Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 300

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
11.09.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Eydís Ásbjörnsdóttir varamaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir tímalínu fjárhagsáætlunarvinnu.
2. 2308165 - Umsókn um styrk til menningarverkefna 2023
Framlögð beiðni um menningarstyrk vegna verkefna Menningarstofu Fjarðabyggðar fyrir árið 2023. Hafnarstjórn samþykkir að veita umbeðinn styrk.
3. 2308007 - Umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta
Lögð fram umsókn um leyfi fyrir uppsetningu skilta á gamla hafnarsvæðinu í Stöðvarfirði. Hafnarstjórn tekur jákvætt í uppsetningu skilta á grjótgarði við Gamla garð í Stöðvarfjarðarhöfn. Staðsetning verði unnin í samráði við verkefnastjóra hafna.
4. 2307133 - Styrkumsókn vegna endurnýjunar utanborðsmótora
Lögð fram styrkumsókn frá Siglingaklúbbi Austurlands vegna endurnýjunar utanborðsmótora. Hafnarstjórn hafnar umbeðnum styrk.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta