| |
1. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar | Formaður félagsmálanefndar kynnti erindi frá UNICEF á Íslandi um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð. Félagsmálanefnd tekur undir erindið og minnir á mikilvægi þess að leita umsagnar ungmennaráðs. | Erindi_frá_UNICEF_til_Fjarðabyggðar.pdf | | |
|
2. 2210044 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023 | Umsókn um rekstarstyrk fyrir árið 2023 fyrir Kvennaathvarfið. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja Kvennaathvarfið um 500 þúsund krónur árið 2023. | Bréf frá Kvenna Athvarfi um styrk.pdf | Upplýsingar um þjónustu.pdf | | |
|
3. 2210164 - Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli | Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli. Félagsmálanefnd þakkar fyrir erindið en telur sig ekki geta orðið við þessari styrkbeiðni. | | |
|
4. 2210198 - Til umsagnar 382. mál frá nefndasviði Alþingis um útlendinga | Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd), 382. mál. Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 11. nóvember nk. á netfangið nefndasvid@althingi.is. | Umsögn um frumvarp til laga um útlendinga 382. mál.pdf | | |
|
5. 2211045 - Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2023 | Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2023. Félagsmálanefnd samþykkir að styrkja samtökin Stígamót um 500.000 krónur árið 2023. | | |
|
6. 2211026 - Samningur við Brák-Bríet um félagslegt húsnæði | Sviðsstjóri fjölskyldusviðs upplýsir nefndina um samningsdrög Fjarðabyggðar og Brákar-Bríetar um félagslegt leiguhúsnæði. | | |
|
7. 2211055 - Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78 | Félagsmálanefnd telur Samtökin´78 gegna gríðarlega mikilvægu hlutverki í fræðslustarfi fyrir samfélagið í heild. Það er mikilvægt að sveitarfélög séu leiðandi í jafnréttismálum og er hinsegin fræðsla stór hluti af þeim. Nauðsynlegt er að sporna við óæskilegri orðræðu og fordómum sem eiga sér stað í auknum mæli í samfélaginu. Félagsmálanefnd fagnar fjölbreytileikanum í Fjarðabyggð og vill sýna stuðning sinn í verki. Með þriggja ára þjónustusamningi við Samtökin´78 verður fræðslan markvissari og hægt er að skipuleggja vinnuna fram í tímann. Við viljum að virðing og mannréttindi séu höfð að leiðarljósi í okkar samfélagi og því teljum við mikilvægt að koma á slíku samstarfi.
| Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78.pdf | | |
|