Til bakaPrenta
Bæjarráð - 818

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
16.10.2023 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Umræða um fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024. Lögð fram drög að stöðu í sveitarsjóði í samanburði við ramma auk samaburðar á launaáætlunvið ramma.
Vísað til áframhaldandi vinnu við fjárhagsáætlunargerðina.
2. 2305061 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2024
Sviðsstjórar mættu og gerðu grein fyrir stöðu mála vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024 m.t.t. bókunar bæjarráðs frá síðasta fundi sínum þess efnis að launaáætlun verði náð undir ramma.
 
Gestir
Sviðsstjóri framkvæmda- og umhverfissviðs - 00:00
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
3. 2305069 - Starfs- og fjárhagsáætlun bæjarráðs 2024
Vísað frá síðasta fundi bæjarráðs. Framhald af umræðu vegna kostnaðar við upplýsingatækni, en við hefur bæst yfirlit vegna reksturs Chrome Book véla í grunnskólum Fjarðabyggðar.
4. 2309055 - Gjaldskrá fasteignagjalda 2024
Gjaldskrá fasteignagjalda 2024 tekin til umræðu.
Bæjarráð vísar gjaldskrá fyrir vatnsgjald og fráveitu til umfjöllunar mannvirkja- og veitunefndar. Tillaga bæjarráðs er að breyta gjaldskrám b hluta fyrirtækjanna þannig að fjárfestingargeta fráveitu hækki en lækki að sama skapi í vatnsveitu.
5. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
Vísað frá mannvirkja- og veitunefnd til umfjöllunar uppfærðri tillögu vegna framkvæmda við fráveitu við Tröllaveg í Norðfirði ásamt minnisblaði sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs varðandi fjárveitingu vegna framkvæmdanna.
Bæjarráð samþykkir að farið verði í framkvæmdir og kostnaði mætt með tilfærslu fjármuna af fjárfestingaráætlun hafnarsjóðs sem verða ekki fullnýttir á árinu 2023. Vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlunar 2023.
6. 2301137 - Fiskeldissjóður - umsóknir 2023
Samningur við Fiskeldissjóð vegna verkefnis við sameiningu útrása á Breiðdalsvík.
Frestað til næsta fundar.

7. 2309257 - Umsókn um lóð Árdalur 15
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefndar til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina við Árdal 15 á Eskifirði.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
8. 2310061 - Kvennaverkfall 24.okt 2023
Framlögð gögn og upplýsingar vegna kvennaverkfalls sem boðað er 24. október n.k.

Því er beint til stjórnenda stofnana Fjarðabyggðar að huga að skipulagi starfseminnar 24. október nk. í samráði við starfsfólk. Haft verði að leiðarljósi að nauðsynlegri almannaþjónustu sé sinnt eins og mögulegt er og að öryggi og heilsu fólks sé ekki stefnt í hættu.
Ekki verður dregið af launum starfsfólks sem tekur þátt í kvennaverkfallinu að viðhöfðu samráði við sinn stjórnanda.
9. 2310089 - Ráðning slökkviliðsstjóra
Farið yfir stöðu mála varðandi ráðningu slökkviliðsstjóra.
Bæjarráð samþykkir að hafna öllum umsóknum um starfs slökkviliðsstjóra Fjarðabyggðar og felur bæjarstjóra að hefja viðræður við starfandi aðstoðarslökkviliðsstjóra um að sinna starfi slökkviliðsstjóra til eins árs.
10. 2310062 - Vaktakerfi slökkviliðs
Framlögð gögn um útfærslur á vaktakerfi slökkviliðs, kosti og galla þeirra.
11. 2310078 - Umsagnar tillögu til þingsályktunar
Framlagt þingskjal vegna máls 315, þingsályktun um samgönguáætlun fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024 til 2028. Umsögn hefur þegar verið send um málið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að skila umsögn.
12. 2310079 - Viðurkenningarhafar Jafnvægisvogarinnar 2023
Framlögð til kynningar fréttatilkynning um viðurkenningur Jafnvægisvogarinnar 2023 en Fjarðabyggð hlaut viðurkenningu ásamt ellefu sveitarfélögum, fimmtíuogogsex fyrirtækjum og tuttugu og tveim opinberum aðilum úr hópi þeirra 239 þátttakenda sem hafa undirritað viljayfirlýsingu. Markmið Jafnvægisvogar um 40/60 kynjahlutfall í efsta stjórnendalagi var haft til hliðsjónar við matið.
13. 2310047 - Erindi varðandi niðurfellingu fasteignagjalda
Framlagt erindi Helgu Rakelar Aranardóttur f.h. Víkin fagra ehf. vegna fasteignagjalda.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarritara að skoða beiðnina með tilliti til þeirra reglna sem gilda um veitingu styrkja til greiðslu fasteignaskatts.

14. 2310063 - Íbúakönnun 2023
Framlagt minnisblað upplýsingafulltrúa vegna þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2023.
Bæjarráð samþykkir að taka þátt í stöðluðum spurningavagni frá Gallup.
15. 2310083 - Starfshópur vegna ofanflóðavarna og skipulagsmála
Tilnefningar flokkanna vegna starfshóps sem yfirfer skipulög í Fjarðabyggð vegna ofanflóðahættu í samvinnu við Veðurstofu Íslands.
Bæjarráð samþykkir að starfshópinn skipi Jón Björn Hákonarson, Heimir Snær Gylfason og Stefán Þór Eysteinsson. Erindisbréf hópsins tekið fyrir á næsta fundi.
16. 2310090 - Aðalfundur HAUST 2023
Framlagt aðalfundarboð Heilbrigðiseftirlits Austurlands. Aðalfundurinn fer fram miðvikudaginn 7. nóvember 2023. Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Þór Eysteinssyni að fara með umboð Fjarðabyggðar á aðalfundinn.
17. 2309074 - Almenningssamgöngur í Fjarðabyggð 2024 - 2027
Framlagt minnisblað forstöðumanns stjórnsýslu- og upplýsingamála vegna undirbúnings fyrir útboð almenningssamganga í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir að almenningssamgöngur verði boðnar út á grundvelli minnisblaðsins.
Fundargerðir til staðfestingar
18. 2310011F - Mannvirkja- og veitunefnd - 20
Fundargerð mannvirkja- og veitunefndar frá 10. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.1. 2305071 - Starfs- og fjárhagsáætlun mannvirkja- og veitunefndar 2024
18.2. 2309152 - Gjaldskrá fráveitu 2024
18.3. 2309155 - Gjaldskrá hitaveitu 2024
18.4. 2309167 - Gjaldskrá vatnsveitu 2024
18.5. 2309099 - Gjaldskrá fjarvarmaveita 2024
18.6. 1811023 - Lúðvíkshúsið endurbyggt
18.7. 2309231 - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
18.8. 2310038 - Egilsbraut 4 - Nytjamarkaður ósk um aukið rými
18.9. 2303230 - Framkvæmdasvið verkefni 2023
19. 2310010F - Hafnarstjórn - 302
Fundargerð hafnarstjórnar frá 9. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
19.1. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
19.2. 2309151 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2024
19.3. 2310043 - Ný olíulögn á Bræðslubryggju, Eskifirði
19.4. 2309225 - Hafnafundur 2023
19.5. 2310041 - Samstarfsfundir Hafnasambands Íslands og Fiskistofu
19.6. 2301196 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
20. 2310008F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 13
Fundargerð stjórnar menningarstofu- og safnastofunar frá 10. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
20.1. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
20.2. 2309057 - Gjaldskrá bókasafna 2024
20.3. 2309058 - Gjaldskrá félagsheimila 2024
20.4. 2309204 - Gjaldskrá safna í Fjarðabyggð 2025
21. 2310003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 125
Fundargerð íþrótta- og tómstundanefndar frá 9. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
21.1. 2309247 - Sundlaug Fáskrúðsfjarðar
21.2. 2305047 - Starfs- og fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstunda 2024
21.3. 2309158 - Gjaldskrá íþróttahúsa 2024
21.4. 2309159 - Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2024
21.5. 2309161 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2024
21.6. 2309165 - Gjaldskrá sundlauga 2024
21.7. 2309169 - Gjaldskrá skíðasvæðis 2024
21.8. 2309059 - Gjaldskrá félagsmiðstöðva 2024
21.9. 2309017F - Ungmennaráð - 7
22. 2310009F - Félagsmálanefnd - 170
Fundargerð félagsmálanefndar frá 11. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
22.1. 2306007 - Forvarnir og fræðsla 2023
22.2. 2309017 - Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta
22.3. 2308173 - Erindi Jaspis ágúst 2023
22.4. 2309168 - Gjaldskrá stuðningsþjónustu 2024
22.5. 2309170 - Gjaldskrá þjónustuíbúða í Breiðablik
22.6. 2309182 - Styrkumsókn - breyting á ferðaþjónustubíl
22.7. 2310040 - Ráðstefna um fíknistefnu
22.8. 2305070 - Starfs- og fjárhagsáætlun félagsmálanefndar 2024
23. 2309028F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 36
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 10. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
23.1. 2308005 - Deiliskipulag breyting Miðbær Nesk v. fótboltavöllur
23.2. 2309257 - Umsókn um lóð Árdalur 15
23.3. 2309240 - Umsókn um lóð Hafnargata 27 Fásk
23.4. 2310030 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Bakkagerði 20
23.5. 2310028 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hafnargata 25
23.6. 2308071 - Strandblakvöllur í Neskaupstað ný staðsetning
23.7. 2308072 - Hoppubelgur Neskaupstað ný staðsetning
23.8. 2309196 - Drög að hvítbók um skipulagsmál og umhverfismatsskýrsla
23.9. 2309231 - Bréf til sveitarfélaga um innviði fyrir orkuskipti
23.10. 2310004 - Ósk um undanþágu urðunargjalda og aðgangs að raftækjagámum
23.11. 2305072 - Starfs- og fjárhagsáætlun umhverfis- og skipulagsnefndar 2024
23.12. 2309164 - Gjaldskrá skipulags- og byggingarmála 2024
23.13. 2309156 - Gjaldskrá hunda- og kattahald 2024
23.14. 2309162 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs
23.15. 2203199 - Tjaldsvæði 2023
24. 2310001F - Fræðslunefnd - 131
Fundargerð fræðslunefndar frá 10. október lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
24.1. 2309160 - Gjaldskrá leikskóla 2024
24.2. 2305048 - Starfs- og fjárhagsáætlun í fræðslumálum 2024
24.3. 2309153 - Gjaldskrá frístundaheimila
24.4. 2309166 - Gjaldskrá tónlistarskóla 2024
24.5. 2309157 - Gjaldskrá húsnæðis grunnskóla
24.6. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023
24.7. 2306090 - Verðfyrirspurn vegna íþróttaakstur Eskifjarðarskóla í Íþróttamistöð Reyðarfjarðar
25. 2309017F - Ungmennaráð - 7
Fundargerð ungmennaráðs frá 21. september tekin til umfjöllunar og afgreiðslu.
25.1. 2309190 - Fundaáætlun ungmennaráðs haust 2023
25.2. 2305145 - Jafnréttisstefna 2023-2026
25.3. 2301116 - Erindisbréf ungmennaráðs
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:05 

Til bakaPrenta