Til bakaPrenta
Bæjarráð - 779

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
05.01.2023 og hófst hann kl. 08:00
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2212120 - Erindi til bæjarráðs Fjarðabyggðar varðandi gamla barnaskólann á Eskifirði
Framlagt erindi Hollvinasamtaka Gamla barnaskólans á Eskifirði um framkvæmdir við lóð skólans og stöðu endargerðar hans.
Bæjarráð felur bæjarstjóra ásamt sviðsstjóra framkvæmdasviðs að funda með hollvinasamtökunum.
Erindi til bæjarráðs Fjarðabyggðar.pdf
2. 2201106 - Fundargerðir Samband Íslenskra sveitarfélaga 2022
Fundargerð 916. fundar stjórnar sambands Íslenskara sveitarfélaga lögð fram til kynningar.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 916 (3).pdf
3. 2201187 - Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2022
Fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga nr. 54 lögð fram til kynningar
Fundargerð SO nr 54 undirrituð.pdf
4. 2212063 - Umsókn um lóð Naustahvammur 52
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs lóðarumsókn Nípukolls ehf. um lóð að Naustahvammi 52 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
5. 2210201 - Umsóknir um stofnun 4 lóða úr landi Ásunnarstaða í Breiðdal
Vísað frá umhverfis- og skipulagsnefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um stofnun fjögurra lóða úr landi Ásunnarstaða í Breiðdal.
Bæjarráð samþykkir stofnun lóðanna fyrir sitt leyti og vísar staðfestingu á skiptingu lóða út úr jörðinni til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Umsókn frá Þjóðskrá.pdf
6. 2204177 - Fundagerðir Náttúrustofu Austurlands 2022
Framlögð til kynningar 2. fundargerð stjórnar Náttúrustofu Austurlands frá 6. deseember sl.
Fundagerð 2. fundar nýrrar stjórnar NA 2022.pdf
7. 2301026 - Samvinna Fjarðabyggðar og Hornafjarðar um barnaverndarþjónustu
Framlagður tölvupóstur frá Sveitarfélaginu Hornafirði þar sem óskað er samstarfs um rekstur barnaverndarþjónustu.
Bæjarráð samþykkir að hefja viðræður við Sveitarfélagið Hornafjörð um samstarf um rekstur barnaverndarþjónustu. Bæjarstjóra falið að útfæra samning og leggja fyrir bæjarráð til afgreiðslu.
8. 2212090 - Erindi frá brunavarnarsviði HMS til sveitarstjórnar og slökkviliðsstjóra
Framlagt erindi Húsnæðis og mannvirkjastofnunar varðandi starfsemi slökkviliðs Fjarðabyggðar.
Vísað til bæjarstjóra til afgreiðslu.
9. 2110125 - Barnaverndarlög og barnaverndarþjónusta 2022
Framlagt bréf frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um undanþágu frá skilyrðum um 6.000 íbúa lágmarksíbúafjölda að baki barnaverndarþjónustu.
Svarbréf Mennta- og barnamálaráðuneytis um undanþágu frá 6000 íbúa lágmarki..pdf
10. 2212163 - Skammtímafjármögnun 2023
Lagt fram minnisblað um endurnýjun samnings um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurnýja samning um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka og heimildin verði 500 m.kr. Staðfestingu yfirdráttarheimildar vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2212006F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 14
Fundargerð 14. fundar umhverfis- og skipulagsnefndar frá 20. desember 2022 tekin til afgreiðslu.
11.1. 2205130 - 750 Túngata 9 - umsókn um stækkun lóðar og endurnýjun á lóðaleigusamningi
11.2. 2205136 - 735 Bleiksárhlíð 55 - umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi og stækkun lóðar
11.3. 2212039 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Urðarteigur 6
11.4. 2212038 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 9
11.5. 2212043 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Ásvegur 31
11.6. 2212059 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hlíðargata 36
11.7. 2212079 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Sólheimar 3
11.8. 2212062 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Hólsgata 8
11.9. 2212044 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Búðarvegur 8
11.10. 2212063 - Umsókn um lóð Naustahvammur 52
11.11. 2212083 - Ósk um tilnefningu í umsjónarnefnd Hólmaness
11.12. 2212041 - Framkvæmdaleyfi - efnistaka klappir vestan álvers
11.13. 2212040 - Framkvæmdaleyfi - Umsókn Fjarðabyggðarhafna um heimild til vörpunar í hafið v. Norðfjarðarhafnar
11.14. 2210201 - Umsóknir um stofnun 4 lóða úr landi Ásunnarstaða í Breiðdal
11.15. 2211164 - Reglubundið eftirlit - Drög að eftirlitsskýrslu vegna Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði_Fjarðabyggð Rimi Mjóafirði
11.16. 2210011 - Órækt við Lækjargil og knattspyrnuvöllinn í Neskaupstað
11.17. 2202061 - Fundargerðir Heilbrigðiseftirlits Austurlands 2022
11.18. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður
11.19. 2004108 - Nytjamarkaður, Fjb.
11.20. 2209117 - Gjaldskrá meðhöndlun úrgangs 2023
11.21. 2212113 - Fundaáætlun USK 2023
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:30 

Til bakaPrenta