Til bakaPrenta
Bæjarráð - 757

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
04.07.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206098 - Eftirlit með fjármálastjórn sveitarfélaga og fjármálum 2021
Lagt fram til kynningar bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga um fjárhagsleg viðmið sveitarfélagsins.
Bréf frá EFS til sveitarstjórnar vegna ársreiknings 2021.pdf
2. 2204123 - Framkvæmdasvið verkefni 2022
Lagt fram minnisblað um framkvæmdir ársins 2022 til kynningar. Mannvirkja- og veitunefnd fól sviðstjóra framkvæmdasviðs að fara yfir fjárhagslega stöðu byggingu íþróttahússins á Reyðarfirði við lok verkefnisins og leggja fyrir bæjarráð.
Farið yfir lokakostnað við framkvæmdir íþróttahússins á Reyðarfirði. Ljóst er að lokakostnaður er umfram fjárhagsáætlun ársins.
Bæjarráð samþykkir að vísa umframkostnaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
 
Gestir
Sviðstjóri framkvæmdasviðs - 08:45
4. 2206119 - Umsókn um leigu á íþróttahúsinu á Breiðdal
Framlögð umsókn um leigu á íþróttahúsinu á Breiðdal vegna ættarmóts sem verður þann 15. og 16. júlí næstkomandi.
Bæjarráð getur því miður ekki orðið við beiðninni.
Umsókn um leigu á íþróttahúsinu í Breiðdal þann 15 og 16 júlí fyrir ættarmót..pdf
5. 2110173 - Forvarna- og öryggisnefnd erindisbréf og fundargerðir
Framlögð fundargerð forvarnar- og öryggisnefndar frá 28. apríl 2022 til kynningar.
6. 2207002 - Íslandsdagar 23. til 26. september Gravelines
Framlagt boð á Íslandsdaga í Gravelines 23. til 26. september nk.
Bæjarstjóra falið að ræða við forseta bæjarstjórnar um tilnefningu tveggja fulltrúa Fjarðabyggðar á Íslandsdaga.
DOC010722-01072022090111.pdf
7. 2206094 - Endurskoðun samþykktar um bygginganefnd í Fjarðabyggð - síðari umræða
Vísað til síðari umræðu í bæjarráði í umboði bæjarstjórnar drögum að uppfærðri samþykkt um bygginganefnd í Fjarðabyggð vegna breytinga á samþykktum sveitarfélagsins.
Bæjarráð staðfestir samþykkt um bygginganefnd í Fjarðabyggð í umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði fullnaðarafgreiðsluheimild meðan á sumarleyfi hennar stendur.
B_nr_820_2013.pdf
Samþykkt um bygginganefnd 2022.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
8. 2206005F - Fræðslunefnd - 112
Fundargerð fræðslunefndar frá 15. júní lögð fram til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð fræðslunefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
8.1. 2206047 - Erindisbréf fræðslunefndar
8.2. 2205308 - Danskur farkennari haustið 2022
8.3. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2023
8.4. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
9. 2206017F - Mannvirkja- og veitunefnd - 1
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 29. júní sl. lögð fram til fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð mannvirkja- og veitunefndar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr.
samþykkta Fjarðabyggðar.
9.1. 2205297 - Erindisbréf mannvirkja- og veitunefndar
9.2. 2204123 - Framkvæmdasvið verkefni 2022
9.3. 2001140 - Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
9.4. 1810205 - Opin leiksvæði í Fjarðabyggð
10. 2206016F - Hafnarstjórn - 280
Framlögð fundargerð hafnarstjórnar frá 28. júní lögð fyrir fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð hafnarstjórnar með umboði bæjarstjórnar sem falið hefur bæjarráði ákvörðunarvald og fullnaðarafgreiðsla mála meðan sumarfríi stendur sbr. 46. gr. samþykkta Fjarðabyggðar.
10.1. 2205243 - Skemmtiferðaskip í Fjarðabyggðarhöfnum
10.2. 2206100 - Öryggismál hafna
10.3. 2204067 - Stækkun Mjóeyrarhafnar - annar áfangi, umhverfismat
10.4. 2011129 - 730 Deiliskipulagið Hraun 1, breyting hafnarsvæðis
10.5. 2206091 - Hafnasambandsþing 2022
Bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna stöðu innanlandsflugs.
Bæjarráð Fjarðabyggðar lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri stöðu sem uppi hefur verið í innanlandsflugi á vegum Icelandair síðustu misseri. Miklar tafir ásamt því að flug hefur verið fellt niður hefur valdið notendum þess miklum vandræðum. Þá hefur einnig verið skortur á sætaframboði sem ekki síður hefur haft áhrif á þjónustuna. Fyrir íbúa Austurlands þá eru flugsamgöngur við höfuðborgina veigamikill þáttur í almenningssamgöngum þar sem víðtæka þjónustu þarf bæði að sækja þangað sem og fá þaðan. Því getur þetta ástand ekki varað áfram og óskar bæjarráð eftir svörum frá Icelandair hvernig það hyggst bregðast við þessum aðstæðum og bæta þar úr. Tekur bæjarráð Fjarðabyggðar þannig undir með Múlaþingi og telur brýnt að forstjóri Icelandair komi til fundar hér fyrir austan með sveitarfélögunum til að fara yfir þessa stöðu sem nú er undir í innanlandsflugi félagsins.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl.  

Til bakaPrenta