Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 296

Haldinn í Breiðdalssetri í Breiðdal,
06.06.2023 og hófst hann kl. 18:00
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Forsendur fjárhagsáætlunar 2024 ræddar. Lagt fram yfirlit framkvæmda það sem af er árinu 2023. Hafnarstjóri fór yfir forsendur fjárhagsáætlunar. Málinu vísað til áframhaldandi vinnu í hafnarstjórn.
2. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lagt fram minnisblað ásamt verkáætlun og greiðsluflæði fyrir framkvæmdina "Lenging Strandarbryggju". Hafnarstjórn þakkar kynninguna og felur hafnarstjóra og verkefnastjóra að vinna málið áfram.
3. 2305145 - Jafnréttisstefna 2023-2026
Vísað frá bæjarstjórn til fagnefnda jafnréttisstefnu Fjarðabyggðar 2023 til 2026 til umfjöllunar og umræðu milli umræðna. Lagt fram til kynningar.
Jafnréttisstefna 2023-2026.pdf
Fundargerðir til kynningar
4. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 453.fundar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta