Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 116

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2,
12.10.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Birta Sæmundsdóttir varamaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson varamaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa. Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar. Fræðslunefnd fagnar erindinu og hlakkar til samstarfs við ungmennaráð Fjarðabyggðar, m.a. við vinnu við að semja áherslur í fræðslu- og frístundamálum til næstu þriggja ára.
2. 2210051 - Gjaldskrá frístundaheimila 2023
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá frístundaheimila fyrir árið 2023.Í tillögunni er gert ráð fyrir 4,9% hækkun á gjaldskrá frá árinu 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
3. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá leikskóla fyrir árið 2023.Í tillögunni er gert ráð fyrir 4,9% hækkun á gjaldskrá frá árinu 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
4. 2209113 - Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar 2023
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá tónlistarskóla fyrir árið 2023.Í tillögunni er gert ráð fyrir 4,9% hækkun á gjaldskrá frá árinu 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
5. 2209166 - Gjaldskrá húsnæðis Grunnskóla 2023
Fyrir liggur tillaga að gjaldskrá húsnæðis grunnskóla fyrir árið 2023.Í tillögunni er gert ráð fyrir 4,9% hækkun á gjaldskrá frá árinu 2022. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi gjaldskrá og vísar til bæjarráðs.
6. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
Til umfjöllunar er starfs- og fjárhagsáætlun 2023 í fræðslumálum. Formaður fræðslunefndar greindi frá fundi með bæjarráði þar sem farið var yfir vinnu starfsmanna fræðslusviðs við fjárhagsáætlun. Farið var yfir úthlutunarlíkön leik- og grunnskóla ásamt að skoða aðra rekstrarliði. Máli frestað til næsta fundar.
7. 2210076 - Beiðni um breytingu á skóladagatali
Borist hefur erindi frá Eskifjarðarskóla þar sem óskað er eftir breytingu á skóladagatali 2022-2023. Erindið hefur verið tekið fyrir og samþykkt í skólaráði Eskifjarðarskóla. Fræðslunefnd samþykkir breytingar á skóladagatali.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:40 

Til bakaPrenta