| |
1. 2502233 - Fjárhagsáætlun 2024 - viðauki 5 | Framlagður viðauki nr. 5 við fjárhagsáætlun 2024. Bæjarráð samþykkir viðaukann fyrir sitt leyti og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar. | | |
|
2. 2503121 - Áhrif kjarasamninga á launaáætlun 2025 | Framlagt minnisblað um áhrif nýrra kjarasamninga á launaáætlun 2025 og breytingar sem leiða til hækkunar fjárhagsáætlunar ársins. Bæjarráð vísar minnisblaði til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
| | |
|
3. 2403230 - Einangrun og kynding í Fjarðabyggðarhöllina | Fjallað um lausnir við einangrun og kyndingu Fjarðabyggðarhallarinnar en tillögur hafa verið lagðar fram um hvernig gengið verði í framkvæmdir við höllina frá Cowi verkfræðistofu. Bæjarráð samþykkir að hafin verði undirbúningur við einangrun þaks Fjarðabyggðahallarinnar og verkum því tengdu og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasvið að fylgja málinu eftir. Vísað til viðaukagerðar þegar samningar liggja fyrir og fjármögnun. | Þak Fjarðabyggðarhallar_mars2025.pdf | | |
|
4. 2503075 - Stekkjargrund 5, 7 og 13 | Lagt fram bréf stjórnanda byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar vegna uppkaupa á lóðum að Stekkjargrund 5, 7 og 13, Reyðarfirði. Bæjarráð felur fjármálastjóra að fara yfir málið og leggja fyrir bæjarráð að nýju. | | |
|
5. 2211108 - Verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður | Framlagður viðauki við samning um framlengingu samstarfs Byggðastofnunar og Fjarðabyggðar um verkefnið Sterkur Stöðvarfjörður. Bæjarráð samþykkir samningin og felur bæjarstjóra undirritun hans. | | |
|
6. 2503055 - Tillaga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24 152 | Tekin fyrir að nýju tillöga til þingsályktunar um breytingu á þingsályktun nr. 24/152 um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða, 101. mál. Bæjarráð samþykkir að veita umsögn um þingsályktunina á grundvelli fyrri samþykkta sveitarfélagsins. | 0101.pdf | | |
|
7. 2503123 - Olíuleit á Drekasvæðinu | Tekin umræða um orkuöflun og olíuleit. Bæjarráð Fjarðabyggðar beinir því til stjórnvalda að meta að nýju hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu í ljósi þess að orkuskipti ganga hægar en gert var ráð fyrir. Breytt heimsmynd kallar á endurskoðun fyrri ákvarðana með tilliti til orku- og þjóðaröryggis. Birtist þetta ekki síst í því meðal annars að Noregur er að auka olíu- og gasvinnslu og horfa til nýrra vinnslusvæða. Áframhaldandi rannsóknir gætu skilað miklum efnahagslegum ávinningi fyrir Austurland, sem og landið allt, en ekki síst er hér um að ræða mjög mikilvægt skref í að tryggja orkuöryggi landsins til framtíðar meðan lokið verður við orkuskipti meðal annars með rafeldsneyti sem mun koma inn sem nýr orkugjafi sem getur gert Ísland óháð öðrum ríkjum um eldsneytisframleiðslu.
Stefán Þór Eysteinsson situr hjá við afgreiðslu samþykktar bæjarráðs og bókar eftirfarandi. Fulltrúi Fjarðalistans í bæjarráði Fjarðabyggðar situr hjá við afgreiðslu tillögu um að stjórnvöld endurmeti olíuleit á Drekasvæðinu. Mikilvægt er að Ísland tryggi orkuöryggi til framtíðar með stefnumótun sem tekur mið af sjálfbærum lausnum, orkuskiptum og langtímahagsmunum samfélagsins.
| | |
|
8. 2503086 - Umsókn um styrk til Stöð í Stöð 2025 | Framlögð beiðni frá bæjarhátiðinni Stöð í Stöð á Stöðvarfirði. Bæjarráð vísar erindi til stjórnar menningarstofu en á fjárhagsáætlun ársins er gert ráð fyrir framlagi til hátíðarinnar. | | |
|
9. 2503103 - Alþjóðleg ráðstefna um ofanflóðavarnir, 30.09-03.10.2025 | Framkvæmdasýsla ríkisins í samstarfi við fleiri hagaðila að undirbúa alþjóðlega ráðstefnu um ofanflóðamál á Ísafirði dagana 30. september til 3. október nk. Bæjarráð sendir fulltrúa sinn á ráðstefnuna og tilnefnir síðar. | Tölvupóstur um ráðstefnu.pdf | | |
|
10. 2503088 - Frumvarp til laga á vegalögum nr80/2007 | Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á vegalögum, nr. 80/2007, með síðari breytingum (þjóðferjuleiðir)
| 0120.pdf | | |
|
11. 2503117 - Um beytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.). | Framlagt til kynningar frumvarp til laga um breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.). Umsagnarfrestur til 27. mars 2025. Vísað til bæjarritara til skoðunar vegna veitingu umsagnar. | Breytingu á lögum um skipulag haf- og strandsvæða og skipulagslögum (svæðisráð o.fl.)..pdf | | |
|
12. 2502038 - Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2025 | Fundargerð 964. og 971. fundar lagðar fram til kynningar.
| stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 971.pdf | stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 964.pdf | | |
|
| |
13. 2503004F - Fjölskyldunefnd - 28 | Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölskyldunefndar frá 10. mars. | 13.1. 2503044 - Úthlutun kennslutíma til grunnskóla 2025 | 13.2. 2502223 - Samkennsla Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla | 13.3. 2502177 - Samþætting í þágu farsældar barna kynning | 13.4. 2404044 - Skólafrístund | 13.5. 2409146 - Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2025 | 13.7. 2311096 - Skýrsla stjórnenda - félagsþjónusta og barnavernd | 13.8. 2502015F - Fjölmenningarráð - 1 | | |
|
14. 2503010F - Hafnarstjórn - 323 | Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð hafnarstjórnar frá 10. mars.
| 14.1. 2502033 - Fyrirhugaðar framkvæmdir Loðnuvinnslunnar | 14.2. 2503043 - Umsókn um undanþágu frá hafnsöguskyldu - MV Sif W | 14.3. 2503064 - Smábátahafnir Fjarðabyggðarhafna | 14.4. 2503065 - Hafnarvog Reyðarfirði | 14.5. 2503066 - Almenn mál í rekstri Fjarðabyggðarhafna | | |
|
15. 2503008F - Stjórn menningarstofu - 15 | Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð stjórnar menningarstofu frá 10. mars.
| 15.1. 2501202 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2025 | 15.2. 2502253 - Flutningur muna Safnahússins úr Gylfastöðum | 15.3. 2502249 - Beiðni um afnot af aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Skrúð | 15.4. 2502210 - Umsókn um styrk - Íslenska stríðsárasafnið endurbygging | 15.5. 2502211 - Umsókn um styrk - forvörsluhús safna | 15.6. 2011187 - Samningur um menningu - tónlistarlíf á Austurlandi | | |
|
16. 2502015F - Fjölmenningarráð - 1 | Framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu fundargerð fjölmenningarráðs frá 4. mars.
| | |
|