| |
1. 2408087 - Staðan á skólum við upphaf skólaársins 2024-2025 | Farið var yfir stöðu í skólum Fjarðabyggðar við upphaf á nýju skólaári 2024-2025. Áfram er unnið að því að auglýsa og manna lausar stöður. | | | Gestir | Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00 | Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00 | |
|
3. 2408052 - Trappa | Fjölskyldunefnd vísar kostnaði vegna sérfræðiþjónustu talmeinafræðinga til gerðar viðauka gagnvart yfirstandandi ári. Jafnframt samþykkir fjölskyldunefnd fyrirliggjandi samning og felur stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu að ganga frá undirritun hans. | | | Gestir | Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00 | Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00 | |
|
4. 2404222 - Starfs- og fjárhagsáætlun fjölskyldunefndar 2025 | Fjölskyldunefnd hefur fjallað um bréf fjármálastjóra um úthlutun bæjarráðs á fjárhagsramma nefndarinnar fyrir árið 2025. Vísað til áframhaldandi vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. | | |
|
5. 2408086 - Kaup á tölvum fyrir nemendur grunnskólanna | Fjölskyldunefnd vísar endurnýjun á tölvu- og tækjakaupum til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2025. Málið tekið fyrir að nýju við gerð fjárhagsáætlunar.
| | | Gestir | Lísa Lotta Björnsdóttir - 00:00 | Ásta Ásgeirsdóttir - 00:00 | |
|
6. 2407021 - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir | Kynning á framlögum vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða sveitarfélaga. | | |
|
7. 2405176 - Íþróttavika Evrópu 23-30. september 2024 | Stjórnanda íþrótta- og tómstundamála er falið að hafa samband við öll íþróttafélög í Fjarðabyggð til kynna verkefni og hvetja til þátttöku þeirra. | | |
|
8. 2406046 - Farsældarráð Austurlands | Fjölskyldunefnd lýsir sig reiðubúna til að taka þátt í farsældarráði Austurlands. | Samhæfð svæðaskipan - næstu skref 30.04.24_SI.pdf | | |
|
9. 2404072 - Kuldaboli 2024 | Fjölskyldunefnd leggur til að starfsfólk félagsmiðstöðva kanni afstöðu forráðamanna til þess að taka þátt í viðburðinum með því að annast gæslu á meðan á næturgistingu stendur. Jafnframt er lagt til að gisting á meðan Kuldabola stendur sé færð yfir í íþróttahúsið á Reyðarfirði og ekki verði gist í tjöldum. Breytt tilhögun er tilkomin vegna kröfu um auknar öryggisráðstafanir. Ekki verður hægt að halda Kuldabola með næturgistingu án aðkomu forráðamanna.
| | |
|
10. 2408033 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024 | Tekið fyrir umsókn Kvennaathvarfsins um rekstrarstyrk. Málinu vísað til sviðsstjóra fjölskyldusviðs og henni falið að klára beiðnina. | | |
|
11. 2409008 - Segulspjöld með útivistareglum | Fjölskyldunefnd þakkar kynningu á segulspjöldum með útivistartíma barna. | | |
|
12. 2409019 - Náttúruskólinn | Stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu falið að skoða málið nánar og koma með tillögu að útfærslu. | | |
|
13. 2409020 - Skóla-styrkleikar | Fjölskyldunefnd vísar skólastyrkleikunum til umsagnar hjá skólastjórum grunnskólanna í Fjarðabyggð. Nefndin óskar eftir afstöðu skólanna um hvort að þeir vilja taka þátt og þá með hvaða hætti það yrði gert. | | |
|
14. 2405019 - Reglur um skólaakstur í grunnskólum Fjarðabyggðar | Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu leggur fram til kynningar samninga um akstur skólabarna úr dreifbýli. Fjölskyldunefnd samþykkir gerða samninga. | | |
|
| |
15. 2408081 - Samtal um tónlistarskóla - breytingar til umsagnar | Fjölskyldunefnd vísar umsagnarbeiðni til tónlistarskólastjóra Fjarðabyggðar. | | |
|