Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd - 159

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
15.11.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Barbara Izabela Kubielas aðalmaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Ásmundur Páll Hjaltason varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður, Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Formaður félagsmálanefndar kynnti erindi frá UNICEF á Íslandi um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð. Félagsmálanefnd tekur undir erindið og minnir á mikilvægi þess að leita umsagnar ungmennaráðs.
Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf
2. 2210044 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023
Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2023 fyrir Kvennaathvarfið. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 500 þúsund krónur árið 2023.
Bréf frá Kvenna Athvarfi um styrk.pdf
Upplýsingar um þjónustu.pdf
3. 2210164 - Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli
Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli. Félagsmálanefnd þakkar fyrir erindið en telur sig ekki geta orðið við þessari styrkbeiðni.
4. 2210198 - Til umsagnar 382. mál frá nefndasviði Alþingis um útlendinga
Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is.
Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga 382. mál.pdf
5. 2211045 - Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2023
Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2023. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja samtökin Stígamót um 500.000 krónur árið 2023.
6. 2211026 - Samningur við Brák-Bríet um félagslegt húsnæði
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs upplýsir nefndina um samningsdrög Fjarðabyggðar og Brákar-Bríetar um félagslegt leiguhúsnæði.
7. 2211055 - Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78
Félagsmálanefnd telur Samtökin´78 gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í fræðslustarfi fyrir samfélagið í heild. Það er mikilvægt að sveitarfélög séu leiðandi í jafnréttismálum og er hinsegin fræðsla stór hluti af þeim. Nauðsynlegt er að sporna við óæskilegri orðræðu og fordómum sem eiga sér stað í auknum mæli í samfélaginu. Félagsmálanefnd fagnar fjölbreytileikanum í Fjarðabyggð og vill sýna stuðning sinn í verki. Með þriggja ára þjónustusamningi við Samtökin´78 verður fræðslan markvissari og hægt er að skipuleggja vinnuna fram í tímann. Við viljum að virðing og mannréttindi séu höfð að leiðarljósi í okkar samfélagi og því teljum við mikilvægt að koma á slíku samstarfi.

Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta