Til bakaPrenta
Bæjarráð - 879

Haldinn í fjarfundi,
20.01.2025 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Ragnar Sigurðsson formaður, Jón Björn Hákonarson varaformaður, Stefán Þór Eysteinsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2501110 - Stöðumat vegna rýminga og ofanflóðahættu
Farið yfir atburði síðasta sólahrings en vegna ofanflóðahættu voru rýmdir þrír reitir í Neskaupstað ásamt Þrastarlundi í Norðfjarðarsveit. Einnig var Kastali rýmdur í Mjóafirði. Aðgerðastjórn Austurlands var virkjuð vegna aðstæðna og verður áframhaldandi vöktun á veðuraðstæðum og snjóalögum.
2. 2501087 - Íþróttahús á Eskifirði
Framlagður tölvupóstur frá R101 ehf - sem óskar eftir viðræðum við Sveitarfélagið um byggingu íþróttahús á Eskifirði.
Bæjarráð Fjarðabyggðar þakkar R101 ehf. fyrir erindið og fagnar áhuganum á uppbyggingu íþróttamannvirkis á Eskifirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hafa samband við bréfritara og boða til fundar hið fyrsta, þar sem fulltrúar sveitarfélagsins og R101 ehf. geta farið yfir hugmyndirnar og rætt mögulegt samstarf.
3. 2409199 - Ívilnanaheimildir Menntasjóðs námsmanna
Framlagt vinnuskjal Heilbrigðisstofnunar Austurlands um þarfagreiningu stofnunarinnar í samræmi við tillögur starfshóps um jöfnun á aðgengi að sérfræðiþjónustu á heilbrigðissviði óháð búsetu.
Bæjarráð felur bæjarstjóra í samráði við sveitarfélög á Austurlandi að senda tillögu til stjórnvalda um þörf á menntuðu fólki í byggð sinni.

Bréf frá HRN og BYGG til landshlutasamtaka og heilbrigðisstofnana_16.9.2024.pdf
Skýrsla_1. mgr. 28. gr. _loka.pdf
Tillögur starfshóps_ívilnanir námslána_2023.pdf
4. 2501100 - Forkaupsréttur að Áka í Brekku
Framlagt erindi Gullrúnar ehf. þar sem óskað er eftir afstöðu Fjarðabyggðar til nýtingar forkaupsréttar vegna sölu á bátnum Áka í Brekku 2672 til Uggi fiskverkun ehf. 670502-3920. Báturinn selst án allra aflaheimilda og veiðiréttinda.
Bæjarráð samþykkir að nýta ekki forkaupsrétt að bátnum Áka í Brekku.
Tölvupóstur Goðaborgar.pdf
5. 2410015 - Íbúakönnun 2024
Framlögð könnun Gallup sem mælir viðhorf íbúa til þjónustu síns sveitarfélags. Mæld eru stærstu sveitarfélög landsins og er um að ræða netkönnun sem framkvæmd var frá október til janúar á þessu ári. Heilt yfir þá eru niðurstöður Fjarðabyggðar heldur að lækka milli ára.
Bæjarráð leggur áherslur á að niðurstöður verði greindar og sviðstjórar ásamt bæjarstjóri fari yfir þær. Tækifæri eru til úrbóta og mikilvægt að unnið verði að þeim.
Fjardabyggd_4035926_Thjonusta-sveitarfelaga-2024_til_birtingar.pdf
6. 2501101 - Nýtt samskipta forrit
Framlagt minnisblað vegna innleiðingar á nýju samskiptaforriti fyrir starfsmenn sveitarfélagsins sem leysir af Workplace, en fyrir liggur að það kerfi verður lagt niður í lok árs. Nýja kerfið heitir Relesys.
Bæjarráð samþykkir að Relesys kerfið verði innleitt í stað Workplace.
7. 2501102 - Efnahagsleg greining
Rætt um efnahagsleg áhrif Fjarðabyggðar á fjórðungs- og landsvísu.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hefja undirbúning að vinnu við að greina efnahagslegt vægi og áhrif Fjarðabyggðar á fjórðungs- og landsvísu.
8. 2409151 - Gjaldskrá leikskóla 2025
Bæjarráð Fjarðabyggðar fór yfir helstu atriði sem komu fram á kynningarfundum um fyrirhugaðar breytingar á gjaldskrárkerfi leikskóla Fjarðabyggðar.
Í ljósi athugasemda varðandi gjaldtöku fyrir skráningardaga telur bæjarráð mikilvægt að bregðast við ábendingum foreldra og forráðamanna.

Bæjarráð samþykkir með tveim atkvæðum að gjald fyrir hvern skráningardag verði lækkað í 3.000 kr.
Bæjarráð vill jafnframt undirstrika mikilvægi þess að foreldrar nýti sér skráningardagafyrirkomulag. Markmiðið með skráningardögum er að auka sveigjanleikann í leikskólunum þannig að starfsfólk geti í meira mæli nýtt orlofsdaga sína eða tekið út styttingu vinnuvikunnar. Allir skráningardagar munu birtast í skóladagatölum leikskólanna ár hvert.
Jafnframt felur bæjarráð fjölskyldunefnd að endurskoða reglur um frístundastyrk með það að markmiði að styrkurinn taki einnig tillit til íþrótta- og tómstundastarfs barna á leikskólaaldri, enda sé mikilvægt að tryggja börnum sem víðtækasta þátttöku í íþrótta- og tómstundastarfi.
Bókun þessi er send fjölskyldunefnd og öðrum viðeigandi aðilum til frekari úrvinnslu.
Stefán Þór Eysteinsson situr hjá og leggur fram eftirfarandi bókun.
Fjarðalistinn tekur jákvætt í þær breytingar sem lagðar eru fram á boðaðri gjaldskrá leikskóla Fjarðabyggðar. Við fögnum því að hlustað sé á ábendingar foreldra og Fjarðalistans og að tekið sé skref til að draga úr fjárhagslegu álagi á fjölskyldur. Hins vegar teljum við mikilvægt að áfram sé unnið að því að tryggja jafnt aðgengi að leikskólaþjónustu óháð efnahag. Við ítrekum nauðsyn frekari samráðs við foreldra og aðra hagsmunaaðila og leggjum áherslu á að áhrif breytinganna verði metin ítarlega.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til bakaPrenta