Til bakaPrenta
Fjallskilanefnd - 3

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
13.07.2023 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Arnór Ari Sigurðsson varaformaður, Sigurður Max Jónsson varamaður, Sunna Júlía Þórðardóttir aðalmaður, Arnar Ingi Ármannsson varamaður, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2306063 - Beiðni um smölun ágangsfjár í Óseyri Stöðvarfirði
Við umfjöllun og afgreiðslu máls vék Arnór Ari Sigurðsson af fundi.
Vísað frá bæjarráði til afgreiðslu fjallskilanefndar erindi Ívars Ingimarsson og Hrefnu Arnarsdóttur frá 11. júní vegna smölunar á ágangsfé í landi Óseyrar á Stöðvarfirði. Jafnframt er framlagt erindi Lögreglustjórans á Austurlandi um ágang búfjár og svarbréf Fjarðabyggðar.
Fjallskilanefnd telur afar brýnt að endurskoða fjallskilasamþykkt fyrir Múlasýslur sem allra fyrst með hliðsjón af ágreiningi um ágang sauðfjár og þess að fjallskilsamþykktin kveður ekkert á um ágang milli svæða innan sveitarfélags. Jafnframt felur fjallskilanefnd formanni fjallskilanefndar og bæjarritara að leita lögfræðiálits um stöðu sveitarfélagsins og leggja fyrir nefnd að nýju. Nefndin getur ekki að svo stöddu tekið afstöðu til erindis landeiganda Óseyrar.
Bréf vegna Óseyri 29.6.23.pdf
Beiðni um smölun 2.pdf
Álit innviðaráðuneytisins í máli nr. IRN22050047.pdf
Ágangur búfjár Óseyri 2023.pdf
Svar við bréfi lögreglustjóra.pdf
2. 2302037 - Erindi til sveitarstjórna vegna ágangs búfjár - minnisblað sambandsins
Framlagt til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár frá því í febrúar 2023.
Minnisblað - Ágangur búfjár_uppfært.pdf
3. 1808042 - Fjárréttir í Fjarðabyggð
Fjallað um ástand fjárrétta í Fjarðabyggð.
Fjallskilanefnd telur ekki þörf á sérstöku viðhaldi fjárrétta í Fjarðabyggð að undanskilinni rétt í Norðfirði. Reisa þarf nýja rétt sem hentar aðstæðum.
Fjallskilastjóra í samstarfi við skipulags- og umhverfisfulltrúa og verkefnastjóra umhverfismála falið að afmarka lóð og hefja undirbúning framkvæmdar.
4. 2307003 - Fjallskil og gangnaboð 2023
Fjallað um undirbúning gangnaboðs fyrir haustið 2023.
Vísað til næsta fundar.
5. 2103192 - Sauðfé í þéttbýli - úrræði
Fé hefur farið inn fyrir þéttbýlismörk innan Fjarðabyggðar.
Fjallskilanefnd telur mikilvægt að girðingum kringum þéttbýli sé vel við haldið til losna við ágang sauðfjár inn í þéttbýlin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:50 

Til bakaPrenta