Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 6

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
12.06.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varamaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2404223 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu 2025
Farið yfir tillögur stjórnarinnar til bæjarráðs varðandi fjárhagsramma ársins 2025.
Stjórn felur bæjarritara að forma þær og leggja fyrir bæjarráð.
Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar.pdf
Dagsetningar í fjárhagsáætlunarferli vegna áætlunar ársins 2025.pdf
2. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Farið yfir rekstur safnanna sumarið 2024.
3. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024
Forstöðumaður fór yfir undirbúning, skipulagningu og dagskrá menningar- og listahátíðarinnar Innsævis sem hefst um helgina og stendur í sumar.
Stjórn fagnar veglegri dagskrá menningar og listahátíðarinnar og hvetur íbúa til þátttöku í henni og njóta lista.
4. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Rætt um nýtingu á styrk frá Eignarhaldsfélagi Brunabótafélags Íslands en Fjarðabyggð var veittur styrkur að fjárhæð 700 þ.kr.
Stjórn fagnar styrkveitingunni og hann verði nýttur til frumhönnunar lóðarinnar og tillögur síðan lagðar fyrir stjórn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:30 

Til bakaPrenta