| |
1. 2208077 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023 | Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2023 lögð fyrir til endanlegrar afgreiðslu. Hafnarstjórn vísar starfs- og fjárhagsáætlun til áframhaldandi vinnu. | | |
|
2. 2209172 - Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 | Gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna 2023 lögð fram til umræðu. Hafnarstjórn samþykkir að gjaldskrá taki mið af verðlagsbreytingum. Verkefnastjóra hafna falið að ganga frá gjaldskrá í samræmi við samþykkt hafnarstjórnar. | | |
|
3. 2210035 - Beiðni um umsögn v.endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskiðjuvers | Lögð fram beiðni Síldarvinnslunnar um umsögn vegna endurnýjunar heimavigtunarleyfis fiskiðjuvers fyrirtækisins. Hafnarstjórn samþykkir að veita umsögn. | | |
|
4. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar | Fram lagt erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar um tækifæri barna til áhrifa og ungmennaráð. Bæjarráð vísaði erindinu til nefnda sveitarfélagsins til umfjöllunar. Hafnarstjórn þakkar erindið og mun leitast eftir því í störfum sínum að leita álits ungmennaráðs ef málin snerta hagsmuni ungmenna í sveitarfélaginu. | | |
|
| |
5. 2202086 - Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022 | Lögð fram til kynningar fundargerð 445.fundar Hafnasambands Íslands | | |
|