Til bakaPrenta
Bæjarráð - 773

Haldinn að Búðareyri 2, fundarherbergi 1,
21.11.2022 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir varaformaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir varamaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2205271 - Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2023 - 2026
Lögð fram ný þjóðhagsspá að vetri frá Hagstofu Íslands auk minnisblaðs hagdeildar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Farið yfir vinnu við fjárhagsáætlun milli umræðna. Forsendur verðlags breytast frá fyrri spá og gert er ráð fyrir 5,6% hækkun verðlags en við gerð fjárhagsáætlunar var gert ráð fyrir 4,9% hækkun.
Bæjarráð samþykkir að nýttar verðir nýjar forsendur við gerð fjárhagsáætlunar fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn. Bæjarráð samþykkir að útfæra gjaldskrár sveitarfélagsins miðað við þessar forsendur og tekur þær formlega til afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs. Vísað til kynningar í nefndum breytingum á forsendum og þeim hækkunum sem verða á gjaldskránum.
Þjóðhagsspá að vetri 2022.pdf
Ný spá Hagstofu og forsendur - Sigurður Snævarr.pdf
2. 2211112 - Viðauki vegna barnaverndar 2022
Framlagt minnisblað fjölskyldusviðs um aukna fjárþörf vegna úrræða á vegum barnaverndar sem ekki er gert ráð fyrir í gildandi fjárhagsáætlun að upphæð 15.000.000 kr.
Bæjarráð samþykkir aukin útgjöld til barnaverndarnefndar og vísar þeim til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2022.
3. 2211066 - Rekstrarkostnaður grunnskóla sveitarfélaga árið 2021
Lögð fram samantekt frá Sambandi íslenska sveitarfélaga með útreikningi fjármálastjóra á rekstrarkostnaði grunnskóla sveitarfélaga á árinu 2021.
Bæjarráð vísar samantektinni til frekari vinnslu í fræðslunefnd.
4. 2211055 - Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að samstarfssamningi Fjarðabyggðar og samtakanna ´78 fyrir árin 2023 - 2025.
Bæjarráð tekur undir bókun félagsmálanefndar ásamt því að samþykkja samninginn og felur bæjarstjóra undirritun hans.
Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78.pdf
5. 2202036 - Þjóðlendumál á Austfjörðum - kynning á kröfum ríkisins
Framlagt bréf frá Óbyggðanefnd þar sem kynntar er kröfur og athugasemdir sem Óbyggðanefnd hafa borist vegna þjóðlendumála á Austfjörðum. Kynning á heildarkröfum stendur yfir frá 15. nóvember 2022 - 15. desember 2022.
Fram lagt og kynnt en gögn munu liggja frammi á bæjarskrifstofu á kynningartíma að beiðni óbyggðanefndar. Vísað til kynningar í umhverfis- og skipulagsnefnd.
Bréf frá óbyggðanefnd 14.11.22.pdf
6. 2211090 - Húsnæðismál félags eldri borgara á Eskifirði um endurbætur Melbæ
Framlagt bréf frá stjórn Félags eldri borgara á Eskifirði vegna endurbóta á húsnæði félagsins í Melbæ.
Í viðhaldsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár er gert ráð fyrir endurbótum á húsnæði. Vísað til framkvæmdasviðs til útfærslu í viðhaldsframkvæmdum.
Bréf frá stjórn Félags eldri borgara
.pdf
7. 2211102 - Starfshópur um húsnæðismál myndlistarsafns Tryggva Ólafssonar
Framlagt erindi frá Myndlistarsafni Tryggva Ólafssonar þar sem óskað er eftir tilnefningu fulltrúa í starfshóp sem skoði húsnæðismál safnsins.
Bæjarráð samþykkir að Jón Björn Hákonarson verði fulltrúi sveitarfélagsins í starfshópnum.
Tölvupóstur Myndlistarsafns TÓ.pdf
8. 2211103 - Reglugerð um íbúakosningar - umsögn
Með lögum nr. 83/2022, sem Alþingi samþykkti í sumar, var mælt fyrir um breytingar á ákvæðum sveitarstjórnarlaga sem fjalla um íbúakosningar sem fram fara á vegum sveitarfélaga. Umsagnarfrestur er til 28. nóvember í samráðsgátt.
Fram lagt og kynnt.
Fyrirmynd_íbúakosningar_samráðsgátt.pdf
Íbúakosningar sveitarfélaga_minnisblað.pdf
Reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga DRÖG - 8.11.2023.pdf
9. 2211113 - Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál.- beiðni um umsögn
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál. Frestur til að skila umsögnum er til 2. desember. Fram lagt og kynnt.
Tillaga til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum, 46. mál - Beiðni um umsögn.pdf
10. 2202112 - Barnaverndarnefnd 2022
Fundargerð barnaverndarnefndar frá 16.nóvember lögð fram til afgreiðslu.
Fundargerðir til staðfestingar
11. 2211006F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 5
Fundargerð 4. fundar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar frá 15. nóvember lögð fram til afgreiðslu.
11.1. 2210209 - Nýting á lóðinni Ægisgötu 6 - 730 til sýninga
11.2. 2204141 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2022
11.3. 2109214 - Verkefni menningarstofu 2022
11.4. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
11.5. 2203109 - Bókasafnið Norðfirði viðhaldsverkefni
12. 2211007F - Félagsmálanefnd - 159
Fundargerð 159. fundar félagmálanefndar frá 15.11 tekinn til afgreiðslu
12.1. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
12.2. 2210044 - Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2023
12.3. 2210164 - Umsókn um styrk vegna barnabókaefnis á táknmáli
12.4. 2210198 - Til umsagnar 382. mál frá nefndasviði Alþingis um útlendinga
12.5. 2211045 - Styrkbeiðni vegna Stígamóta 2023
12.6. 2211026 - Samningur við Brák-Bríet um félagslegt húsnæði
12.7. 2211055 - Samstarfssamningur Fjarðabyggðar og Samtakanna 78
13. 2211005F - Fræðslunefnd - 118
Fundargerð 118. fundar fræðslunefndar frá 16. nóvember lögð fram til afgreiðslu.
13.1. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
13.2. 2210192 - Sumarlokun leikskóla 2023
13.3. 1311034 - Niðurstöður úr Skólavoginni
13.4. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:15 

Til bakaPrenta