Til bakaPrenta
Bæjarráð - 759

Haldinn í Molanum fundarherbergi 3,
25.07.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1905130 - Samstarfsvettvangur sveitarfélaganna fyrir heimsmarkmið um sjálfbæra þróun og loftslagsmál
Framlagt bréf Sambands íslenskra sveitarfélag þar sem boðað er til upplýsinga- og samráðsfundar 31. ágúst nk. milli kl 08:00 og 09:00 á Teams þar sem farið verður yfir framgang og stöðu innleiðingu heimsmarkmiðanna hjá sveitarfélögum sem ákváðu þátttöku í þeim 2021. Fundurinn er ætlaður til að upplýsa nýkjörna fulltrúa sem og þá sem komið hafa að vinnu við innleiðinguna sem og að halda áfram samstarfi um hana.
Bæjarráð samþykkir að bæjarstjórn fái boð um að setja fundinn ásamt skipulags- og umhverfisfulltrúa.
anna_220712-134819-49.pdf
2. 2207084 - Fyrirspurn um framtíð tjaldsvæðis á Stöðvarfirði
Framlögð fyrirspurn Íbúasamtaka á Stöðvarfirði um framtíð tjaldsvæðisins á Stöðvarfirði.
Bæjarráð tekur undir sjónarmið íbúasamtakanna varðandi mótun stefnu um framtíð tjaldsvæðisins. Erindi Íbúasamtakanna um staðsetningu tjaldsvæðis á íþróttavellinum á Stöðvarfirði vísað til mannvirkja- og veitunefndar til umfjöllunar og kostnaðargreiningar.
Til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.pdf
3. 2207101 - Meint vanhæfi formanns umhverfis- og skipulagsnefndar
Þuríður Lillý Sigurðardóttir vék af fundið við umfjöllun og afgreiðslu dagskrárliðar.
Framlagt erindi Ívars Ingimarssonar um meint vanhæfi formanns umhverfis- og skipulagsnefndar vegna umfjöllunar um erindi hans vegna ágangs sauðfjár í Stöðvarfirði.
Bæjarráð telur að engar forsendur séu fyrir vanhæfi.
4. 2207068 - Rammasamningur um aukið framboð íbúða 2023-2032
Lagður fram til kynningar rammasamningur um húsnæðismál milli Innviðaráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Húnæðis- og mannvirkjastofnunar.
Bæjarráð samþykkir að skipaður verði starfshópur á grundvelli erindisbréfs og vinni upplýsingar vegna rammasamnings um húsnæðismálin. Erindisbréf lagt fyrir á næsta fundi bæjarráðs ásamt því að starfshópurinn verður skipaður.
Rammasamningur HMS tölvupóstur.pdf
Rammasamningur IRN Samband HMS - undirritað.pdf
5. 2204062 - Rekstur málaflokka 2022 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur málaflokka og framkvæmdir fyrir janúar - maí og skatttekjur og launakostnað fyrir janúar - júní 2022
6. 2207107 - Styrkumsókn - Regnbogahátíð Hinsegin Austurlands
Framlögð beiðni frá Regnbogahátíð Hinsegin Austurlands um fjárframlag til hátíðarinnar.
Bæjarráð samþykkir að veita 100.000 kr. styrk til hátíðarinnar, tekið af liðnum óráðstafað 21-690.
styrkumsókn - Regnbogahátíð Hinsegin Austurlands.pdf
Fundargerð
7. 2207004F - Mannvirkja- og veitunefnd - 2
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 11. júlí tekin til umfjöllunar og fullnaðarafgreiðslu.
Bæjarráð staðfestir fundargerð mannvirkja- og veitunefndar í umboði bæjarstjórnar sem fól bæjarráði fullnaðarumboð til afgreiðslu mála meðan á sumarleyfi hennar stendur.
7.1. 2001140 - Fjarðabyggðarhöll - ástand og aðgerðir
7.2. 2101055 - Íþróttahús Reyðarfirði - nýbygging 2021
7.3. 2202061 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta