Til bakaPrenta
Bæjarráð - 908

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
25.08.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2505164 - Greinargerð um framkvæmdir ársins
Farið yfir stöðu framkvæmda og viðhalds í málaflokkum sviðsins á árinu 2025.
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
2. 2508035 - Vatnsveita Stöðvarfjarðar
Farið yfir tillögur að úrbótum á vatnsveitu Stöðvarfjarðar.
Unnið er að þrýstiprófunum á vatnsveitunni og liggja þær fyrir í vikunni. Málið tekið fyrir að nýju á næsta bæjarráðsfundi.
 
Gestir
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
3. 2508136 - Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf fyrir árið 2024
Ársreikningur Eignarhaldsfélagsins Hrauns ehf. fyrir árið 2024 lagður fram til undirritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með áritun sinni.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
4. 2508137 - Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar 2024
Ársreikningur Hitaveitu Fjarðabyggðar fyrir árið 2024 lagður fram til undirritunar.
Bæjarráð staðfestir ársreikning með áritun sinni.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
5. 2503121 - Áhrif kjarasamninga á launaáætlun 2025
Framlögð greinargerð um áhrif nýrra kjarasamninga á fjárhagsáætlun 2026 vegna launabreytinga.
Bæjarráð samþykkir að launabreytingum sé vísað til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun ársins 2025.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
6. 2508144 - Fjárhagsáætlun 2025 - viðauki 1
Framlagður viðauki nr. 1 við fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2025. Viðaukinn innifelur breytingar vegna kjarasamninga.
Bæjarráð samþykkir viðaukann og vísar honum til staðfestingar bæjarstjórnar.
 
Gestir
Fjármálastjóri - 00:00
7. 2508145 - Rekstur skíðasvæðisins í Oddsskarði
Fjallað um málefni skíðasvæðisins í Oddsskarði, rekstrarfyrirkomulag og starfsemi ásamt viðhaldsþörf svæðisins.
Bæjarráð samþykkir að taka málefnið fyrir að nýju á fundi bæjarráðs.
 
Gestir
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
8. 2408047 - Málefni Skólavegar 98-112
Farið yfir stöðu framkvæmda og úrræði vegna tafa á því að byggingar verði teknar í notkun.
Unnið verður að málinu að það tekið fyrir að nýju.
 
Gestir
Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar - 00:00
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
9. 2506137 - Aðgengismál Lundargötu 4
Framlögð greinargerð frá lögmanni sveitarfélagsins vegna aðkomu að Lundargötu 4 á Reyðarfirði.
Bæjarráð getur ekki orðið við kröfum lóðarhafa Lundargötu 4.
10. 2508012 - Ágangsfé í landi Áreyja
Lögð fram greinargerð um ágang sauðfjár í landi Áreyja.
Bæjarráð samþykkir að send verði áskorun á fjáreigendur sem eiga fjárvon í landi Áreyja um að þeir sæki fé það sem þar er.
Áreyjar.pdf
11. 2508022 - Reglur Fjarðabyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um stuðning við börn og fjölskyldur.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað.pdf
12. 2508048 - Reglur Fjarðabyggðar um stoðþjónustu
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um stoðþjónustu.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
13. 2508021 - Reglur Fjarðabyggðar um notendasamninga
Vísað frá fjölskyldunefnd til afgreiðslu bæjarráðs drögum að reglum um notendasamninga.
Bæjarráð samþykkir reglurnar og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
Minnisblað.pdf
14. 2508142 - Fjármálaráðstefna 2025
Fjallað um fjármálaráðstefnu og fulltrúa Fjarðabyggðar sem sækja hana.
Bæjarráð samþykkir að ráðstefnuna sæki Ragnar Sigurðsson, Stefán Þór Eysteinsson, Þuríður Lillý Sigurðardóttir ásamt bæjarstjóra og fjármálastjóra.
15. 2508132 - Tillaga um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar
Framlögð tillaga um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar.
Bæjarráð Fjarðabyggðar leggur áherslu á, líkt og fyrr, að Hamarsvirkjun komi til framkvæmda sem fyrst. Virkjunin er mikilvæg forsenda fyrir áframhaldandi verðmætasköpun og uppbyggingu á Austurlandi, m.a. fyrir þróun græns orkugarðs á Reyðarfirði, auk orkuskipta í atvinnulífi.
Bæjarráð tekur undir fyrri umsagnir sveitarfélaga á Austurlandi og SSA um áðurnefnt mikilvægi Hamarsvirkjunar á þessum þáttum og myndi tilkoma hennar bæta stöðuna verulega.
Bæjarritara er falið að koma athugasemdum bæjarráðs á framfæri með formlegri umsögn í samráðsgátt stjórnvalda.
Skjal til samráðs vegna 5 áfanga.pdf
16. 2506139 - Tjaldsvæði Norðfjörður 2025 - hönnun og framkvæmdir
Framlögð og kynnt drög að hönnunarteikningum af nýju tjaldsvæði við Strandgötu 62 á Norðfirði á grundvelli gildandi deiliskipulags.
Bæjarráð samþykkir drögin fyrir sitt leyti og felur sviðsstjóra skipulags- og framkvæmdasviðs að fylgja málinu eftir gagnvart hönnuðum og framkvæmdaaðilum.
 
Gestir
Kristín Martha Hákonardóttir Ofaflóðasjóði - 00:00
Þórhildur Þórallsdóttir Landmótun - 00:00
Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs - 00:00
Fundargerðir til staðfestingar
17. 2508008F - Fjölskyldunefnd - 36
Fundargerð fjölskyldunefndar frá 18. ágúst framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.1. 2505069 - Húsnæði Nesskóla 2025
17.2. 2508082 - Fundaáætlun fjölskyldunefndar haust 2025
17.3. 2506174 - Aðalfundur SUM 2025
17.4. 2507071 - Stofnun undirbúningshóp fyrir stofnun farsældarráðs á Austurlandi
17.5. 2507085 - Beiðni um rekstrarstyrk til Þúfunnar áfangaheimili fyrir konur
17.6. 2508048 - Reglur Fjarðabyggðar um stoðþjónustu
17.7. 2508022 - Reglur Fjarðabyggðar um stuðning við börn og fjölskyldur þeirra
17.8. 2508021 - Reglur Fjarðabyggðar um notendasamninga
18. 2508005F - Stjórn menningarstofu - 20
Fundargerð stjórnar menningarstofu frá 18. ágúst framlögð til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.1. 2501084 - Verkefni menningarstofu 2025
18.2. 2409018 - Skjalasafn Fjarðabyggðar
18.3. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
18.4. 2506083 - Yfirferð og uppsetning fræðsluskilta
18.5. 2001188 - Skipun stjórnar Tónlistarmiðstöðvar
18.6. 2508067 - Bæjarhátíðir í Fjarðbyggð
18.7. 2506012 - Kynningarfundur nýrrar gjaldskrá Þjóðskjalasafns
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:45 

Til bakaPrenta