Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 121

Haldinn Í Skólamiðstöðinni á Fáskrúðsfirði,
15.02.2023 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Malgorzata Beata Libera varamaður, Birta Sæmundsdóttir varamaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Ásta Eggertsdóttir áheyrnarfulltrúi, Anna Marín Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
Skólastjórar Kærabæjar, Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar og Eskifjarðarskóla kynntu starfsáætlun og skólanámskrár skólanna og fræðslunefnd fékk jafnframt leiðsögn um húsnæði Skólamiðstöðvar Fáskrúðsfjarðar. Fræðslunefnd þakkar skólastjórnendum fyrir góða leiðsögn, kynningar og greinargóð svör og samþykkir fyrirliggjandi áætlanir og skólanámskrár.
2. 2301073 - Skóladagatöl 2023-2024
Fyrir liggur tillaga sem gerir ráð fyrir sameiginlegum starfsdegi leikskóla 15.september 2023 og sameiginlegum starfsdegi grunn- og tónlistarskóla 18. ágúst 2023. Einnig tillaga um að skólabyrjun grunnskóla verði 22.ágúst næstkomandi. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi dagsetningar. Frekari umræðu um skóladagatöl skólanna er frestað til næsta fundar nefndarinnar.
3. 2302067 - Úthlutunarreglur grunnskóla í Fjarðabyggð
Fyrir liggja reglur um úthlutun kennslustunda til grunnskóla. Samkvæmt áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðarbyggðar 2023-2025 er gert ráð fyrir að úthlutunarlíkön leik- og grunnskóla Fjarðabyggðar verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að efla enn frekar faglegt starf skólanna. Farið var yfir hugmyndir að breytingum og fræðslustjóra falið að kalla saman skólastjórnendur grunnskólanna ásamt tveimur fulltrúum nefndarinnar, Birgi Jónssyni og Inga Steini Freysteinssyni. Frestað til næsta fundar.
4. 2210173 - Skólamáltíðir grunnskóla
Fjarðabyggð hefur með góðfúslegu leyfi Akureyrarbæjar fengið að nýta sér matseðla og uppskriftir leik- og grunnskóla Akureyrarbæjar. Breytingar voru gerðar á matseðlum leik- og grunnskóla fyrir um ári síðan og jafnframt var gerður nýr samningur um framleiðslu á meirihluta máltíða í grunnskólum Fjarðabyggðar til þriggja ára. Samhliða þessum breytingum var meðal annars rætt um að fá næringarfræðing til að líta yfir matseðla, uppskriftir og framleiðslu þeirra á samningstímanum svo og að kanna matarsóun. Fræðlunefnd felur fræðslustjóra að vinna málið áfram fyrir næsta fund.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:45 

Til bakaPrenta