Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 292

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
20.02.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arnfríður Eide Hafþórsdóttir formaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson aðalmaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson varamaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Marinó Stefánsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1908100 - Verkefni hafnarsjóðs
Á 291. fundi hafnarstjórnar var lagt fram sem trúnaðarmál minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs er varðaði rekstur dráttarbátsins Vattar. Hafnarstjórn fól hafnarstjóra og sviðsstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. Lagt fram sem trúnaðarmál að nýju. Hafnarstjórn samþykkir að fyrirkomulag á rekstri Vattar verði óbreytt að sinni.
2. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir stöðu verkefnisins og næstu skref.
3. 2208102 - Hafnarsvæðið á Fáskrúðsfirði
Lögð fram teikning af stækkun Strandarbryggju á Fáskrúðsfirði. Hafnarstjórn samþykkir að fela sviðsstjóra framkvæmdasviðs að hefja vinnu útboðsgagna og leggja fyrir að nýju.
4. 2012075 - Ný þjónustumiðstöð - Fáskrúðsfjörður
Farið yfir stöðu verkefnisins og næstu skref. Góður gangur er í uppbyggingu hússins og stefnt er á að framkvæmdum verði lokið í vor.
5. 2103022 - Markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðarhafna
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra hafna, upplýsingafulltrúa og atvinnu- og þróunarstjóra varðandi markaðs- og kynningarmál Fjarðabyggðarhafna. Hafnarstjórn samþykkir að fara í uppsetningu á vef fyrir hafnirnar og felur verkefnastjóra í samstarfi við upplýsingafulltrúa að kanna með fleiri kosti í uppsetningu.
6. 2302027 - Dokk - Skipakerfi
Lögð fram kynning á Dokk-Skipakerfi ásamt tilboði í uppsetningu kerfisins fyrir Fjarðabyggðarhafnir. Hafnarstjórn líst ágætlega á kerfið og skoðar það frekar þegar ný heimasíða hafnanna verður komin í loftið.
7. 2302046 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju
Lögð fram til kynningar umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskimjölsverksmiðju Loðnuvinnslunnar.
8. 2302050 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2022
Drög að ársreikningi Hafnasambands Íslands lögð fram til kynningar
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta