Til bakaPrenta
Bæjarráð - 764

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
12.09.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2208079 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2023
Lagður fram rammi bæjarráðs að fjárhagsáætlun ársins 2023 ásamt reglum um gerð fjárhagsáætlunar Fjarðabyggðar 2023.
Bæjarráð felur sviðsstjórum og slökkviliðsstjóra að vinna fjárhagsáætlun fyrir árið 2023 og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Reglur um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023.pdf
2. 2204183 - Veikindalaun 2022
Lögð fram greinargerð fjármálastjóra um veikindalaun fyrstu 6 mánuði ársins 2022 ásamt tillögu að meðferð kostnaðar við veikindalaun.
Bæjarráð samþykkir tillögu fjármálastjóra að framlögum til stofnana til að mæta langtímaveikindakostnaði að fjárhæð 40. m.kr. Vísað til gerðar viðauka.
3. 2102084 - Svæðisskipulag Austurlands.
Svæðisskipulagsnefnd hefur afgreitt tillögu að svæðisskipulag fyrir Austurland. Svæðisskipulagsnefnd leggur til að sveitarstjórnir sveitarfélaganna fjögurra á Austurlandi, samþykki afgreiðslu nefndarinnar og samþykki svæðisskipulagið og umhverfismatsskýrsluna með þeim lagfæringum sem lýst er.
Bæjarráð samþykkir skipulagið fyrir sitt leyti og vísar því til afgreiðslu bæjarstjórnar. Jafnframt er svæðisskipulaginu vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar til kynningar.
Fundur svæðisskipulagsnefndar 02092022.pdf
4. 2209032 - Samningur um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á landsvísu
Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar sveitarfélag utan höfuðborgarsvæðisins til afgreiðslu bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að gerast aðili að sameiginlegu umdæmisráði barnaverndar sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins og vísar til bæjarstjórnar endanlegri staðfestingu aðildar.
Erindisbréf fyrir valnefnd (002).pdf
5. 2203199 - Tjaldsvæði 2022
Lagt fram minnisblað atvinnu- og þróunarstjóra um stöðu tjaldsvæða í Fjarðabyggð og framtíð þeirra.
Bæjarráð felur atvinnu- og þróunarstjóra að vinna tillögu á grundvelli framlagðs minnisblaðs og umræðna á fundi og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
Minnisblað um vinnu og niðurstöður starfshóps um tjaldsvæðis lokaútgáfa.pdf
 
Gestir
Atvinnu- og þróunarstjóri - 00:00
6. 2209019 - Bréf innviðaráðuneytis
Fram lagt bréf innviðaráðuneytisins vegna frumkvæðisathugunar þess á afgreiðslu ráðningarsamnings bæjarstjóra. Jafnframt lögð fram greinargerð lögmanns sveitarfélagsins.
Fulltrúar Fjarðalista og Framsóknar í bæjarráði Fjarðabyggðar lýsa yfir furðu á erindi frá innviðaráðuneytinu, sem barst til sveitarfélagsins, þar sem virðist boðuð frumkvæðisathugun vegna ráðningar bæjarstjóra með hliðsjón af vanhæfni. Virðist þessi boðaða frumkvæðisathugun byggð á nafnlausri ábendingu sem ráðuneytinu hefur borist. Ljóst er samkvæmt 20 gr. sveitarstjórnarlaganna að vanhæfni myndast ekki þegar verið er að velja fulltrúa til trúnaðarstarfa á vegum sveitarfélagsins og hafa sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð, líkt og öðrum sveitarfélögum, stuðst við það í störfum sínum. Enda kemur það vel fram í drögum af minnisblaði lögmanns sveitarfélagsins sem sent verður ráðuneytinu til svara vegna málsins. Haldi innviðaráðuneytið sig við að fara í slíka frumkvæðisathugun, eftir að hafa yfirfarið minnisblaðið frá Fjarðabyggð, þá hlýtur það að taka til skoðunar afgreiðslu þessara mála hjá fleiri sveitarfélögum þar sem eðlilega sami háttur hefur verið á. Hlýtur slík athugun þá að leiða til endurskoðunar sveitarstjórnarlaganna hvað varðar vanhæfni sveitarstjórnarmanna. Vonast áðurnefndir fulltrúar til þess að niðurstaða fáist sem fyrst frá innviðaráðuneytinu þannig að sá sem ábendinguna sendi inn til þess geti verið fullviss um að farið hafi verið eftir lögum við ráðningu bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Enda hlýtur það sjónarmið að hafa verið ástæða þess að slík ábending var send frekar en um pólitískan leikþátt hafi verið að ræða.
Bæjarráð felur bæjarritara að svara erindi ráðuneytisins í samráði við lögmann sveitarfélagsins.
Bréf - Fjarðabyggð (1)undirritað.pdf
minisblad bref innvidaraduneytsi sept 2022.pdf
7. 2208085 - Umsókn um lóð Miðdalur 18-20
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn þar sem sótt er um lóðir að að Miðdal 18 - 20 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðunum.
735 Miðdalur 18.pdf
735 Miðdalur 20.pdf
8. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 37b
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs úthlutun lóðarinnar Heiðarvegur 37b á Reyðarfirði fyrir spennistöð Rarik.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
Heiðarvegur 37b.spennistöð.LB.undirritað.pdf
9. 2209099 - Ráðningar í störf
Fram lagður tölvupóstur Ragnars Sigurðssonar um ráðningar í störf.
Lagt er til að allar auglýsingar um störf á vegum Fjarðabyggðar þurfi að hljóta samþykkis bæjarráðs áður en til auglýsingar kemur. Með þessum hætti gefst sveitarfélaginu kostur á að leita leiða til endurskipulagningar og hagræðingar í rekstri með tímabundnum eða varanlegum ráðstöfunum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að útfæra verklagið með stjórnendum.
Fundargerð
10. 2209003F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 6
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 6. september lögð fram til afgreiðslu.
10.1. 2209006 - Bakkavegur við tjalds - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
10.2. 2208139 - Daltún 9 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
10.3. 2208160 - Hafnarbraut 36 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
10.4. 2209049 - Hafnarbraut 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
10.5. 2209052 - Hrauntún 7-9 umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
10.6. 2107078 - 740 Blómsturvellir 33 - Umsókn um stækkun lóðar
10.7. 2208165 - Neseyri breyting á DSK
10.8. 2201189 - 735 - Deiliskipulag, Dalur athafnasvæði
10.9. 2208085 - Umsókn um lóð Miðdalur 18-20
10.10. 2208028 - Umsókn um lóð Heiðarvegur 730
10.11. 2209024 - Umsókn um stöðuleyfi
10.12. 2209016 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Urðarteigur 7
10.13. 2209001 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bleiksárhlíð 47
10.14. 2208107 - Framkvæmdaleyfi fyrir skógrækt
10.15. 2209029 - Æfingasvæði slökkviliðsins
10.16. 2208149 - Númeralausir bílar
10.17. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
10.18. 2209007 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs nýáætlun 2022
10.19. 2109186 - Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík
11. 2209001F - Félagsmálanefnd - 156
Fundargerð félagsmálanefndar frá 6. september lögð fram til afgreiðslu.
11.1. 2208080 - Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2023
11.4. 2208067 - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga 15. September 2022
12. 2209006F - Hafnarstjórn - 283
Fundargerð Hafnarstjórnar frá 6. september lögð fram til afgreiðslu.
12.1. 2208171 - Erindi til hafnarstjórnar vegna Breiðdalsvíkurhafnar
12.2. 2109186 - Erindi vegna bryggju og frárennslisrörs á Breiðdalsvík
12.3. 2209023 - Stormpolli á Mjóeyrarhöfn
12.4. 2209026 - Umsókn um styrk vegna viðhalds á bryggju í Viðfirði
12.5. 2101071 - Fóðurprammi sekkur við Gripalda
12.6. 2207045 - Ósk um umsögn um strandsvæðisskipulag Austfjarða
12.7. 2209012 - Ráðstefnan Lagarlíf
12.8. 2203147 - Sjávarútvegsskólinn á Austurlandi 2022
13. 2209007F - Fræðslunefnd - 114
Fundargerð fræðslunefndar frá 7. september lögð fram til afgreiðslu.
13.1. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
13.3. 2104131 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2022
13.4. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
14. 2209008F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 2
Fundargerð stjórnar menningarstofu og safnastofnunar lögð fram til afgreiðslu.
14.1. 2208081 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2023
14.2. 2206071 - Starfshópur um framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
14.3. 2203109 - Nesskóli - Tónskóli - bókasafn viðhaldsverkefni
14.4. 2207019 - Konur, draumar og brauð
14.5. 2207102 - Söguritun í Fjarðabyggð
14.6. 2207106 - Drög að stefnu um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi
14.7. 2208008 - Menningarverðlaun SSA - Óskað eftir tilnefningum 2022
14.8. 2209067 - Uppsetning sýningar um starfsemi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:40 

Til bakaPrenta