Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 15

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
10.03.2025 og hófst hann kl. 14:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501202 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2025
Rædd drög að söfnunarstefnum fyrir Fjarðabyggð. Farið yfir heimsóknir í geymslur safnanna og forgangsröðun verkefna. Jafnframt kynnt umsókn í nýsköpunarsjóð námsmanna sem er til að styðja við verkefni í forvörslu og grisjun safnakosts.
2. 2502253 - Flutningur muna Safnahússins úr Gylfastöðum
Framlögð drög að áætlun um forvörslu og grisjun muna úr Strandgötu 62 á Norðfirði í Atóm.
Stjórn samþykkir framlögð drög og felur verkefnastjóra safna að vinna áfram að söfnunarstefnu fyrir söfn í eigu sveitarfélagsins. Stefnan verður tekin fyrir í stjórn þegar drög liggja fyrir.
3. 2502249 - Beiðni um afnot af aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Skrúð
Framlögð beiðni áhugafólks um afnot af aðstöðu til hljómsveitaræfinga í Skrúð.
Stjórn menningarstofu tekur vel í erindið og felur stjórnanda íþróttamála að útfæra afnot af húsnæði með bréfritara ásamt því að setja upp leigusamning í samráði við bæjarritara sem lagður verður fyrir bæjarráð.
beiðni.pdf
4. 2502210 - Umsókn um styrk - Íslenska stríðsárasafnið endurbygging
Gerð grein fyrir umsókn í Fiskeldissjóð til endurgerðar Íslenska Stríðsárasafnsins.
5. 2502211 - Umsókn um styrk - forvörsluhús safna
Gerð grein fyrir umsókn í Fiskeldissjóð til uppbyggingar varðveisluhúss fyrir minjasöfn í Fjarðabyggð.
6. 2011187 - Samningur um menningu - tónlistarlíf á Austurlandi
Framlagður til kynningar viðauki við menningarsamning Fjarðabyggðar við Samband sveitarfélaga á Austurlandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:10 

Til bakaPrenta