Til bakaPrenta
Bæjarráð - 789

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
20.03.2023 og hófst hann kl. 09:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2212099 - Ársreikningur Fjarðabyggðar árið 2022
Kynnt drög að ársreikningi Fjarðabyggðar fyrir árið 2022. Endurskoðendur
Fjarðabyggðar sátu fundinn í fjarfundi og gerðu grein fyrir vinnu sinni.
Ársreikningur verður tekin til umfjöllunar á næsta fundi bæjarráðs.
 
Gestir
Sigurjón Arnarson endurskoðandi - 00:00
Magnús Jónsson endurskoðandi - 00:00
2. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit yfir rekstur Fjarðabyggðar í janúar auk skatttekna og launakostnaðar í janúar - febrúar 2023.
3. 2303164 - Vinnustaðagreining 2022
Framlagðar niðurstöður vinnustaðagreiningar sem Gallup framkvæmdi í lok árs 2022 sem trúnaðarmál.
4. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Framlögð til kynningar drög að kostnaðaráætlun vegna uppbyggingar bragga á safnasvæði Íslenska Stríðsárasafnsins.
Vísað til stjórnar menningar- og safnastofnunar.

5. 2303171 - Samstarfsyfirlýsing um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð Brák, Fjarðabyggð og Búðingar 2023
Framlögð samstarfsyfirlýsing Fjarðabyggðar við Brák íbúaðfélag og Búðinga um uppbyggingu leiguhúsnæðis í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir samstarfsyfirlýsinguna.
6. 2303120 - Breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga - í samráðsgátt
Framlagðar til kynningar úr samráðsgátt fyrirhugaðar breytingar á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélag. Umsagnarfrestur er til 27. mars nk.
7. 2303118 - Erindi frá UMF Leikni mars 2023
Framlagt erindi frá Ungmennafélaginu Leikni varðandi aðstöðu fyrir rafíþróttadeild á Fáskrúðsfirði.
Bæjarráð vísar erindi til skoðunar hjá framkvæmdasviði vegna stöðu húsnæðis og óskar afstöðu Hollvinasamtaka Skrúðs. Erindið tekið fyrir að nýju í bæjarráði.
8. 2303142 - Aðalfundur Netorku hf 2023 - starfsárið 2022
Lagt fram aðalfundarboð Netorku 28. mars 2023.
Bæjarráð felur Sigfúsi Þóri Guðlaugssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinum.
9. 2303119 - Fundur bæjarráðs með Afli starfsgreinafélagi
Fjarfundur með formanni Afls starfsgreinafélags vegna íbúðauppbyggingar í Fjarðabyggð og Bjargs íbúðafélags.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ræða nánar við formann Afls starfsgreinafélags um hugmyndir félagsins um uppbyggingu húsnæðis í samvinnu við Bjarg húsnæðisfélag og leggja fyrir bæjarráð að nýju.
 
Gestir
Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir formaður Afls - 00:00
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta