Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 280

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
28.06.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205243 - Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra hafna vegna bókana skemmtiferðaskipa. Hafnarstjórn ræddi málefni skemmtiferðaskipa í Fjarðabyggð.
 
Gestir
Valgeir Ægir Ingólfsson - 16:30
2. 2206100 - Öryggismál hafna
Erindi barst frá Síldarvinnslunni varðandi öryggi á höfnum. Öryggismál á höfnum Fjarðabyggðar rædd. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að funda með sjávarútvegsfyrirtækjum í Fjarðabyggð.
3. 2204067 - Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
Lögð fram til kynningar matsáætlun vegna 2.áfanga Mjóeyrarhafnar ásamt áliti Skipulagsstofnunar.
4. 2011129 - 730 Deiliskipulagið Hraun 1, breyting hafnarsvæðis
Lögð fram drög að nýju deiliskipulag Mjóeyrarhafnar. Hafnarstjórn samþykkir að auglýsa nýtt deiliskipulag Mjóeyrarhafnar á vinnslustigi þar sem óskað verður eftir ábendingum og athugasemdum frá umsagnaraðilum.
5. 2206091 - Hafnasambandsþing 2022
Boðað hefur verið til 43. hafnasambandsþings Hafnasambands Íslands sem haldið verður í Ólafsvík 27.-28.október 2022. Hafnarstjórn mun senda fulltrúa á hafnasambandsþingið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta