| |
1. 2009216 - Rex NS 3 endurgerð og ástandsmat | Lagt fyrir að nýju. Á 303. fundi hafnarstjórnar var hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna falið að ræða við Guðmund Guðlaugsson vegna erindis hans og leggja fyrir hafnarstjórn. Hafnarstjórn samþykkir flutning á Rex til endurbóta á grundvelli tilboðs Guðmundar. | | |
|
2. 2204049 - Beiðni um nýja flotbryggju | Lagt fyrir að nýju. Á 277. fundi hafnarstjórnar var tekið fyrir erindi frá Siglingaklúbbi Austurlands vegna flotbryggju við aðstöðu klúbbsins á Eskifirði og var framkvæmdasviði falið að skoða mögulegar lausnir og leggja fyrir hafnarstjórn að nýju. Hafnarstjórn samþykkir tilboð Guðmundar Guðlaugssonar í gerð flotbryggju. | | |
|
3. 2310174 - Framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafstrengs í jörð | Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og skipulagsnefnd tók á 39. fundi sínum fyrir ósk Rarik um leyfi fyrir lagningu 11 kV rafstrengs í jörð frá aðveitustöð í Eskifirði að Mjóeyrarhöfn og hefur falið umhverfis- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. | | |
|
4. 2311220 - Sérstakt strandveiðigjald til hafna 2023 | Tilkynning frá Fiskistofu um greiðslu strandveiðigjalds til hafna lögð fram til kynningar. | | |
|
| |
5. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023 | Lögð fram til kynningar fundargerð 458. fundar Hafnasambands Íslands | | |
|