Til bakaPrenta
Bæjarráð - 832

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
05.02.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari
Ragnar Sigurðsson tók þátt í fundi gegnum fjarfundabúnað.


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402003 - Áhrif skerðingar á orku til fjarvarmaveita
Framlagt minnisblað varðandi áhrif skerðingar á rafmagni til fjarvarmaveitna á Norðfirði og Reyðarfirði sem eru í eigu Fjarðabyggðar.
Bæjarráð samþykkir að farin verði leið b samkvæmt minnisblaði sem felur í sér að laugarkari verði lokað á virkum dögum þegar skólasundi líkur en heitir pottar verði opnir. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að taka saman notkun um helgar og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Samantekt um árhfi skerðingar á aforku til fjarvarmaveita.pdf
2. 2402010 - Uppgreiðsla á láni til varúðasjóðs Brúar lífeyrissjóðs
Lögð fram tilkynning Brúar lífeyrissjóðs um uppgreiðslu á láni frá árinu 2018 vegna varúðarsjóðs sem var hluti af uppgjöri við sjóðinn vegna breytingar á lögum 127/2016 og samkomulagi ríkis og sveitarfélaga. Felur það í sér uppgreiðslu á liðlega 55 m.kr.
Bæjarráð vísar til gerðar viðauka uppgreiðslu lánsins.
104737_Fjarðbyggð_Tilkynning_31.01.24.pdf
3. 2401144 - Tillaga að endurskipulagi íþrótta- og tómstundamála
Framlagt minnisblað sem felur í sér tillögu að breyttu skipulagi og stjórnun æskulýðs- og íþróttamála hjá Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir tillögu sviðsstjóra.
4. 2401200 - Fyrirkomulag fasteigna vegna hjúkrunarheimila
Skýrslur um eignahald og fjármögnun á hjúkrunarheimilum lagðar fram til kynningar.
Skýrslan lögð fram til kynningar. Fjármálastjóra falið að fara yfir hana með lögfræðingi sveitarfélagsins með tilliti til fasteigna hjúkrunarheimilanna.
Breytt fyrirkomulag vfasteigna hjukrunarheimila-Skyrsla vinnuhops fjr-og hrn.pdf
Skýrsla - greining á eignarhaldi og fjármögnun hjúkrunarheimila - rafrænt undirrituð.pdf
5. 2401212 - Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga
Framlögð til kynningar auglýsing Lánasjóðs sveitarfélaga eftir framboðum í stjórn sjóðsins.
Auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitafélaga.pdf
6. 2402017 - Fjarskiptamál í Fjarðabyggð
Farið yfir fjárskiptamál og þjónustu Mílu hf. í Fjarðabyggð.
 
Gestir
Erik Figueras Torres, forstjóri - 00:00
Snorri Karlsson innviðasviði - 00:00
Ingimar Ólafsson deildarstjóri - 00:00
Daði Sigurðsson tæknisvið - 00:00
7. 2401187 - Útboð tjaldsvæða 2024
Framlögð að nýju drög að samningskaupalýsingu og auglýsingu tjaldsvæða Fjarðabyggðar til sölu.
Bæjarráð samþykkir að auglýsa rekstur og búnað tjaldsvæðana til sölu.
8. 2401216 - Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu
Matvælaráðuneytið hefur kynnt til samráðs drög að reglugerð um sjálfbæra landnýtingu í samræmi við 11. gr. laga um landgræðslu.
Bæjarráð felur sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs og verkefnastjóra umhverfismála að móta umsögn og leggja fyrir næsta fund bæjarráðs.
Skýringar með beitarkafla.pdf
Reglugerð um sjálfbæra landnýtingu drög.pdf
9. 2402008 - Erindi Krabbameinsfélags Austfjarða - Janúar 2024
Framlagt erindi Krabbameinsfélags Austfjarða en óskað er gjaldfrjálsra afnota af félagsheimilunum Egilsbúð og Skrúði vegna viðburða á vegum félagsins.
Bæjarráð samþykkir að styrkja félagið sem nemur húsaleigu vegna leigunnar. Tekið af liðnum óráðstafað 21690.
Félagsheimili beiðni.pdf
10. 2402028 - Opið bréf vegna Fjarðaganga
Framlagt opið bréf Erlendar Magnúsar Jóhannssonar til bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð varðandi Fjarðagöng.
Bæjarráð þakkar erindið og leggur það fram til kynningar.
Opið bréf til bæjarfulltrúa í Fjarðabyggð.pdf
11. 2312050 - Erindi vegna gjaldfrjálsra afnota af eldúsi grunnskólans á Stöðvarfirði
Tekið fyrir að nýju erindi varðandi gjaldfrjáls afnot af eldhúsi grunnskólans á Stöðvarfirði.
Bæjarráð samþykkir að veita Kimi Emma Juliette Tayler fh. Brauðdagar Bakhús aðgang að skólaeldhúsi Breiðdals og Stöðvarfjarðarskóla á Stöðvarfirði sem framlag Fjarðabyggðar til verkefnisins Sterkur Stöðvarfjörður. Veittur verði styrkur til notkunar eldhússins sem tekinn er af liðnum óráðstafað 21690. Fræðslustjóra falið að móta gjaldskrá sem lögð verður fyrir bæjarráð vegna notkunar af skólaeldhúsum.
Minnisblað vegna gjaldfrjálsra afnota af eldhúsi Grunnskólans á Stöðvarfirði.pdf
12. 2401169 - Umsókn um lóð Sæbakki 17
Vísað fram skipulags- og framkvæmdanefnd til afgreiðslu bæjarráðs umsókn um lóðina Sæbakka 17 í Neskaupstað.
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni.
13. 2402019 - Erindi varðandi styrk til fornleifarannsókna í Stöðvarfirði
Framlagt erindi frá félagi áhugafólks um fornleifarannsóknir í Stöðvarfirði varðandi styrk til verkefnisins á árinu 2024.
Vísað til kynningar stjórnar menningarstofu en á fjárhagsáætlun ársins 2024 er gert ráð fyrir styrk til verkefnisins eins og undanfarin ár.
FW: Beiðni um fjármagn til fornleifarannsókna.pdf
14. 2402018 - Staða mála varðandi Grindavík
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála varðandi eldgos og jarðhræringar í Grindavík í kjölfar upplýsingafundar 2. febrúar sl.
15. 2311224 - Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fram lögð til kynningar fundargerð stjórnar Sambands sveitarfélaga á Austurlandi frá 19. janúar sl.
Fundargerð 17. fundar SSA.pdf
16. 2311224 - Fundargerðir Austurbrúar og SSA
Fundargerð 146. fundar stjórnar Austurbrúar lögð fram til kynningar
Fundargerð 146.stjornarfundar Austurbruar.pdf
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2401025F - Skipulags- og framkvæmdanefnd - 1
Fundargerð 1. fundar skipulags- og framkvæmdanefndar frá 29. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.1. 2312053 - Erindisbréf skipulags- og framkvæmdanefndar
17.2. 2401155 - Gilsbakki 10 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.3. 2401159 - Þinghólsvegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
17.4. 2401169 - Umsókn um lóð Sæbakki 17
17.5. 2401032 - Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk
17.6. 2209189 - Ný staðsetning gámasvæða
17.7. 2310034 - Beiðni um uppsetningu hraðhleðslustöðva
17.8. 2311229 - Starfshópur um skipulagsmál vegna ofanflóðavarna
17.9. 2312027 - Hundasvæði í Stöðvarfirði
17.10. 2401148 - Gjaldfrjálst aðgengi að móttökustöð með fjöruúrgang
17.11. 2401140 - Upplýsingatækni - rafræn undirritun skjala byggingafulltrúa
17.12. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
17.13. 2401194 - Kynning WPD - Vindorka á Íslandi
17.14. 2401189 - Fundaáætlun skipulags- og framkvæmdanefndar vor 2024
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta