Til bakaPrenta
Fjölskyldunefnd - 11

Haldinn í Búðareyri 2 fundarherbergi 2,
09.09.2024 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Pálína Margeirsdóttir varaformaður, Tinna Hrönn Smáradóttir aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Birta Sæmundsdóttir aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir .
Fundargerð ritaði: Anna Marín Þórarinsdóttir, stjórnandi fræðslumála og skólaþjónstustu


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2408087 - Staðan á skólum við upphaf skólaársins 2024-2025
Farið var yfir stöðu í skólum Fjarðabyggðar við upphaf á nýju skólaári 2024-2025. Áfram er unnið að því að auglýsa og manna lausar stöður.
 
Gestir
Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00
3. 2408052 - Trappa
Fjölskyldunefnd vísar kostnaði vegna sérfræðiþjónustu talmeinafræðinga til gerðar viðauka gagnvart yfirstandandi ári. Jafnframt samþykkir fjölskyldunefnd fyrirliggjandi samning og felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga frá undirritun hans.
 
Gestir
Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00
4. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025
Fjölskyldunefnd hefur fjallað um bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2025. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
5. 2408086 - Kaup á tölvum fyrir nemendur grunnskólanna
Fjölskyldunefnd vísar endurnýjun á tölvu- og tækjakaupum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025. Málið tekið fyrir að nýju við gerð fjárhagsáætlunar.
 
Gestir
Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00
Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00
6. 2407021 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Kynning á framlögum vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða sveitarfélaga.
7. 2405176 - Íþróttavika Evrópu 23-30. september 2024
Stjórnanda íþrótta- og tómstundamála er falið að hafa samband við öll íþróttafélög í Fjarðabyggð til kynna verkefni og hvetja til þátttöku þeirra.
8. 2406046 - Farsældarráð Austurlands
Fjölskyldunefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í farsældarráði Austurlands.
Samhæfð svæðaskipan - næstu skref 30.04.24_SI.pdf
9. 2404072 - Kuldaboli 2024
Fjölskyldunefnd leggur til að starfsfólk félagsmiðstöðva kanni afstöðu forráðamanna til þess að taka þátt í viðburðinum með því að annast gæslu á meðan á næturgistingu stendur. Jafnframt er lagt til að gisting á meðan Kuldabola stendur sé færð yfir í íþróttahúsið á Reyðarfirði og ekki verði gist í tjöldum. Breytt tilhögun er tilkomin vegna kröfu um auknar öryggisráðstafanir. Ekki verður hægt að halda Kuldabola með næturgistingu án aðkomu forráðamanna.

10. 2408033 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024
Tekið fyrir umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk. Málinu vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs og henni falið að klára beiðnina.
11. 2409008 - Segulspjöld með útivistareglum
Fjölskyldunefnd þakkar kynningu á segulspjöldum með útivistartíma barna.
12. 2409019 - Náttúruskólinn
Stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu falið að skoða málið nánar og koma með tillögu að útfærslu.
13. 2409020 - Skóla-styrkleikar
Fjölskyldunefnd vísar skólastyrkleikunum til umsagnar hjá skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð. Nefndin óskar eftir afstöðu skólanna um hvort að þeir vilja taka þátt og þá með hvaða hætti það yrði gert.
14. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu leggur fram til kynningar samninga um akstur skólabarna úr dreifbýli. Fjölskyldunefnd samþykkir gerða samninga.
Almenn mál - umsagnir og vísanir
15. 2408081 - Samtal um tónlistarskóla - breytingar til umsagnar
Fjölskyldunefnd vísar umsagnarbeiðni til tónlistarskólastjóra Fjarðabyggðar.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta