Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 28

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
13.06.2023 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Skipulags- og umhverfisfulltrúi


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2302173 - Hafnargata 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mótmæli íbúa Búðavegi 34, Fáskrúðsfirði, vegna grenndarkynningu á byggingu hljóðmanar við Hafnargötu 36, Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur byggingarfulltrúa að kalla eftir nánari hönnunargögnum sem snúa að mótvægisaðgerðum er varðar hljóðvist við Hafnargötu 36. Jóna Árný Þórðardóttir, bæjarstjóri tók sæti undir þessum lið.
2. 2304181 - Ystidalur 7 og 9 - Umsögn við athugasemdum á auglýsingartíma grenndarkynningar
Umsögn við athugasemdum á auglýsingartíma grenndarkynningar við Ystadal 7 og 9. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir málsmeðferð og niðurstöðu grenndarkynningar fyrir parhús að Ystadal 7 og 9. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að svara þeim er sendu athugasemdir vegna grenndarkynningarinnar.
Umsögn við athugasemdum á auglýsingartíma grenndarkynningar.pdf
3. 2304226 - Umsókn um breytingu á deiliskipulagi og stækkun á lóð
Óveruleg breyting á deiliskipulagi Nes 1 þar sem lóð að Hjallaleiru 1 er stækkuð til austurs. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir óveruleg breyting á deiliskipulagi Nes 1 þar sem lóð að Hjallaleiru 1 er stækkuð til austurs og vísar erindinu í bæjarráð.
1860-077-DSK-11-V01_Breyting_NES 1.pdf
4. 2301019 - Deiliskipulag austurhluta Breiðdalsvíkur
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að deiliskipulagi austurhluta Breiðdalsvíkur til auglýsingar. Tillagan verði auglýst í samræmi við 41. gr. skipulagslaga. Endanlegri afgreiðslu er vísað til bæjarráðs.
102404-SKY-V01-Húsaskráning fyrir austurhluta Breiðdalsvíkur.pdf
1860-102404-DSK-V02_DSK-Austurhluti-Breiðdalsvíkur.pdf
5. 2212113 - Fundaáætlun USK 2023
Fundaáætlun USK 2023. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir fundaáætlun með fyrirvara um smávægilegar breytingar á tímasetningu.
Uppfært fundaáætlun .pdf
6. 2305145 - Jafnréttisstefna 2023-2026
Vísað frá bæjarstjórn til fagnefnda jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 til umfjöllunar og umræðu milli umræðna. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026.
Jafnréttisstefna 2023-2026.pdf
7. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira. Ekki fékkst samþykki fyrir því að taka inn liðinn og er málinu frestað og lagt fyrir fund að nýju.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:15 

Til bakaPrenta