Til bakaPrenta
Umhverfis- og skipulagsnefnd - 2

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
04.07.2022 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Esther Ösp Gunnarsdóttir varaformaður, Birkir Snær Guðjónsson aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Heimir Snær Gylfason aðalmaður, Marinó Stefánsson embættismaður, Jörgen Sveinn Þorvarðarson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Marinó Stefánsson, Sviðsstjóri framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205084 - 740 Sæbakki 19 og 21 - Umsókn um lóð
Grenndarkynningu vegna sameiningu lóða nr 19-21 við Sæbakka í eina lóð er liðinn. Athugasemdir bárust vegna fyrirhugaðar sameiningu lóðanna og lóðarúthlutunar og byggingar þar. Umhverfis- og skipulagsnefnd telur að athugasemdir er bárust séu ekki þess eðlis að hafna beri sameiningu lóðanna 19 og 21 við Sæbakka í eina lóð og samþykkir því sameiningu lóðanna fyrir sitt leiti. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til Búðinga ehf og vísar til endanlegrar afgreiðslu bæjarráðs.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri - 00:00
2. 2203063 - 740 Naustahvammur 54 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Heimis Snæs Gylfasonar, dagsett 9. mars 2022, þar sem sótt er um lóðina við Naustahvamm 54 undir atvinnuhúsnæði. Jafnframt lögð fram drög að lóðarblaði með breyttri stærð lóðar. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti breytingu á lóðarblaði og að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
3. 2206062 - Hafnarbraut 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Nestaks ehf, dagsett 15. júní 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu sem er 197,4 m2 parhús á lóð við Hafnarbraut 15 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri - 00:00
4. 2205253 - 750 Hafnargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi, byggja anddyri
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Loðnuvinnslunnar hf, dagsett 20. maí 2022, þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu sem er 30,3 m2 anddyri á lóð við Hafnargötu 5 á Fáskrúðsfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
5. 2206125 - 740 - Umsókn um lóð Hafnarbraut 36 til 38
Lögð fram lóðarumsókn Hrafnshóls ehf dagsett 29 júní 2022, þar er sótt um lóðir við Hafnarbraut 36 og 38, Norðfirði. Sótt er um leyfi til byggja tvö fjölbýlishús, með átta íbúðum hvort, samtals 16 íbúðir.
Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðunum og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
Bæjarfulltrúi sjálfstæðisflokksins gerir athugasemdir við úthlutun lóðanna þar sem þær eru á hættusvæði jafnframt er gerð athugasemd við kynningarferli á lausum lóðum á hættusvæði.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri - 00:00
6. 2205189 - 730 Melbrekka 7 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Orteka ehf, dagsett 16. maí 2022, þar sem sótt er um lóðina Melbrekku 7 undir einbýlishús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
7. 2205191 - 730 Melbrekka 9 - Umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Orteka ehf, dagsett 16. maí 2022, þar sem sótt er um lóðina Melbrekku 9 undir einbýlishús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
8. 2207007 - Bleiksárhlíð 56 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Lögð fram umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Eskju hf, dagsett 1. júlí 2022, þar sem sótt er um breytingu á notkun úr hjúkrunarheimili yfir í verbúð. Jafnframt er sótt um leyfi til breytinga innanhúss sem fela í sér fjölgun gistirýma úr 18 í allt að 37. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
9. 2207012 - 740 Þiljuvellir Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn frá Síldarvinnslunni hf, dagsett 1. júlí 2022, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar og endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar að Þiljuvöllum 4 á Norðfirði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að stækka lóðina og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
10. 2205203 - 740 Sólbakki 2-6, umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn AMC wave ehf, dagsett 17. maí 2022, þar sem sótt er um lóðina við Sólbakka 2-6 undir raðhús. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir, fyrir sitt leyti, að úthluta lóðinni og vísar umsókninni til bæjarráðs til endanlegrar afgreiðslu.
11. 2205266 - 740 Blómsturvellir 36 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi
Lögð fram umsókn Deirdre Anne Kresfelder, dagsett 24. maí 2022, þar sem óskað er eftir endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar að Blómstuvöllum 36 á Norðfirði. Lögð fram tillaga að lóðarblaði. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
12. 2109139 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi vegna efnistöku í Björgunum í Reyðarfirði
Tekin fyrir að nýju umsókn GYG ehf fyrir hönd óstofnaðs fyrirtækis þar sem óskað er eftir að fyrirtækið verði rétthafi í námu sem staðsett verður við Björgin vestan Mjóeyrarhafnar í Reyðarfirði. umhverfis- og skipulagsnefnd hafnar umsókn GYG ehf þar sem náman verður nýtt af Fjarðabyggð og Fjarðabyggðarhöfnum í þær miklu framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru. Byggingarfulltrúa falið að svara erindinu.
13. 2206123 - 750 - Umsókn um framkvæmdaleyfi Eyri náma
Sótt er um framkvæmdarleyfi til efnistöku úr malarnámu við Eyri merkt samkvæmt Aðalskipulagi E 35. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir umsóknina og felur byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi er tilskildum gögnum hefur verið skilað.
14. 1908051 - Lausaganga sauðfjár í Stöðvarfirði
Fram lagt erindi frá Ívari Ingimarssyni um lausagöngu búfjár í Stöðvarfirði.
Umhverfis- og skipulagsnefnd hefur móttekið erindið en mun ekki aðhafast frekar vegna málsins.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri - 00:00
15. 2112033 - Umsóknir í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022
Lagðar fram til kynningar niðurstöður umsókna í Framkvæmdasjóð Ferðamannastaða 2022. Umhverfis- og skipulagsnefnd fagnar úthlutun styrkjanna og felur sviðstjóra framkvæmdasviðs að vinna málið áfram.
16. 2207003 - Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland
Umhverfis- og skipulgsnefnd fagnar erindi frá Austurbrú um gerð sameiginlegrar svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs fyrir Austurland. Samhliða er óskað eftir því að sveitarfélögin skipi hvert um sig tvo fulltrúa í faghóp/verkefnisstjórn sem fylgir verkefninu eftir. Lagt er upp með að annar fulltrúinn gæti verið fulltrúi í þeirri fagnefnd sveitarfélagsins sem fer með málefni úrgangsmála og hringrásahagkerfis og hinn fulltrúinn gæti verið starfsmaður sem sinnir málaflokknum.
17. 2206132 - Ársfundur náttúruverndarnefnda
Lagt fram til kynningar fundarboð á ársfund náttúruverndarnefnda sem haldinn verður þann 10. nóvember næstkomandi. Umhverfis- og skipulagsnefnd felur skipulags- og umhverfisfulltrúa að sækja fundinn.
18. 2206094 - Endurskoðun samþykktar um bygginganefnd í Fjarðabyggð
Vísað frá bæjarráði til kynningar umhverfis- og skipulagsnefndar drögum að uppfærðri samþykkt um bygginganefnd í Fjarðabyggð vegna breytinga á samþykktum sveitarfélagsins. Samþykktin var upphaflega samþykkt árið 2013, 820/2013.
B_nr_820_2013.pdf
Samþykkt um bygginganefnd 2022.pdf
20. 2204117 - 755 Sævarendi 2 - Beiðni um stækkun lóðar og framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Malbikunarstöð Austurlands ehf, dagsett 20. apríl 2022, þar sem óskað er eftir stækkun lóðar og endurnýjun lóðarleigusamnings lóðar að Sævarenda 2 á Stöðvarfirði. Fram hefur farið grenndarkynning og einnig hefur farið fram fornleifaskráning á svæðinu. Umhverfis- og skipulagsnefnd samþykkir að stækka lóðina og að lóðarleigusamningur verði endurnýjaður.
 
Gestir
Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri - 00:00
Fundargerðir til kynningar
19. 2202061 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
lögð fram til kynningar Fundargerð 168. fundar Heilbrigðisnefndar Austurlands
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:45 

Til bakaPrenta