Til bakaPrenta
Félagsmálanefnd - 167

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
29.08.2023 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir formaður, Þórhallur Árnason varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Barbara Izabela Kubielas aðalmaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Inga Rún Beck Sigfúsdóttir embættismaður, Aðalheiður Björk Rúnarsdóttir .
Fundargerð ritaði: Inga Rún Beck Sigfúsdóttir, Stjórnandi barnaverndar og félagsþjónustu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301154 - Fundaáætlun félagsmálanefndar haust 2023
Formaður nefndar kynnir fundaráætlun félagsmálanefndar haustið 2023. Nefndin samþykkir fundaráætlun.
Fundaáætlun félagsmálanefndar haust 2023.pdf
2. 2308142 - Öruggara Austurland
Stjórnandi barnaverndar kynnir verkefnið Öruggara Austurland fyrir nefndinni. Félagsmálanefnd samþykkir samstarfsyfirlýsinguna fyrir sitt leiti.
4. 2308143 - Styrkbeiðni frá þroskaþjálfanemum
Stjórnandi stoð-og stuðningsþjónustu kynnir beiðni um styrk frá þroskaþjálfanemum vegna verkefnis sem þeir unnu í náminu. Félagsmálanefnd hafnar styrkbeiðni.
5. 2306119 - Gott að eldast-samþætting þjónustu Fjarðabyggð og HSA
Sviðsstjóri Fjölskyldusviðs fer yfir umsókn um þátttöku Fjarðabyggðar og HSA í þróunarverkefni um samþættingu þjónustu við eldra fólk í heimahúsum-Gott að eldast. Með umsókninni fylgir minnisblað um undirbúning verkefnisins.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta