Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 115

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1 og 2,
28.09.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Birta Sæmundsdóttir varamaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Ásta Ásgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi, Gerður Ósk Oddsdóttir áheyrnarfulltrúi, Laufey Þórðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205097 - Starfs- og fjárhagsáætlun fræðslunefndar 2023
Fræðslustjóri gerði grein fyrir niðurstöðu vinnu við gerð launaáætlunar fyrir árið 2023 í fræðslumálum. Fræðslunefnd felur fræðslustjóra áframhaldandi vinnu við launaáætlun þannig að hún spegli sem best kennsluúthlutunarlíkön sveitarfélagsins.
2. 2209113 - Gjaldskrá tónlistarskóla Fjarðabyggðar 2023
Til umræðu var gjaldskrá tónlistarskóla. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
3. 2209161 - Gjaldskrá leikskóla 2023
Til umræðu var gjaldskrá leikskóla. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
4. 2209166 - Gjaldskrá húsnæðis Grunnskóla 2023
Til umræðu var gjaldskrá á húsnæði grunnskóla. Frekari umræðu frestað til næsta fundar.
5. 2209105 - Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla
Framlagt bréf um sundkennslu í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Í áætlunum stjórnenda Grunnskóla Reyðarfjarðar er gert ráð fyrir sundi eftir áramót en þá er ráðgert að viðgerð á sundlauginni verði lokið.
6. 2209175 - Erindi leikskólastjóranna um vinnutíma
Framlagt bréf leikskólastjóra í Fjarðabyggð um vinnutíma leikskólanna. Fræðslunefnd vísar bréfinu til vinnu við gerð aðgerðaráætlunar í fræðslu- og frístundastefnu. Fjarðabyggðar 2023-2025.
7. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs dróg saman helstu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni í Fjarðabyggð. Fræðslunefnd hvetur starfshóp um aðgerðaráætlun til þriggja ára í fræðslu- og frístundamálum að nýta efni úr rannsókninni sem og úr öðrum rannsóknum svo sem Skólapúlsinum og Ungu fólki.
Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf
8. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Fyrir liggur erindisbréf sviðsstjóra fjölskyldusviðs fyrir starfshóp um aðgerðaráætlun fræðslu- og frístundastefnu fyrir árin 2023-2025. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi erindisbréf.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta