fjarðabyggðarhöllina til undirbúnings framkvæmdum við hana á kjörtímabilinu. Meginfjárfestingar Hafnarsjóðs á komandi ári verða í uppbyggingu á nýrri hafnaraðstöðu við fiskiðjuver Eskju á Eskifirði og stækkun Mjóeyrarhafnar á Reyðarfirði ásamt viðlegukanti á Stöðvarfirði. Sjávarútvegur og iðnaður eru burðarásar sveitarfélagsins og áfram verður framkvæmt til að standa við bakið á atvinnulífinu. Án öflugs atvinnulífs er engin velferð og að því leyti erum við heppinn hér í Fjarðabyggð. Þá verður að hlúa að öðrum vaxtarsprotum í atvinnu eins og ferðaþjónustu. Þá mun verða áfram unnið að innviðauppbyggingu í Breiðdal eins og samið var um í tengslum við sameininguna á árinu 2018.
Megin niðurstaða fjárhagsáætlunar er að rekstrarniðurstaða á A-hluta skilar afgangi upp á 101 milljón króna og í samstæðu A og B hluta er afkoman 460 milljónir króna. Stefnir í að skuldaviðmið sveitarsjóðs Fjarðabyggðar verði um 78% í árslok 2020.
Við, bæjarfulltrúar Framsóknarflokks, Fjarðalista og Miðflokksins erum ánægð með fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020 enda teljum við hana endurspegla vel fjárhagslegan styrk sveitarfélagsins og getu þess til að þjónusta íbúa sína sem best og skapa þannig samfélag sem hefur jafnrétti og jöfnuð að leiðarljósi sem stendur í fremstu röð sveitarfélaga


Bæjarstjórn samþykkir með 7 atkvæðum fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana 2020 - 2023, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá.
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 seinni umræða í bæjarstjórn.pdf
Um breytingar á fjárhagsáætlun milli umræðna - Taka 2.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
2. 1910029F - Bæjarráð - 637
Fundargerðir bæjarráðs nr. 637, nr. 638 og nr. 639 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Jón Björn Hákonarson.
Jón Björn Hákonarson vék af fundi við afgreiðslu liðar 2.3. og tók Eydís Ásbjörnsdóttir við stjórn fundarins.
Fundargerð bæjarráðs nr. 637 frá 4. nóvember 2019, utan liðar 2.3. samþykkt með 9 atkvæðum.
Liður 2.3. samþykktur með 8 atkvæðum.
2.1. 1910186 - Beiðni um aukafjárveitingu til bókasafnanna í Fjarðabyggð

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Beiðni starfsmanna bókasafna í Fjarðabyggð um 360.000 kr. aukafjárveitingu til safnanna á árinu 2019. Bæjarráð samþykkir beiðni sem takist af liðnum óráðstafað. Vísað til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.2. 1910090 - Tæknidagur Fjölskyldunnar 2020

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Stefnt er að því að halda Tæknidag fjölskyldunnar í áttunda sinn laugardaginn 3. október 2020 í Íþróttahúsinu í Neskaupstað. Verkmenntaskóli Austurlands óskar eftir að fá afnot af íþróttahúsinu og styrk sem nemur leigu og ræstingarkostnaði. Bæjarráð samþykkir beiðni.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.3. 1908119 - 740 Bakkavegur 5 - umsókn um stækkun lóðar

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Jón Björn Hákonarson vék af fundi. Lögð fram að nýju eftir grenndarkynningu lóðarumsókn SÚN, dagsett 30. ágúst 2019, þar sem sótt er um stækkun lóðarinnar við Bakkaveg 5 á Norðfirði til vesturs að göngustíg samsíða Bakkalæk. Gert er ráð fyrir að stækkun verði nýtt fyrir viðbyggingu við núverandi húsnæði á lóðinni. Leiksvæði á umræddu svæði hefur verið aflagt. Sjö athugasemdir bárust vegna grenndarkynningar. Lögð fram umsögn sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs vegna athugasemda, dagsett 19. október 2019.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd telur athugasemdir ekki þess eðlis að hafna beri umsókn um stækkun lóðar. Bæjarstjórn hefur staðfest niðurstöðu grenndarkynningar og bæjarráð er sammála um að úthluta lóð.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.4. 1910167 - 740 Fólkvangur - Framkvæmdaleyfi, vegur, stígar og bílastæði

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Fyrirspurn fulltrúa Sjálfstæðisflokks er varðar stíg og bílastæði við Norðfjarðarvita.
* Hver var kostnaður Fjarðabyggðar á árinu 2019 við framkvæmd bílastæða og stígs ?
* Hvenær var sú ákvörðun tekin að fara í þessa framkvæmd og í hverju var sú ákvörðun fólgin þ.e.a.s. umfang framkvæmda ?
* Lá fyrir kostnaðarmat við framkvæmdina og var gert ráð fyrir henni í fjárhagsáætlun fyrir 2019 ?
Lögð fram svör bæjarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs við fyrirspurn.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.5. 1910188 - Útgáfa Sveita og jarða

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Stjórn Búnaðarsambands Austurlands óskar eftir styrk vegna útgáfu á ritröðinni Sveitir og jarðir í Múlaþingi. Bæjarráð mun taka erindið til skoðunar fyrir lok árs og felur upplýsingafulltrúa að yfirfara erindið.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.6. 1911010 - Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2019

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Á fundi framkvæmdastjórnar Skólaskrifstofu Austurlands 1. nóvember, var ákveðið að halda aðalfund Skólaskrifstofu Austurlands á Djúpavogi þann 8. nóvember nk. Fyrir aðalfundinn verður að venju haldinn stjórnarfundur og byrjar hann kl. 16:00. Bæjarstjóri mun sækja fundinn með fullt og ótakmarkað umboð bæjarins.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.7. 1910171 - Orkufundur 2019 - 7. nóvember

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Orkufundur 2019 - fundur sem haldinn er annað hvert ár - verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 7. nóvember kl. 13:00. Fulltrúi bæjarráðs mun sækja fundinn.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.8. 1911008 - Kynning skólameistara á starfsemi Verkmenntaskólans á Austurlandi fyrir bæjarráði

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Lilja Guðný Jóhannesdóttir skólameistari Verkmenntaskóla Austurlands sat þennan lið fundarins og kynnti starfsemi og stöðu skólans. Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir ánægju með fjölgun nemenda í Verkmenntaskóla Austurlands. Það er gríðarlegur styrkur fyrir Austurland að hafa starfs- og verknámsskóla á svæðinu enda mikil þörf fyrir iðnmenntað fólk hér sem og á landinu öllu. Því tekur bæjarráð undir áhyggjur Verkmenntaskóla Austurlands að fjármögnun skólans frá hinu opinbera sé ábótavant. Bæjarráð skorar á fjárveitingavaldið, menntamálayfirvöld og þingmenn kjördæmisins að tryggja fjármagn til reksturs Verkmenntaskóla Austurlands til framtíðar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.9. 1910191 - Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti stöðu umsóknar til byggðakvóta fyrir fiskveiðiárið 2019 - 2020. Atvinnu- og þróunarstjóri mun ganga frá umsókn fyrir tilskilinn umsóknarfrest sem er 15.nóvember.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.10. 1911009 - Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Atvinnu- og þróunarstjóri kynnti drög að Sóknaráætlun Austurlands 2020 - 2024 sem er til umsagnar á samráðsgátt til 8.nóvember 2019.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.11. 1901217 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2019

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Fundargerð 875. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25. október, lögð fram til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.12. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Hafnarstjórn hefur yfirfarið breytingar á gjaldskrá, samþykkt þær og gjaldskrána í heild, en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Bæjarráð samþykkir hækkun á gjaldskrá.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.13. - Hafnarstjórn - 230

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 230 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
2.14. - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 246

Niðurstaða 637. fundar bæjarráðs
Fundargerð eigna- skipulags- og umhverfisnefndar nr. 246 frá 28.október 2019, lögð fram til umfjöllunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3. 1911004F - Bæjarráð - 638
Fundargerðir bæjarráðs nr. 637, nr. 638 og nr. 639 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tóku Eydís Ásbjörnsdóttir og Jón Björn Hákonarson.
Fundargerð bæjarráðs nr. 638 frá 4. nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
3.1. 1909099 - Sorpmál í Fjarðabyggð

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Íris Dögg Aradóttir verkefnastjóri umhverfismála sat þennan lið fundarins og ræddi helstu verkefni og áskoranir í sorpmálum.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.2. 1911003 - Ljósleiðaravæðing 2020 - umsóknir

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Framlagt minnisblað um stöðu lagningar ljósleiðara í dreifbýli í Fjarðabyggð ásamt yfirliti yfir verkefni sem eftir er að ljúka undir formerkjum verkefnisins "Ísland ljóstengt". Bæjarráð samþykkir að sótt verði um styrk til þriggja verkáfanga og felur bæjarritara afgreiðslu málsins. Vísað jafnframt til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.3. 1709146 - Fundur forstjóra Fjarðaáls með bæjarráði

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Tor Arne Berg forstjóri Fjarðaáls og Dagmar Ýr Stefánsdóttir upplýsingafulltrúi sátu þennan lið fundarins og ræddu málefni fyrirtækisins.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.4. 1904128 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Framlögð breyting á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar, fyrir árin 2020 - 2023 ásamt útgönguspá fyrir árið 2019, lögð fram í bæjarráði fyrir seinni umræðu í bæjarstjórn.
Ljóst er að þörf er fyrir endurbætur og stækkun á húsnæði leikskólans Dalborgar á Eskifirði, til að koma til móts við fjölda barna og aðstöðu starfsmanna til að mæta nútíma kröfum. Bæjarstjórn hafði áður samþykkt að farið yrði í kostnaðar- og þarfagreiningu með slíkt í huga milli umræðna um fjárhagsáætlun 2020. Þá yrði jafnframt farið í að skoða lausnir til að brúa bil fram að byggingaframkvæmdum en horft yrði til að ráðast í hönnun á næsta ári. Skipaður hefur verið starfshópur til þessara verka en ljóst er að vinna við umrædda greiningu og lausnir er umfangsmeiri en svo að henni ljúki milli umræðna. Því mun bæjarstjórn taka málið fyrir að nýju um leið og þeirri vinnu lýkur í upphafi ársins 2020 og gera viðauka við fjárhagsáætlun vegna niðurstöðu þeirrar vinnu.
Bæjarráð vísar fjárhagsáætlun 2020-2023 til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.5. 1805184 - Reglur um kjör starfsmanna

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Framlagðar endurskoðaðar reglur um kjör starfsmanna sem byggðar eru á innleiðingu jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfis.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.6. 1812054 - Jafnlaunakerfi

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Sem hluti af jafnlaunakerfi Fjarðabyggðar eru lagðar fram til staðfestingar bæjarráðs ellefu verklagsreglur. Verklagsreglur gera grein fyrir ferlum og aðferðum sem beitt er við hlítingu jafnlaunastaðalsins ÍST 85:2012 og jafnlaunavottun sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir verklagsreglur jafnlaunakerfis.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.7. 1911038 - Þorrablót Reyðfirðinga 2020 - afnot af íþróttahúsi

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Beiðni Þorrablótsnefndar Reyðarfjarðar um sömu afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði fyrir þorrablót í janúar 2020 og verið hefur undanfarin ár. Bæjarráð heimilar afnot.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.8. 1902078 - Framkvæmdir 2019 - yfirlit frá framkvæmdasviði

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Lagt fram minnisblað varðandi sölu á núverandi áhaldahúsi í Breiðdal, niðurlagning núverandi móttökustöðvar fyrir úrgang, kaup á eign og að allri starfsemi verði fyrirkomið á einum stað, þ.e. áhaldahús, aðstaða hafnarvarðar og móttaka á úrgangi. Bæjarráð samþykkir það fyrirkomulag sem lagt er til í minnisblaði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs framkvæmd. Kostnaður rúmast innan fjárheimilda. Vísað til kynningar í eigna- skipulags- og umhverfisnefnd.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.9. 1911048 - Staða löglærðs fulltrúa við embætti Sýslumannsins á Austurlandi á Eskfirði

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Vakin hefur verið athygli bæjarráðs Fjarðabyggðar á því að til standi að leggja niður stöðu löglærðs fulltrúa á Sýsluskrifstofunni á Eskifirði. Því vill bæjarráð árétta við Sýslumanninn á Austurlandi að í reglugerð um umdæmi Sýslumannanna sem sett var árið 2014 í kjölfar breytinga á embættunum er kveðið á um að á Eskifirði eigi að vera sýsluskrifstofa. Ljóst er að á sýsluskrifstofu hljóti að eiga að starfa löglærður fulltrúi til að fylgja eftir þeim málum sem þar eru til vinnslu, ásamt því að veita almenningi lögfræðilega þjónustu. Þar sem starfssvæði Sýslumannsins á Austurlandi er landfræðilega mjög stórt er nauðsynlegt að aðgangur að þjónustu sé með þeim hætti að hægt sé að sækja hana á fleiri en einum stað í umdæminu. Því hafnar bæjarráð Fjarðabyggðar því með öllu að Sýslumaðurinn á Austurlandi leggi niður stöðu löglærðs fulltrúa á sýsluskrifstofunni á Eskifirði og mun ekki sætta sig við slík vinnubrögð. Enda væri það ankannalegt að í Fjarðabyggð starfaði engin slíkur fulltrúi en í hinu nýsameinaða sveitarfélagi Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar, Borgarfjarðar og Djúpavogs séu bæði aðalskrifstofa og sýsluskrifstofa embættisins með tveimur fulltrúm og Sýslumanni. Þá verður að horfa til þess að í Fjarðabyggð eru m.a. flestar þinglýsingar og mestar tekjur af starfsemi hjá sýslumanninum á Austurlandi. Ef það reynist satt að leggja eigi niður starf löglærðs fulltrúa í Fjarðabyggð er þetta óásættanleg stjórnun embættisins.

Bæjarráð felur forstöðumanni stjórnsýslu að senda bréf til dómsmálaráðherra, þingmanna Norðausturlands og sýslumannsins á Austurlandi.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.10. 1911051 - Beiðni um styrk vegna Jólamarkaðar í Dalahöllinni

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Hestamannafélagið Blær óskar eftir styrk vegna jólamarkaðar sem haldinn verður í Dalahöllinni 16. nóvember. Bæjarráð hefur ekki tök á að veita styrk.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.11. 1911020 - 66.mál til umsagnar frumvarp til laga um um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn),

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011 (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn), 66. mál. Lagt fram til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.12. - Fræðslunefnd - 76

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Fundargerð fræðslunefndar nr. 76 frá 6.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
3.13. - Íþrótta- og tómstundanefnd - 66

Niðurstaða 638. fundar bæjarráðs
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 66 frá 6.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
4. 1911011F - Bæjarráð - 639
Fundargerðir bæjarráðs nr. 637, nr. 638 og nr. 639 teknar til afgreiðslu saman.
Enginn tók til máls.
Fundargerð bæjarráðs nr. 639 frá 12. nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
4.1. 1904128 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2020 - 2023

Niðurstaða 639. fundar bæjarráðs
Fjármálastjóri gerði grein fyrir breytingu á forsendum fjárhagsáætlunar 2020 - 2023 en samtals hafa breytingar í för með sér að rekstrarniðurstaða A hluta batnar um 116 m. kr. og samstæðu í heild um tæpar 148 m.kr. Bæjarráð vísar niðurstöðu til seinni umræðu um fjárhagsáætlun 2020-2023 sem fram fer í bæjarstjórn nk. fimmtudag.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
4.2. - Hafnarstjórn - 231

Niðurstaða 639. fundar bæjarráðs
Fundargerð hafnarstjórnar, nr. 231 frá 11.nóvember 2019, lögð fram til umfjöllunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5. 1910024F - Hafnarstjórn - 230
Fundargerðir hafnarstjórnar nr. 230 og nr. 231 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarsson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 230 frá 28. október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
5.1. 1904137 - Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn fór yfir fjárfestingaráætlun ársins 2020 og samþykkir að senda hana til fyrri umræðu fjárhagsáætlunar í bæjarstjórn.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5.2. 1909177 - Gjaldskrá Hafnarsjóðs Fjarðabyggðar 2020

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn fór yfir breytingar á gjaldskrá, samþykkir þær og gjaldskrána í heild en um er að ræða verðlagsbreytingar að mestu. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna frágang hennar. Gjaldskrá vísað til bæjarstjórnar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5.3. 1901001 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2019

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Fundargerð Hafnasambands Íslands frá 18. október 2019 lögð fram til kynningar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5.4. 1909148 - Klappir PortMaster hugbúnaður fyrir hafnir

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Verkefnastjóri hafna hefur skoðað með upptöku PortMaster og leggur til að hugbúnaðurinn verði tekinn upp við Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn staðfestir þá tillögu verkefnastjóra.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5.5. 1910155 - Strandbúnaður 2020, 19.-20.mars á Grand Hótel

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Strandbúnaður 2020 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík 19.-20.mars. Hafnarstjórn samþykkir að senda fulltrúa á ráðstefnuna.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
5.6. 1910162 - Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða

Niðurstaða 230. fundar hafnarstjórnar
Erindi frá Löxum Fiskeldi ehf. er varðar hafnaraðstöðu við norðanverðan Reyðarfjörð. Hafnarstjórn samþykkir að fá Jens Garðar Helgason framkvæmdastjóra Laxa á næsta fund stjórnarinnar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6. 1911007F - Hafnarstjórn - 231
Fundargerðir hafnarstjórnar nr. 230 og nr. 231 teknar til afgreiðslu saman.
Til máls tók Jón Björn Hákonarsson.
Fundargerð hafnarstjórnar nr. 231 frá 11. nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
6.1. 1910162 - Laxar Fiskeldi ehf ný hafnaraðstaða

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Jens Garðar Helgason framkvæmdarstjóri Laxa Fiskeldis ehf. kom á fundinn. Rædd málefni Laxa og hugmyndir að hafnaraðstöðu við norðanverðan Reyðarfjörð. Verkefnastjóra hafna falið að skoða frekari forsendur og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.2. 1906121 - Umsókn Laxa Fiskeldis um Hjálmeyri

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn hefur áður fjallað um erindi frá Löxum Fiskeldi ehf. sem kom 21. júní 2019 þar sem óskað var eftir því að fá aðstöðu við Hjálmeyri fyrir sex til átta eldiskvíar.
Einnig sagði í bréfinu að fulltrúar Laxa væru þess full meðvitaðir að staðsetningin við Hjálmeyri megi ekki hafa áhrif á efnistöku sveitarfélagsins undan Eyri.
Hafnarsjóður getur fallist á að Laxar Fiskeldi ehf hefji eldi við Hjálmeyri í sex til átta kvíum gegn þeim skilyrðum að það muni ekki hafa nein áhrif á efnistöku við Eyri, hvorki hindra siglingu dæluskipsins til og frá Eyri, né siglingu annarra skipa eftir siglingaleið fjarðarins.
Öryggissvæði hafnarinnar við Mjóeyri skal haft í fyrirrúmi þegar eldiskvíar verða settar út.
Farið verður yfir öryggismál hafnarsvæðisins á Mjóeyri með starfsmönnum Laxa áður en framkvæmdir við útsetningu kvía hefst.
Fara verður eftir þessum skilyrðum í öllum tilvikum.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.3. 1910072 - Nýtt leiðarkerfi Eimskip

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Erindi frá Eimskip merkt trúnaðarmál. Svar fært í trúnaðarmálabók.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.4. 1704006 - Skjónulækur

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Lögð fram skjöl frá opnun útboðs í Skjónulæk. Einungis barst eitt tilboð frá Héraðsverki sem er 94,5% af kostnaðaráætlun. Einnig lögð fram tillaga þar sem framkvæmdakostnaður hefur verið lækkaður að tillögu verktaka. Hafnarstjórn samþykkir að taka því tilboði og felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs að ganga frá samningum og jafnframt skoða frekari til lækkunar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.5. 1904089 - Stálþil - Viðhald og viðgerðir

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn fjallaði um endurnýjun stálþils á Eskifirði og minnisblað frá Eflu þar að lútandi. Hafnarstjórn samþykkir að fela framkvæmdasviði frekari skoðun á breytingar samhliða endurnýjun stálþils og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.6. 1911045 - Veðurstöðvar á Fjarðabyggðarhöfnum

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Lögð fram kynning á veðurstöðvum fyrir hafnir Fjarðabyggðar. Hafnarstjórn samþykkir að fela verkefnastjóra hafna að taka saman frekari upplýsingar og leggja fyrir næsta hafnarstjórnarfund.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
6.7. 1904137 - Starfs- og fjárhagsáætlun Hafnarstjórnar 2020

Niðurstaða 231. fundar hafnarstjórnar
Hafnarstjórn ræddi starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2020 sem fara á til síðari umræðu í bæjarstjórn 14.nóvember 2019. Ekki hafa orðið breytingar á fjárhagsáætlun Hafnarsjóðs á milli umræðna í bæjarstjórn. Hafnarstjórn telur samt að koma þurfi til frekari skoðunar á ýmsum þáttum þegar forsendur þeirra skýrast á komandi mánuðum.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
7. 1910025F - Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 246
Enginn tók til máls.
Fundargerð eigna-, skipulags-, og umhverfisnefndar nr. 246 frá 28. október 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
7.1. 1906106 - Landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Gestir fundarins eru Hrefna Jóhannesdóttir og Lárus Heiðarsson fulltrúar Skógræktarinnar ásamt Eydísi Ásbjörnsdóttur. Kynntar eru landshlutaáætlanir í skógrækt og lykilhlutverk sveitarfélaga í loftslagsmálum, framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
7.2. 1909021 - 755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram skipulags- og matslýsing varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu við Heyklif við sunnanverðan Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarstjórnar.


Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
7.3. 1910151 - 730 Búðareyri 25 - Umsókn um byggingarleyfi, tröppur

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Akkeris ehf, dagsett 24. október 2019, þar sem óskað er eftir leyfi til að setja forsteyptar tröppur og pall við austurhlið húss fyrirtækisins að Búðareyri 25 á Reyðarfirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
7.4. 1805032 - Meindýraeyðing í Nípunni

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lögð fram beiðni Sigurðar V. Jóhannessonar um leyfi til refa- og minkaveiða í Fólkvangi Neskaupstaðar dagsett 8. september 2019. Lögð fram umsögn Náttúrustofu Austurlands varðandi meindýraeyðingu í Fólkvangi Neskaupstaðar, dagsett 18. október 2019. Náttúrustofa telur ekki ástæðu til að veiða ref í Fólkvanginum en telur ekkert því til fyrirstöðu að þar sé veiddur minkur.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að minkur verði veiddur í Fólkvangi Neskaupstaðar.
Í samræmi við umsögn Náttúrustofu Austurlands felur nefndin umhverfisstjóra að vinna að stefnu um veiðar í Fólkvanginum.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
7.5. 1910047 - Aðalfundarboð 2019 - Heilbrigðiseftirlit Austurlands

Niðurstaða 246. fundar Eigna- skipulags- og umhverfisnefndar
Lagt fram til kynningar fundarboð aðalfundar Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem haldinn verður á Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík 30. október næstkomandi.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
8. 1911003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 66
Til máls tók Pálína Margeirsdóttir.
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar nr. 66 frá 6. nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
8.1. 1911016 - Heimsókn í íþrótta- og tómstundamannvirki á Eskifirði

Niðurstaða 66. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar
Íþrótta- og tómstundanefnd þakkar forstöðumanni íþróttamiðstöðvar Eskifjarðar fyrir móttökuna.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
8.2. 1901160 - Ástand húsnæða í félagsmiðstöðvum Fjarðabyggðar

Niðurstaða 66. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar
Farið yfir viðhaldsþörf í húsnæði félagsmiðstöðva Fjarðabyggðar. Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að vinna áfram eftir framlögðum verkefnalista í samráði við framkvæmdasvið Fjarðabyggðar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
8.3. 1902144 - Endurskoðun samnings um útvistun rekstrar Skíðasvæðisins í Oddsskarði 2019

Niðurstaða 66. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar
Málefni Skíðamiðstöðvarinnar rædd. Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kalla saman stýrihóp um endurskoðun útvistun rekstrar í Skíðamiðstöðinni í Oddsskarði.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
8.4. 1911017 - Íþróttaakstur

Niðurstaða 66. fundar Íþrótta- og tómstundanefndar
Íþrótta- og tómstundanefnd felur íþrótta- og tómstundandafulltrúa að gera minnisblað um tillögur nefndarinnar og óska eftir fundi með bæjarráði um málið.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
9. 1910028F - Fræðslunefnd - 76
Enginn tók til máls.
Fundargerð fræðslunefndar nr. 76 frá 6. nóvember 2019, samþykkt með 9 atkvæðum.
9.1. 1910160 - Ungt fólk 5.-7. bekkur Fjarðabyggð

Niðurstaða 76. fundar fræðslunefndar
Skýrsla Rannsóknar og Greiningar um ungt fólk, nemendur í 5. - 7. bekk, í Fjarðabyggð lögð fram til kynningar. Skýrslan byggir á niðurstöðu könnunar sem lögð var fyrir alla nemendur á Íslandi í febrúar 2019. Nemendur voru spurðir um samband við foreldra, fjölskyldu og vini, líðan og stríðni, nám og skóla, íþrótta- og tómstundastarf, frítímann og barnasáttmálann. Fræðslunefnd vonast til þess að efni skýrslunnar nýtist hlutaðeigandi aðilum sem allra best.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
9.2. 1904133 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2020

Niðurstaða 76. fundar fræðslunefndar
Fjallað var um tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun sem tekin hefur verið til fyrri umræðu í bæjarstjórn. Á milli fyrri og síðari umræðu verður farið í kostnaðar- og þarfagreiningu á stækkun leikskóla á Eskifirði með það fyrir augum að ráðast í hönnun húsnæðis á árinu 2020. Formaður fræðslunefndar verður fulltrúi fræðslunefndar í þeirri vinnu.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
9.3. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð

Niðurstaða 76. fundar fræðslunefndar
Fræðslu- og frístundastefna Fjarðabyggðar og áherslur til næstu þriggja ára hafa verið gefnar út og verður á næstunni dreift á öll heimili í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd lýsir ánægju sinni með útgáfuna og þakkar öllum þeim sem að útgáfunni komu fyrir vel unnin störf. Nú er unnið að þýðingu efnisins yfir á ensku og pólsku og fyrirhugaðir eru kynningafundir í nóvember mánuði.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
9.4. 1910056 - Tvöföld skólavist

Niðurstaða 76. fundar fræðslunefndar
Til umræðu var leiðbeinandi álit Sambands íslenskra sveitarfélaga um tvöfalda skólavist. Í álitinu er fjallað ítarlega um tvöfalda skólavist og vitnað í lög, s.s. barnalög og lög um leik- og grunnskóla. Í lok álitsins hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga sveitarfélög til þess að hafna tvöfaldri skólavist í bæði leik- og grunnskóla, þar sem tvöföld skólavist samræmist ekki ákvæðum laga. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra að semja drög að reglum sem taka mið af áliti Sambandsins og leggja fyrir næsta fund fræðslunefndar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
9.5. 1909106 - Hvatning til sveitarstjórna í tengslum við Skólaþing sveitarfélaga 2019

Niðurstaða 76. fundar fræðslunefndar
Formaður fræðslunefndar og fræðslustjóri gerðu grein fyrir nýafstöðnu skólamálþingi sem þeir sátu ásamt fulltrúa ungmennaráðs Fjarðabyggðar.

Niðurstaða þessa fundar
Málið tekið fyrir og afgreiðsla nefndar staðfest eftir því sem við á með afgreiðslu bæjarstjórnar á fundargerðinni í heild.
Almenn mál 2
10. 1910061 - Útsvar 2020
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu að útsvari á árinu 2020. Lagt er til að álagningarhlutfall útsvars á árinu 2020 verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að álagningarhlutfall útsvars verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Fjarðabyggð.
11. 1909153 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2020
Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020 ásamt reglum um afslátt fasteignagjalda fyrir elli- og örorkulífeyrisþega samhliða minnisblaði fjármálastjóra um álagninguna.
Bæjarstjóri mælti fyrir tillögu að álagningu fasteignagjalda.
Enginn tók til máls.

Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum tillögu að álagningu fasteignagjalda á árinu 2020 og reglur um afslátt fyrir elli- og örorkulífeyrisþega.
Gjaldskrá - Fasteignagjöld - 1.1.2020 endanleg.pdf
Um fasteignamat í Fjarðabyggð árið 2020.pdf
12. 1805184 - Reglur um kjör starfsmanna
Framlagðar endurskoðaðar reglur um kjör starfsmanna sem byggðar eru á innleiðingu jafnlaunastefnu og jafnlaunakerfis.
Forseti mælti fyrir reglum.
Enginn tók til máls.
Reglur um kjör starfsmanna samþykktar með 9 atkvæðum.
13. 1909021 - 755 Heyklif - breyting á aðalskipulagi, ferðaþjónusta
Lögð fram skipulags- og matslýsing varðandi breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu við Heyklif við sunnanverðan Stöðvarfjörð.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt skipulags- og matslýsingu fyrir sitt leyti.
Enginn tók til máls.
Bæjarstjórn samþykkir með 9 atkvæðum að breyta Aðalskipulagi Fjarðabyggðar 2007-2027 vegna uppbyggingar á ferðaþjónustu við Heyklif, jafnframt er samþykkt skipulags- og matslýsing vegna breytingarinnar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta