Til bakaPrenta
Mannvirkja- og veitunefnd - 21

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
18.10.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Elís Pétur Elísson varaformaður, Pálína Margeirsdóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Árnason, Sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
Sviðsstjóri kynnti tillögur að starfs- og fjárhagsáætlun á sviði nefndrinnar fyrir árið 2024 ásamt fjárfestingaráætlun fyrir árið. Mannvirkja- og veitunefnd felur sviðsstjóra að útfæra fjárhagsáætlun nefndarinnar í samræmi við umræður á fundinum og vísað til endanlegrar ákvörðunar bæjarráðs.
2. 2203163 - Römpum upp Ísland
Mannvirkja- og veitunefnd tekur vel í erindið og felur aðgengisfulltrúa sveitafélagsins að vinna málið áfram og leggja fyrir að nýju.
3. 2203199 - Tjaldsvæði 2022
Lagt fram til samþykktar afmörkun landssvæði fyrir tjaldsvæði til söluferlis í Fjarðabyggð. mannvirkja- og veitunefnd samþykkir staðsetningu á framlögðu minnisblaði og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
4. 2309152 - Gjaldskrá fráveitu 2024
Gjaldskrá fráveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar.
Gjaldskrá fráveitu Fjarðabyggðar 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fráveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
5. 2309167 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024
Gjaldskrá vatnsveitu fyrir árið 2024 lögð fram til umræðu ásamt minnisblaði sviðsstjóra. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá vatnsveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
6. 2309155 - Gjaldskrá hitaveitu 2024
Gjaldskrá hitaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá hitaveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs.
7. 2309099 - Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
Gjaldskrá fjarvarmaveitu 2024 lögð fram til umfjöllunar. Mannvirkja- og veitunefnd samþykkir fyrir sitt leyti gjaldskrá fjarvarmaveitu sem taki gildi 1.1.2024 og vísar gjaldskránni til afgreiðslu bæjarráðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:30 

Til bakaPrenta