Til bakaPrenta
Ungmennaráð - 10

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
13.12.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Elín Eik Guðjónsdóttir aðalmaður, Margarette B. Sveinbjörnsdóttir aðalmaður, Tinna Rut Hjartardóttir aðalmaður, Emilía Björk Ulathowska aðalmaður, Pálína Hrönn Garðarsdóttir aðalmaður, Katrín María Jónsdóttir aðalmaður, Unna Dís Guðmundsdóttir aðalmaður, Eyvör Rán Ívarsdóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Guðmunda Erlendsdóttir embættismaður, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Eyrún Inga Gunnarsdóttir, Deildarstjóri tómstunda og forvarnamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað
Ungmennaráð leggur til að umhverfis- og skipulagsnefnd íhugi fyrri staðsetningu betur. Ráðið telur að gangbraut nýtist betur neðar í götunni (sjá minnisblað). Nemendur á heimavist munu líklega ekki taka sér krók til þess að nýta sér gangbraut ofar.
2. 2303018 - Starfshópur vegna íþróttamannvirkja
Ungmennaráð skilar niðurstöðum sínum til deildarstjóra tómstunda og forvarnamála sem kemur þeim áfram á starfshópinn. Ungmennaráð óskar eftir því að vera kölluð inná fund starfshópsins.
3. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
Deildarstjóri tómstunda- og forvarnamála kynnir fyrir ungmennaráði nýjar áherslur í forvörnum fyrir árin 2024-2026. Ungmennaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir þessar áherslur.
4. 2312048 - Erindi til ungmennaráðs: v. gangbrautar yfir Austurveg á Reyðarfirði
Ungmennaráð tekur undir með yfirþroskaþjálfa Grunnskóla Reyðarfjarðar. Meðfylgjandi eru myndir af gatnamótum og önnur hugmynd af staðsetningu, unnin í sammráði við yfirþroskaþjálfa. Ungmennaráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta