Til bakaPrenta
Eigna- skipulags- og umhverfisnefnd - 255

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
23.03.2020 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Einar Már Sigurðarson formaður, Ívar Dan Arnarson varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir aðalmaður, Árni Björn Guðmundarson áheyrnarfulltrúi, Arnfríður Eide Hafþórsdóttir aðalmaður, Valur Sveinsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Valur Sveinsson, Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2002134 - Bráðabrigðayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland
Lagt fram til kynningar bráðabyrðayfirlit vatnaáætlunar en lög um stjórn vatnamála tók gildi 19. apríl 2011 og með þeim var innleidd í íslenskan rétt tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 2000/60/EB um aðgerðaramma um stefnu í vatnamálum, svokölluð vatnatilskipun. Lagt fram minnisblað umhverfisstjóra, dagsett 5. mars 2020, um bráðarbirgðayfirliti fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland.
Bradabirgdayfirlit fyrstu vatnaáætlunar fyrir Ísland.pdf
Bráðabirgðayfirlit vatnaáætlunar 2020-2027.pdf
Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri sat fundarliðinn
2. 2002003 - Aðgerðir 2020 - lausafjármunir
Lögð fram að nýju samantekt umhverfistjóra um umgengni og þrifnað á opnum svæðum í Fjarðabyggð og innra vinnuskjal sviðsstjóra framkvæmdasviðs, dagsett 3. mars 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur umhverfisstjóra að vinna áfram að hreinsun opinna svæða.
Anna Berg Samúelsdóttir umhverfisstjóri og Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sátu fundarliðinn
3. 2001149 - Framkvæmda- og viðhaldsáætlun 2020
Framlögð framkvæmda- og viðhaldsáætlun Fjarðabyggðar og stofnana fyrir árið 2020. Farið yfir stöðu framkvæmda til samræmis við fjárhagsáætlun 2020.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs sat fundarliðinn
4. 2002143 - Eskifjarðarvöllur - uppbygging og staða
Farið yfir stöðu mála varðandi uppbyggingu og ástand Eskifjarðarvallar. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa um ástand og mögulegra úrbóta á Eskifjarðarvelli dagsett 3. mars 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd felur sviðsstjóra framkvæmdasviðs og íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram í samræmi við umræðu og leggja fyrir nefndina að nýju.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sátu fundarliðinn
5. 1909149 - Vottun gervigrass í Fjarðabyggðarhöllinni
Vísað frá bæjarráði til kynningar í eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd niðurstöðu á formlegri verðfyrirspurn sem verkfræðistofan Mannvit framkvæmdi vegna nýs gervigrass á Fjarðabyggðarhöllina.
Marinó Stefánsson sviðsstjóri framkvæmdasviðs og Bjarki Ármann Oddsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sátu fundarliðinn
6. 2003085 - Útikörfuboltavöllur
Lagt fram ódagsett bréf Íbúasamtaka Eskifjarðar með tillögu samtakanna að útikörfuboltavelli við Eskifjarðarskóla. Íbúasamtökin hyggjast leggja til körfur og undirlag en óskað er eftir að Fjarðabyggð steypi plötu eða malbiki undir vallarsvæðið.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umsagnar fræðslunefndar og skólastjórnenda Eskifjarðarskóla ásamt Slökkviliði Fjarðabyggðar vegna aðkomu sjúkra- og slökkviliðs að skólanum. Nefndin vísar erindinu einning til framkvæmdasviðs varðandi kostnað vegna hugsanlegrar aðkomu Fjarðabyggðar.
Útikörfuboltavöllur-á-Eskifirði_ESU.pdf
7. 1908026 - 735 Dalbraut 4 - Stjórnsýslukæra vegna samþykktar byggingaráforma
Lagður fram til kynningar úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna máls 78/2019 þar sem kærð var ákvörðun eigna-, skipulags- og umhverfisnefndar frá 8. júlí 2019 um að samþykkja byggingarleyfi fyrir viðbyggingu við tengivirkishús og byggingu nýs tengivirkishúss að Dalbraut 4 á Eskifirði. Kærunni var vísað frá úrskurðarnefndinni.
Scan_uuaolof_202003122376_001.pdf
Stjórnsýslukæra.pdf
8. 2002042 - 740 Miðstræti 18 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Hafliða Hinrikssonar, dagsett 2. febrúar 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Miðstræti 18 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
LB Miðstræti 18.pdf
9. 2001012 - 750 Skólavegur 82 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Eyjólfs G Svavarssonar, dagsett 1. janúar 2020, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar hans að Skólavegi 82 á Fáskrúðsfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
LB Skólavegur 82.pdf
10. 2003112 - Leirubakki 4 - Umsókn um byggingarleyfi, frystigeymsla
Lögð fram byggingarleyfisumsókn Eskju hf, dagsett 19. mars 2020, þar sem sótt er um leyfi til að byggja 3.400 fm frystigeymslu og 800 fm tengibyggingu á lóð fyrirtækisins við Leirubakka 4 á Eskifirði.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin.
01-0-02-01-grunnmynd_og_snið.pdf
XX-0-02-02-Útlit.pdf
01-0-02-02-grunnmynd_frystigeymslu.pdf
11. 2003105 - 735 Ystidalur 6-8 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Og sona / Ofurtólið ehf, dagsett 17. mars 2020, þar sem sótt er um lóðina við Ystadal 6-8 á Eskifirði undir raðhús.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
040924 Deiliskipulag, Dalur2.pdf
991220 Byggingar- og skipulagsskilmálr dsk Dal2.pdf
12. 2001113 - 740 Urðarbotnar - Umsókn um stöðuleyfi
Lögð fram stöðuleyfisumsókn Héraðsverks ehf, dagsett 13. janúar 2020, þar sem óskað er eftir stöðuleyfi fyrir vinnubúðir fyrirtækisins ofan tjaldsvæðisins á Norðfirði vegna framkvæmda við snjóflóðavarnir í Urðarbotnum og Sniðgili. Aðkoma að vinnubúðum er fyrirhuguð frá Víðimýri. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um umsókn um stöðuleyfi, stöðuleyfi, starfsmannabúðir og leyfisveitingar vegna þeirra, dagsett 21. mars 2020.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt útgáfu stöðuleyfis vegna vinnubúða ofan tjaldsvæðis þar sem staðsetning samræmist ekki þeirri staðsetningu sem gert hefur verið ráð fyrir. Auk þess samræmist umsókn ekki gr. 6.11.8 um starfsmannabúðir í byggingarreglugerð nr. 112/2012.
03104003-1-BR-0014.pdf
Extracted pages from Teiknisett_Ofanflóðavarnir_Urðarbotn og Sniðgil.pdf
Minnisbl. v. ums. u. stöðul..pdf
13. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Lögð fram beiðni Fjarðabyggðarhafna, dagsett 20. mars 2020, um efnistöku innan afmarkaðs svæðis sunnan sundlaugarinnar á Eskifirði. Áætlað er að taka um 4000 rm af efni sem nýta á við hafnargerð sunnan Leirubakka 4.
Eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu til umfjöllunar í íþrótta- og tómstundanefnd.
Stækkun Eskifjarðarhafnar.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00 

Til bakaPrenta