Til bakaPrenta
Hafnarstjórn - 310

Haldinn í fundarsal á bæjarskrifstofunum að Hafnargötu 2 á Reyðarfirði,
22.04.2024 og hófst hann kl. 17:00
Fundinn sátu: Heimir Snær Gylfason formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Bryngeir Ágúst Margeirsson aðalmaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir aðalmaður, Einar Hafþór Heiðarsson varamaður, Birgitta Rúnarsdóttir embættismaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri.
Fundargerð ritaði: Birgitta Rúnarsdóttir, verkefnastjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2312117 - Rekstur Fjarðabyggðarhafna
Yfirferð þeirrar vinnu sem hefur verið unnin frá síðasta fundi. Hafnarstjóra og verkefnastjóra hafna er falið að vinna málið áfram fyrir næsta fund.
2. 2305073 - Starfs- og fjárhagsáætlun hafnarstjórnar 2024
Farið yfir stöðu framkvæmda í samhengi við fjárfestingaáætlun.
3. 2003091 - Eskifjarðarhöfn - stækkun
Farið yfir stöðu mála varðandi framkvæmdir við Frystihússbryggjuna á Eskifirði, dýpkun hafnarinnar ásamt hönnun og frágang lóðar. Hafnarstjórn felur verkefnastjóra hafna og hafnarstjóra að vinna áfram að málinu og leggja fyrir að nýju. Hefja þarf samtal við hagaðila um nýtingu á nýjum hafnarkanti og þær breytingar sem fylgja honum.
4. 2404163 - Sævarendi 2, Stöðvarfirði
Framgangur framkvæmda við Sævarenda 2 á Stöðvarfirði ræddur. Hafnarstjórn óskar eftir að fá kynningu á verkáætlun sumarsins við Sævarenda 2 fyrir næsta fund sinn. Hafnarstjóra falið að ræða við aðila á grundvelli viljayfirlýsingarinnar og kalla eftir áætlun um frágang svæðisins.
5. 2206100 - Öryggismál hafna
Á 309.fundi hafnarstjórnar var verkefnastjóra hafna falið að koma með tillögu að breyttu verklagi við hafnsögu. Málið er til skoðunar með hafnsögumönnum þrátt fyrir að engar vísbendingar séu um að þörf sé á að breyta verklagi við hafnsögu.
6. 2403216 - Styrkir til Orkuskipta
Hafnarstjórn samþykkti á 309.fundi sínum að sótt verði um styrk í samstarfi við CT Orku ehf. vegna landtengingar á Mjóeyrarhöfn. Lögð fram til kynningar gögn tengd umsókninni.
7. 2404121 - Aðstöðuhús við Stöðvarfjarðarhöfn
Ábending barst frá íbúa á Stöðvarfirði um að merkja salernin á höfninni sem almenningssalerni þar sem engin þjónusta væri við ferðamenn í bænum um þessar mundir. Af öryggissjónarmiðum telur hafnarstjórn ekki æskilegt að beina umferð á þetta svæði. Verkefnastjóra hafna falið að ræða málið við verkefnastjóra Sterks Stöðvarfjarðar.
8. 2404167 - Löndun meltu í Fjarðabyggðarhöfnum
Borið hefur á að meltu frá laxeldi sé landað í Fjarðabyggðarhöfnum án þess að tilkynningar þess efnis séu sendar höfninni. Löndun meltu er gjaldskyld samkvæmt gjaldskrá Fjarðabyggðarhafna. Verkefnastjóra hafna falið kanna hvaða ábyrgðir liggja á Fjarðabyggðarhöfnum hvað varðar uppskipun á meltu í höfnunum og leggja fram minnisblað er varðar tilkynningaskyldu, ábyrgðir og meðferð meltu í höfnum Fjarðabyggðar.
9. 2307125 - Leyfi fyrir viðbótar hafnarkrana við Mjóeyrarhöfn - Eimskip
Þann 20.nóvember síðastliðinn gaf hafnarstjórn Eimskip leyfi fyrir viðbótar krana á Mjóeyrarhöfn. Farið yfir málin varðandi höfnina. Verkefnastjóra hafna falið að útbúa mælingaráætlun og leggja fram til kynningar ásamt niðurstöðu mælinga.
10. 2404168 - Ósk um flotbryggjur við Bæjarbryggjuna á Norðfirði
Lagt fram erindi skemmtibátseiganda á Norðfirði þar sem óskað er eftir að sett verði niður flotbryggja við austurkant Bæjarbryggjunnar. Hafnarstjórn þakkar erindið en mun ekki fara í niðursetningu á flotbryggjum á þessum stað. Þær flotbryggjur sem vísað er til í erindinu eru á leið í önnur not. Skemmtibátaeigendur eru hvattir til að nýta sér aðrar bryggjur sem til staðar eru í bænum.
11. 2404155 - Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023
Lagður fram til kynningar ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023. Samkvæmt 5.mgr. 5.gr. laga Hafnasambands Íslands skal ársreikningurinn kynntur aðildarhöfnum áður en stjórn samþykkir hann og óskast athugasemdir, ef einhverjar eru, sendar fyrir 6.maí n.k. Hafnarstjórn þakkar kynninguna og gerir engar athugasemdir við ársreikninginn.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00 

Til bakaPrenta