Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 116

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
05.04.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Arndís Bára Pétursdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Kristinn Magnússon aðalmaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Magnús Árni Gunnarsson, Deildarstjóri íþróttamála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303428 - Vallavinnusamningur 2023-2025
Íþrótta- og tómstundanefnd biður deildarstjóra íþróttamála að vinna samninginn áfram á þann veg að honum sé skipt sanngjarnt á milli FHL og KFA og að samningurinn sé til eins árs.
Nefndin ásamt deildarstjóra íþróttamála munu skoða forsendur samningsins fyrir næsta fjárhagsár.
2. 2304032 - Skátafélagið Farfuglar óska eftir að fá aðgang í frístundastyrki Fjarðabyggðar
Íþrótta- og tómstundanefnd samþykkir beiðni Farfugla.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:15 

Til bakaPrenta