Til bakaPrenta
Menningar- og nýsköpunarnefnd - 24

Haldinn í fjarfundi vegna COVID19,
03.04.2020 og hófst hann kl. 15:00
Fundinn sátu: Eydís Ásbjörnsdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Elva Bára Indriðadóttir aðalmaður, Kristinn Þór Jónasson aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, 
Fulltrúi Miðflokksins boðaði ekki forföll.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 1811077 - Stefnumótun í ferðaþjónustu
Drög að stefnumótun fyrir ferðaþjónustu lögð fram.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir drög að ferðamálastefnu fyrir Fjarðabyggð og að stefnan verði yfirfarin og sett upp. Í framhaldi vísað til umsagnar nefnda og tekin fyrir að nýju í nefndinni.
 
Gestir
Atvinnu- og þróunarfulltrúi - 15:00
Upplýsingafulltrúi - 15:00
Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar - 15:00
2. 2004008 - Verkefni til viðspyrnu í samfélaginu vegna faraldurs
Framlögð vinnugögn vegna verkefna sem unnið hefur verið að vegna ferðamála, markaðs- og upplýsingamála, menningarmála og tengdra verkefna af hálfu stjórnsýslu- og þjónustusviðs.
Menningar- og nýsköpunarnefnd þakkar fyrir snögg viðbrögð og samþykkir tillögurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarráðs sem vinnur að aðgerðum fyrir samfélagið vegna COVID 19 faraldursins.
 
Gestir
Atvinnu- og þróunarstjóri - 16:05
Upplýsingafulltrúi - 16:05
Forstöðumaður menningarstofu - 16:05
3. 2001116 - Verkefni menningarstofu 2020
Lagt fram yfirlit yfir verkefni Menningarstofu sumarið 2020 ásamt skilgreiningu samstarfsverkefna. Meðal verkefna eru skapandi sumarstörf í samstarfi við Fljótsdalshérað, skapandi sumarsmiðjur, menningar- og listahátíð Fjarðabyggðar, kvikmyndasýningar, tónleikahald auk samstarfs við hátíðir sem eru í umsjón heimamanna.
Lagt fram til kynningar.
Verkefni menningarstofu 2020 sumar.pdf
Menningarstefna-2019-2021.pdf
 
Gestir
Forstöðumaður menningarstofu - 16:15
Atvinnu- og þróunarfulltrúi - 16:15
4. 2001243 - Eistnaflug 2020
Tekin fyrir að nýju drög drög að uppfærðum samningi við Millifótakonfekt ehf. um menningarhátíðina Eistnaflug. Um er að ræða uppfærðan samning til lengri tíma.
Menningar- og nýsköpunarnefnd samþykkir samninginn fyrir sitt leyti.
 
Gestir
Forstöðumaður menningarstofu - 16:30
Atvinnu- og þróunarfulltrúi - 16:30
5. 2002090 - COVID19 - staða
Vísað frá bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd umræðu um ráðstafanir sveitarfélagsins vegna Covid-19.
Bæjarráð vill koma þakklæti til allra starfsmanna Fjarðabyggðar sem og íbúa fyrir þeirra ómetanlega framlag á erfiðum tímum. Sérstaklega vill bæjarráð þakka starfsmönnum skólastofnana, félags- heimaþjónustu og hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð fyrir þeirra störf sem gert hafa það kleift að halda úti þessari mikilvægu starfsemi á þessum tímum.
Aðgerðarhópur Fjarðabyggðar hittist daglega til að fara yfir stöðuna í Fjarðabyggð og almannavarnarnefnd Austurlands gegnir lykilhlutverki hér eftir sem hingað til við undirbúning viðbragða og eftirfylgni og einnig hittist aðgerðarhópur almannavarna daglega.
Menningar- og nýsköpunarnefnd tekur heilshugar undir bókunina.
 
Gestir
Forstöðumaður menningarstofu - 16:35
Atvinnu- og þróunarstjóri - 16:35
6. 2003122 - Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf
Vísað frá bæjarráði til kynningar í menningar- og nýsköpunarnefnd erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga um viðspyrnu af hálfu sveitarfélaga fyrir íslenskt atvinnulíf. Bæjarráð samþykkti tillögur sem fyrstu aðgerðir Fjarðabyggðar til viðspyrnu fyrir samfélagið vegna COVID-19 faraldursins á 656. fundi sínum þann 30. mars 2020.
Haldinn hefur verið fundur með ferðaþjónustuaðilum í Fjarðabyggð þar sem rædd hefur verið staða greinarinnar í ljósi faraldursins. Jafnframt hafa verið lagðar fram tillögur frá stjórnsýslu- og þjónustusviði til stuðnings samfélagsins. Lagt fram til kynningar.
SIS.kynning_vidspyrna-fyrir-islenskt-atvinnulif.pdf
Viðspyrna af hálfu sveitarfélaga.pdf
 
Gestir
Forstöðumaður menningarstofu - 16:40
Atvinnu- og þróunarstjóri - 16:40
Fundargerð
7. 2003014F - Safnanefnd - 14
Framlögð til afgreiðslu fundargerð safnanefndar frá 17. mars sl.
7.1. 2002106 - Reglugerð um rekstur héraðsskjalasafns
7.2. 2002096 - Sala á Búðarvegi 8 - Templarinn
7.3. 2002186 - Fundagerðir Héraðsskjalasafns Austurlands 2020
7.4. 2003096 - Þjónustusamningur milli Safnastofnun Fj. og Myndlistarsafn Tryggva

Niðurstaða þessa fundar
Þjónustusamningur fram lagður til kynningar.
7.5. 2003097 - Tilkynning um slit á Safnaráði Neskaupstað

Niðurstaða þessa fundar
Dagskrárliður kynntur sérstaklega.
7.6. 1911133 - Slit félagsins Sjóminja- og smiðjuminjasafn Jósafats Hinrikssonar

Niðurstaða þessa fundar
Dagskrárliður tekinn til kynningar fyrir nefndinni.
7.7. 1812130 - Fyrirhuguð uppbygging Íslenska stríðsárasafnsins.
7.8. 1806162 - Stjórn Sjóminjasafns Austurlands.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:50 

Til bakaPrenta