Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 315

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
02.09.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Heimir Snær Gylfason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Benedikt Jónsson varamaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri
Svanur Freyr Árnason, sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs sat dagskrárliði 1-5


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda í samhengi við fjárfestingaáætlun ársins.
2. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir málin varðandi framkvæmdir við Frystihússbryggjuna á Eskifirði. Vísað til fjárhagsáætlunargerðar og frekari útfærslu.
3. 2408142 - Úttekt Samgöngustofu 2024
Samgöngustofa gerði úttekt í Fjarðabyggðarhöfnum í sumar. Farið yfir málin varðandi hafnarvernd. Hafnarstjórn felur starfsmönnum Fjarðabyggðarhafna að framfylgja úrbótaáætlun sem skilað hefur verið til Samgöngustofu og vera í samskiptum við Samgöngustofu í tengslum við það.
4. 2206100 - Öryggismál hafna
Farið yfir það sem framundan er í úrbótum öryggismála á Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna að vinna áfram að úrbótum á öryggismálum hafna Fjarðabyggðar.
5. 2404220 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2025
Áframhaldandi umræða um starfs- og fjárhagsáætlun Fjarðabyggðarhafna fyrir árið 2025. Hafnarstjórn felur starfsmönnum að vinna að útfærslu fjárhagsáætlunar á grundvelli umræðna á fundinum og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju.
6. 2408150 - Ósk um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn
Lögð fram ósk N1 um olíuafgreiðslu á Reyðarfjarðarhöfn. Hafnarstjórn samþykkir að N1 fái heimild til að skoða útfærslur á staðsetningu í samræmi við aðra olíuafgreiðslu á höfninni.
7. 2408149 - Ósk um olíuafgreiðslu fyrir vinnuvélar á Eskifjarðarhöfn
Lögð fram ósk N1 um uppsetningu dælu til afgreiðslu olíu á vinnuvélar úr tanki fyrirtækisins á Eskifjarðarhöfn. Ekki er hægt að verða við erindinu og felur hafnarstjórn verkefnastjóra hafna að svara N1.
8. 2407085 - Drög að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla - Umsagnarferli
Vísað frá bæjarráði til hafnarstjórnar umsögn vegna draga að breytingu á reglugerð nr. 745/2016 um vigtun og skráningu sjávarafla sem liggur í samráðsgátt. Umsagnarfrestur er til 15.ágúst næstkomandi. Bæjarráð fól hafnarstjóra í samráði við hafnarstjórn að yfirfara drögin og veita umsögn vegna málsins. Hafnarstjórn samþykkir umsögn.
Reglugerð 0745-2016 (null).pdf
Rg.. 12. br. á rg. nr. 745 2016 um vigtun og skráningu sjávarafla samráðsgátt.pdf
9. 2406086 - Umsókn vegna endurnýjunar hafnsögumannsskírteinis
Lögð fram til kynningar umsögn vegna umsóknar Árna Bergþórs Kjartanssonar um endurnýjun hafnsögumannsskírteinis í Fjarðabyggðarhöfnum. Hafnarstjórn samþykkir umsögnina.
10. 2407013 - Styrkumsókn - Útsæði 2024
Lögð fram styrkumsókn frá Útsæði - bæjarhátíð á Eskifirði. Hafnarstjórn samþykkir hefðbundinn styrk.
11. 2407071 - Umsókn um styrk vegna Neistaflugs 2024
Framlögð styrkbeiðni vegna bæjarhátíðarinnar Neistaflugs 2024. Hafnarstjórn samþykkir hefðbundinn styrk.
Fundargerðir til kynningar
12. 2402027 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024
Lögð fram til kynningar fundargerð 464. fundar Hafnasambands Íslands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta