| |
1. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað | Ungmennaráð leggur til að umhverfis- og skipulagsnefnd íhugi fyrri staðsetningu betur. Ráðið telur að gangbraut nýtist betur neðar í götunni (sjá minnisblað). Nemendur á heimavist munu líklega ekki taka sér krók til þess að nýta sér gangbraut ofar. | | |
|
2. 2303018 - Starfshópur vegna íþróttamannvirkja | Ungmennaráð skilar niðurstöðum sínum til deildarstjóra tómstunda og forvarnamála sem kemur þeim áfram á starfshópinn. Ungmennaráð óskar eftir því að vera kölluð inná fund starfshópsins. | | |
|
3. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024 | Deildarstjóri tómstunda- og forvarnamála kynnir fyrir ungmennaráði nýjar áherslur í forvörnum fyrir árin 2024-2026. Ungmennaráð þakkar fyrir kynninguna og samþykkir þessar áherslur. | | |
|
4. 2312048 - Erindi til ungmennaráðs: v. gangbrautar yfir Austurveg á Reyðarfirði | Ungmennaráð tekur undir með yfirþroskaþjálfa Grunnskóla Reyðarfjarðar. Meðfylgjandi eru myndir af gatnamótum og önnur hugmynd af staðsetningu, unnin í sammráði við yfirþroskaþjálfa. Ungmennaráð vísar erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar. | | |
|