| |
1. 2209105 - Sundlaug á Reyðarfirði og sundkennsla | Framlagt bréf um sundkennslu í Grunnskóla Reyðarfjarðar. Unnið er að því að taka saman uppfærðar upplýsingar um viðhaldsframkvæmdina við sundlaugarkerið en tímasetningar liggja ekki fyrir um opnun á nýju íþróttahúsi. Bæjarráð sér ekkert því til fyrirstöðu að sundkennsla fari fram í haust á Eskifirði og vísar erindi þar um til fræðslunefndar. | Erindi til bæjarstjórnar og fræðslunefndar.pdf | | |
|
2. 2209110 - Lystigarðurinn í Neskaupstað | Framlagt bréf frá Lystigarðsnefnd Kvenfélagsins Nönnu í Neskaupstað um lystigarðinn í Neskaupstað. Erindi vísað til umhverfis- og skipulagsnefndar. Sviðsstjóra framkvæmdasviðs, garðyrkjustjóra og skipulags- og umhverfisfulltrúa er falið að funda með lystigarðsnefndinni.
| bréf til bæjarráðs.pdf | | |
|
3. 2209128 - Vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála. | Framlagt tölvupóstur frá Austurbrú vegna vettvangsferðar til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála. Bæjarráð samþykkir að taka þátt í kynnisferðinni.Tekið fyrir á næsta fundi bæjarráðs.
| Vettvangsferð til Danmerkur á vegum Íslandsstofu vegna vindorkumála.pdf | | |
|
4. 2203199 - Tjaldsvæði 2022 | Framlagt minnisblað frá atvinnu- og þróunarstjóra um samkomulag við rekstraraðila tjaldsvæðisins á Breiðdalsvík vegna tafa á afhendingu þjónustuhúss samkvæmt leigusamningi. Bæjarráð samþykkir að gengið sé frá samkomulaginu og er bæjarstjóra falin undirritun samkomulagsins. | | |
|
5. 2208049 - Umsókn um lán frá Ofanflóðasjóði 2022 | Lagt fram skuldabéf við Ofanflóðasjóð að fjárhæð 21.154.206 krónur til samþykktar. Skuldabréfið er í samræmi við þegar samþykkta lánsumsókn í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir skuldabréfið fyrir sitt leyti og vísar því til staðfestingar bæjarstjórnar.
| | |
|
6. 2209011 - Samningur um skoðun á uppbyggingu græns orkugarðs í Fjarðabyggð - Trúnaðarmál | Lagt fram minnisblað bæjar- og fjármálastjóra um grænan orkugarð ásamt drögum að samningi við KPMG um vinnu að skilgreiningu og undibúningi að stofnun þróunarfélags um grænan orkugarð í Fjarðabyggð ásamt tillögu að verkefnalýsingu. Bæjarráð samþykkir að farið verði í vinnu við verkefni um grænan orkugarð með KPMG ráðgjöf og felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að ganga frá samningi þar um. Jafnframt er settur upp vinnuhópur vegna verkefnisins sem í eru bæjarstjóri, atvinnu- og þróunarstjóri, verkefnisstjóri hafna og fjármálastjóri.
| | |
|
7. 2108124 - Grænn orkugarður á Reyðarfirði - drög að lóðarleigusamningi - Trúnaðarmál | Lögð fram sem trúnaðarmál drög að lóðarleigusamningi við Copenhaagen Infrasturucture Partners um lóð undir iðnaðarstarfsemi í Reyðarfirði ásamt athugasemdum frá lögmanni Fjarðabyggðar. Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir bæjarráð að nýju. | | |
|
8. 2208148 - Bréf frá Uxavog ehf vegna úthlutunar lóða við Sæbakka | Framlögð drög að svari við bréfi Sigurðar Steins Einarssonar f.h. Uxavogs vegna lóðaúthlutunar á lóð við Sæbakka. Bæjarráð samþykkir svarbréfið. | | |
|
9. 2209099 - Ráðningar í störf | Framlagt minnisblað bæjarstjóra vegna fyrirkomulags um ráðningar í störf hjá Fjarðabyggð. Bæjarráð samþykkir tillögu bæjarstjóra. Ragnar Sigurðsson situr hjá. | Ráðningar í störf.pdf | | |
|
| |
10. 2209009F - Mannvirkja- og veitunefnd - 3 | Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 7. september lögð fram til afgreiðslu. | 10.1. 2208082 - Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023 | 10.2. 2208146 - Rekstrarform Hitaveitu Fjarðabyggðar | 10.3. 2208075 - Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2021 | 10.4. 2002002 - Álagning vatnsgjalds - breytt aðferð álagningar | 10.5. 2208076 - Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2021 | 10.6. 2207109 - Fráveitustyrkir - Fjarðabyggð | 10.7. 2208086 - Bréf frá íbúasamtökum Stöðvarfjarðar | 10.8. 2209018 - Björgunnarhringir við vötn í Fjarðabyggð | 10.9. 2209034 - Mannvirkja- og veitunefnd | | |
|
11. 2209015F - Mannvirkja- og veitunefnd - 4 | Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 12. september lögð fram til afgreiðslu. | 11.1. 2209100 - Umsókn til Orkusjóðs styrkur varnadælur grunnskóli Breiðdalsvík | 11.2. 2208082 - Starfs- og fjárhagsáætlun Mannvirkja- og veitunefndar 2023 | 11.3. 2209106 - Minnisblað vegna tillögu að breytingu á reikningagerð Hitaveitu Fjarðabyggðar | | |
|
12. 2209013F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 104 | Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar 12. september 2022 tekin til afgreiðslu. | 12.1. 2206075 - Fundaáætlun íþrótta- og tómstundanefndar vetur 2022 | 12.2. 2209008 - Reglur 2022 | 12.3. 2208078 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundanefndar 2023 | 12.4. 2209097 - Umsókn Hattar að frístundastyrk Fjarðabyggðar | 12.5. 2209091 - Beiðni Austra um aðgengi ungmenna að líkamsrækt. | 12.6. 2209096 - Samstarf Fjarðabyggðar og Austra með leiðbeiningar í líkamsrækt Eskifjarðar | 12.7. 2204140 - Íþrótta- og tómstundasvið rekstur 2022 | | |
|