Til bakaPrenta
Íþrótta- og tómstundanefnd - 107

Haldinn í Molanum fundarherbergi 1,
17.10.2022 og hófst hann kl. 16:30
Fundinn sátu: Arndís Bára Pétursdóttir formaður, Jón Kristinn Arngrímsson varaformaður, Sigurjón Rúnarsson aðalmaður, Kristinn Magnússon aðalmaður, Ingunn Eir Andrésdóttir varamaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Magnús Árni Gunnarsson embættismaður, Eyrún Inga Gunnarsdóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Eyrún Inga Gunnarsdóttir, Deildarstjóri tómstunda og forvarnarmála


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2209115 - Gjaldskrár sundlauga 2023
Hækkun gjaldskrá sundlauga 2023 samþykkt. 10% hækkun á 3 mánaða, 6 mánaða, 12 mánaða og hjónakortum. Engin hækkun á stökum tímum og skiptakortum og eins mánaðar kortum.
2. 2209157 - Gjaldskrá skíðasvæðis 2023
Gjaldskrá hækkar um 4,9% nema dagspassi og helgarpassi hækkar um 10% Gjaldfrjálst er fyrir börn að 10 ára aldri með lögheimili í Fjarðabyggð. Skíðaleiga hækkar um 4,9%
3. 2209160 - Gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023
Hækkun gjaldskrá líkamsræktarstöðva 2023 samþykkt. 10% hækkun á 3 mánaða, 6 mánaða, 12 mánaða og hjónakortum. Engin hækkun á stökum tímum og skiptakortum og eins mánaðar kortum. Ungmenni 13 til 18 ára fá aðgang að líkamsrækt þeim að kostnaðarlausu.
4. 2209163 - Gjaldskrá íþróttahúsa - stórviðburðir 2023
Gjaldskrá vegna stórviðburða í íþróttahúsum fyrir árið 2023 hækkuð um 4,9%
5. 2209164 - Gjaldskrá íþróttahúsa 2023
Gjaldskrá íþróttamannvirkja Fjarðabyggðar 2023 hækkuð um 4,9%
6. 2209208 - Launaáætlun og rekstraráætlun íþróttamannvirkja og frístundaþjónustu2023
Rekstrarhluti fjárhagsáætlunar kynntur fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
7. 2207054 - Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð
Helstu niðurstöður úr íslensku æskulýðsrannsókninni kynntar fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Íslenska æskulýðsrannsóknin - Fjarðabyggð.pdf
Íslenska æskulýðsrannsóknin.pdf
8. 2203101 - Ungmennaráð 2022
Greiðslur kynntar. Deildarstjóri tómstunda og forvarnamála mun kynna sér greiðslur til ungmennaráðs í öðrum sveitarfélögum og kynna á næsta fundi.
9. 2209228 - Erindi frá UNICEF á Íslandi til Fjarðabyggðar
Erindi frá UNICEF á Íslandi kynnt fyrir íþrótta- og tómstundanefnd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:00 

Til bakaPrenta