Til bakaPrenta
Bæjarráð - 877

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
06.01.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501012 - Samráðsvettvangur atvinnulífsins í Fjarðabyggð
Umræða um samráðsvettvang atvinnulífsins í Fjarðabyggð.
Boðað verður til fundar með stærstu fyrirtækjunum í Fjarðabyggð á næstunni. Bæjarstjóra falið að halda utanum undirbúninginn.
2. 2412185 - Umsókn um skrifstofurými í gömlu Eskju skrifstofunni
Framlagt erindi PolPrin þar sem óskað er eftir skrifstofurými í gömlu Eskju skrifstofunni.
Húseignin er í sölumeðferð og von er á tilboði í eignina. Því getur bæjarráð ekki orðið við ósk um leigu eða afnot af skrifstofunni.
3. 2501009 - Ósk um styrk til kaupa á sýningarvél
Framlagt erindi Vina Valhallar þar sem óskað er eftir styrk til kaupa á sýningarvél.
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að fara yfir málið með félagasamtökunum og annast afgreiðslu styrksins.
4. 2205170 - Nefndaskipan Framsóknarflokks 2022-2026
Framlögð tilkynning Birgis Jónssonar um tímabundið leyfi frá störfum sem bæjarfulltrúi og fulltrúi í hafnarstjórn til 1 júní nk.
Elís Pétur Elísson tekur sæti hans í bæjarstjórn á sama tíma. Tilnefnt verður í sæti hans í hafnarstjórn á næsta fundi. Jafnframt tilkynnt um ósk Þuríðar Lillýar Sigurðardóttir um framlenginu á leyfi í skipulags- og framkvæmdanefnd til 1. febrúar nk. Jón Björn Hákonarson mun áfram gegna formennsku í nefndinni til 1. febrúar nk.
5. 2311224 - Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fundargerðir Austurbrú og SSA frá 13. desember lagðar fram til kynningar.
7.-stjornarfundur-SSA-13.-desember-2024.pdf
156.-stjornarfundur-Austurbruar-13.-desember-2024.pdf
6. 2401142 - Fundargerðir stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Fundargerð 960. fundar stjórnar Sambandsins lögð fram til kynningar.
7. 2403087 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2024
Framlögð til kynningar fundargerð sameiginlegs fundar stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
Sameiginlegur fundur SO og SSKS.pdf
8. 2501019 - Heimsókn
Fulltrúar Ungmennafélags Íslands mættu á fund bæjarráðs. Farið yfir starfsemi félagsins og æskulýðs- og íþróttastarf almennt.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00 

Til bakaPrenta