| |
1. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026 | Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun á milli umræðna. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggur til að gert verði ráð fyrir veikindalaunum í fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar. Það gefur óljósa mynd af stefnu sveitarfélagsins í rekstri að gera ráð fyrir því að mæta kostnaði vegna veikinda starfsmanna en gera ekki ráð fyrir því í fjárhagsáætlun. | | |
|
2. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði - drög að lóðaleigusamningi - Trúnaðarmál | Framlögð sem trúnaðarmál íslensk þýðing á drögum að lóðaleigusamningu við CIP. Bæjarráð samþykkir framlögð drög að lóðaleigusamningi og felur bæjarstjóra frekari vinnslu hans og undirritun. Samningi vísað til staðfestingar bæjarstjórnar. Bæjarráð áformar að halda kynningarfund fyrir undirritun samningsins.
| | |
|
3. 2211145 - Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2023 | Fram lagt minnisblað um reynslu af tilraunaverkefni almenningssamgangna í Fjarðabyggð og tillögur um framhald þess. Bæjarráð samþykkir að farin verði leið tvö í minnisblað þar sem gerð verði verðfyrirspurn til akstursaðila um akstur á árinu 2023. Minnisblaði er jafnframt vísað til kynningar í ungmennaráði. | | |
|
4. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA | Vísað til bæjarráðs frá umhverfis- og skipulagsnefnd Fjallskilasamþykkt Múlasýslu til afgreiðslu. Bæjarráð samþykkir fjallskilasamþykktina fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar til fyrri umræðu.
| Fjallskilasamþykkt_bréf_sveitarfélög.pdf | | |
|
5. 2208049 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022 | Lögð fram drög að umsókn um lán til Ofanflóðasjóðs vegna áfallins kostnaðar við ofanflóðaframkvæmdir á tímabilinu janúar - október árið 2022. Bæjarráð samþykkir að sótt verði um lán hjá Ofanflóðasjóði. | | |
|
6. 2211141 - Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar 2023 | Framlagt bréf frá Brú lífeyrissjóði þar sem lagt er til að endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs Neskaupstaðar verði óbreytt milli ára eða 74%. Bæjarráð samþykkir tillögu fyrir sitt leyti og vísar henni til staðfestingar bæjarstjórnar. | Endurgreiðsluhlutfall LN -2023 bæjarstjórn.pdf | | |
|
7. 2211137 - Upplýsingatækni - spjallmenni | Framlagt erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem kynnt er verkefni í upplýsingatækni og sveitarfélögum er boðið að vera hluti af þróun á því. Um er að ræða spjallmenni sem getur svarað helstu spurningum um sveitarfélagið í vefspjalli. Bæjarráð samþykir þátttöku í verkefninu. | | |
|
8. 2211104 - Þórsmörk - leigusamningur | Framlagður nýr leigusamningur um afnot af Þórsmörk í Neskaupstað fyrir starfsemi Menningarstofu. Samningur tekur við af eldri samningi sem var milli Menningarstofu og Listasmiðju Norðfjarðar. Bæjarráð samþykkir samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans. | | |
|
9. 2211134 - Þorrablót Reyðfirðinga 2022 - beiðni um afnot af nýja íþróttahúsi | Fram lögð beiðni Þorrablóts Reyðarfjarðar um afnot af íþróttahúsinu á Reyðarfirði vegna Þorrablóts Reyðfirðinga 2023. Bæjarráð samþykkir að veita Þorrablóti Reyðarfjarðar afnot af íþróttahúsinu og styrkir það sem nemur afnotum af húsinu. Nánari útfærsla verður unnin í samráði við Þorrablótsnefndina.
| Bréf frá þorrablótsnefnd.pdf | | |
|
10. 2201187 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022 | Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr.53 og fundargerð aðalfundar 2022.
| Fundargerð aðalfundar 2022.pdf | Fundargerð SO nr 53.pdf | | |
|
11. 2203101 - Ungmennaráð 2022 | Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til bæjarráðs tillögu deildarstjóra tómstunda- og forvarnarmála þar sem lagt er til fulltrúum í ungmennaráði verða greidd laun fyrir setu sína í ráðinu. Bæjarráð samþykkir tillögur nefndarinnar og jafnframt sé gerð breyting á reglum um kjör kjörinna fulltrúa og erindisbréf ungmennaráðs sem tekin verði til afgreiðslu.
| Minnisblað.pdf | | |
|
| |
12. 2211016F - Mannvirkja- og veitunefnd - 7 | Fundargerð 7. fundar Mannvirkja- og veitunefndar frá 23. nóvember lögð fram til afgreiðslu. | 12.1. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023 | | |
|
13. 2211015F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 108 | Fundargerð 108. fundar íþrótta- og tómstundanefndar frá 21. nóvember tekin til afgreiðslu. | 13.1. 2203101 - Ungmennaráð 2022 | 13.2. 2211069 - Heilsukort Fjarðabyggðar | 13.3. 2211101 - Rekstrarfyrirkomulag vegna skíðasvæðisins í Oddsskarði | 13.4. 2211082 - Aukin samvinna spretts og íþrótta- og tómstundamála í forvörnum | 13.5. 2211059 - Bréf frá foreldrum á miðsstigi Grunnskóla Reyðarfjarðar vegna opnunartíma Zveskjunar | 13.6. 2210205 - UÍA styrkur íbúaframlG | 13.7. 2209157 - Gjaldskrá skíðasvæðis 2023 | 13.8. 2209160 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023 | 13.9. 2209115 - Gjaldskrár sundlauga 2023 | 13.10. 2209163 - Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2023 | 13.11. 2209164 - Gjaldskrá íþróttahúsa 2023 | 13.12. 2211111 - Gjaldskrá félagsmiðstöðva 2023 | 13.13. 2211019 - Styrkur frá Alcoa til að efla sjálfsvitund og styrkja ungmenni í Múlaþingi og Fjarðabyggð | 13.14. 2211123 - Gjaldfrjáls afnot íþróttafélaga af líkamsræktarstöðvum Fjarðabyggðar | | |
|
14. 2211009F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12 | Fundargerð 12. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 23. nóvember lögð fram til afgreiðslu. | 14.1. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023 | 14.2. 2211105 - Strandgata 77B - 735 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 14.3. 2211036 - Strandgata 9A - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi | 14.4. 2211048 - Óseyri 1a, fyrirhugað leiguhúsnæði v. lagers | 14.5. 2211041 - Ósk um tilnefningar í vatnasvæðanefndir | 14.6. 2211042 - Verkefni við mótun aðferðafræði til að mæta afleiðingum loftsagsbreytinga | 14.7. 2211007 - Nesbraut 3, REY. uppskipting lóðar | 14.8. 2208107 - Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt | 14.9. 2210020 - Erindi frá áhugahóp um Fjölskyldu-og útivistarsvæði á Fáskrúðsfirði. | 14.10. 2208175 - Fjallskilasamþykkt SSA | 14.11. 1703117 - 735 - Deiliskipulag Skíðasvæðisins í Oddsskarði | 14.12. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður | 14.13. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða | 14.14. 2209217 - Umferðaröryggi - Gatnamót Stekks og Kvíabrekku | | |
|