Til bakaPrenta
Bæjarráð - 823

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
20.11.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2311106 - Veikindalaun 2023
Framlögð greinargerð ásamt tillögu um fjármögnun veikindalauna á fyrstu 10 mánuðum ársins 2023.
Bæjarráð vísar tillögu um ráðstöfun á fjármagni til veikindalaun til gerðar viðauka.
2. 2311104 - Fjárhagsáætlun 2023 - viðauki 4
Framlögð tillaga að viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar á árinu 2023.
Bæjarráð samþykkir viðauka fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
3. 2305047 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
Vísað frá íþrótta- og tómstundanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu að starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar.
4. 2309168 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs tillögu um breytingu á gjaldskrá stuðningsþjónustu með þeim breytingum sem samþykktar voru í starfs- og fjárhagsáætlun fyrir árið 2024.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána og tekur hún gildi frá 1. janúar 2024.
Garðsláttur 2024.pdf
5. 2305070 - Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs starfs- og fjárhagsáætlun nefndarinnar með tillögu að breytingum á tekjuhlið barnaverndarþjónustu.
Vísað til fjárhagsáætlunargerðar 2024.
6. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Farið yfir breytingar á fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar árin 2024-2027 fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn 30.11.2023.
Fram lagt og kynnt.
Þjóðhagsspá í Nóvember 2023.pdf
7. 2302095 - Umsókn um stofnframlög á árinu 2023
Lagðar fram til afgreiðslu tvær umsóknir um stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna á Reyðarfirði og Neskaupstað í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sbr. samþykkt bæjarráðs frá 9. október 2023. Stofnunin óskar eftir staðfestingu Fjarðabyggðar um úthlutun á stofnframlagi til verkefnanna.
Bæjarráð staðfestir framlög Fjarðabyggðar til verkefna og felur bæjarstjóra undirritun staðfestinga.
8. 2309191 - Vinnustaðagreining 2023
Framlagðar til kynningar niðurstöður vinnustaðagreiningar fyrir stofnanir Fjarðabyggðar ásamt minnisblaði.
9. 2311127 - Efling dreifbýlis
Framlögð til kynningar samantekt frá íbúafundi Austurbrúar vegna verkefnsins Vatnaskil sem er verkefni um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk. Að baki verkefninu standa Samband sveitarfélaga á Austurlandi, Búnaðarsamband Austurlands og Félag ungra bænda á Austurlandi.
vatnaskil_samantekt.pdf
10. 2305168 - Til umsagnar 497. frumvarp til laga um breytingu á kosningalögummál (kosningaaldur)
Vísað frá ungmennaráði til kynningar í bæjarráði niðurstöðu þess um breytingu á kosningalögum. Ungmennaráð telur að ef það eigi að lækka kosningaaldurinn sé mikilvægt að kynna fyrir öllum 16-18 ára hvað felst í því að kjósa og hvað þarf að hafa í huga. Þó velta þau fyrir sér hvort fólk á þessum aldri séu komin með þroska til að taka þátt í kosningum.
11. 2311138 - Til umsagnar 468. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Framlagt til kynningar Þingskjal 509, 468. mál. stjórnarfrumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).
0509.pdf
12. 2311132 - Til umsagnar 478. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis
Framlagt til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, 478. mál.
Framlagt til kynningar.
0526.pdf
Þingskjal 526 478 mál.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
13. 2311010F - Félagsmálanefnd - 172
Fundargerð félagsmálanefndar frá 14. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
13.1. 2309168 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024
13.3. 2311096 - Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
13.4. 2311011 - Barnvænt sveitarfélag yfirlýsing
14. 2311012F - Félagsmálanefnd - 173
Fundargerð félagsmálanefndar frá 17. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
14.1. 2305070 - Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
15. 2311008F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 127
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 13. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.1. 2311011 - Barnvænt sveitarfélag yfirlýsing
15.2. 2305047 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
15.3. 2310033F - Ungmennaráð - 8
15. 2310033F - Ungmennaráð - 8
Fundargerð ungmennaráðs frá 1. nóvember lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.1. 2301116 - Erindisbréf ungmennaráðs
15.2. 2309190 - Fundaáætlun ungmennaráðs haust 2023
15.3. 1806053 - Snjalltækjavæðing og reglur um snjalltæki í grunnskólum Fjarðabyggðar
15.4. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað
15.5. 2310194 - Skólamatur í Fjarðabyggð - athugasemdir ungmennaráðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:50 

Til bakaPrenta