Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 7

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
17.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Kristinn Þór Jónasson varaformaður, Ívar Dan Arnarson varamaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Svanur Freyr Árnason, Sviðsstjóri skipulags- og framkvæmdasviðs


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303218 - Lóðarmál við Hjallaleiru 13 til 19
Lóðarmál við Hjallaleiru 13 til 19. Minnisblað vegna lóða við Hjallaleiru 13, 15, 17 og 19 lagt fram. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur bæjarstjóra, sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs, skipulags- og byggingarfulltrúa og formanni skipulags- og framkvæmdanefndar að vinna málið áfram.
2. 2404135 - Mógerði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Mógerði 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.
Mogerdi_1-102.pdf
Mogerdi_1-103.pdf
3. 2404086 - Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bakkabakki 2b - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.
Bakkabakki 2b_grenndarkynning.pdf
4. 2403188 - Brekkugata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Brekkugata 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar kynnt. Grenndarkynning samþykkt með undirskriftum. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
Brekkugata 4-A2 - Afstöðu-, grunnmynd, snið og útlit.pdf
5. 2402155 - Bakkavegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Bakkavegur 5 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar og svör við athugasemdum. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir drög að athugasemdum við grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að upplýsa þá er málið varðar og gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hafa verið skilað.
6. 2404075 - Austurvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Austurvegur 4 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna byggingaráformin.
Ekra-A2 útlit og snið.pdf
7. 2404002 - Svarthamrar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Svarthamrar - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulagsfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskildum gögnum hefur verið skilað.
8. 2402175 - Sæbakki 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Sæbakki 17 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi. Niðurstaða grenndarkynningar, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti byggingaráformin og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
9. 2402273 - Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði
Breyting á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði. Auglýsingartíma lokið, engar athugasemdir bárust. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á deiliskipulagi Miðbæjar Reyðarfirði. Nefndin vísar erindinu til samþykktar í bæjarstjórn.
10. 2403082 - Aðalskipulag óverulegbreyting á aðalskipulagi Stöðvarfjörður tjaldsvæði
Breyting á aðalskipulagi tjaldsvæði á Stöðvarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrir sitt leiti óverulega breytingu á aðalskipulagi og vísar erindinu til afgreiðslu bæjarstjórnar.
A1683-001-U01 Tjaldsvæði á Stöðvarfirði - óveruleg ask breyting.pdf
11. 2404001 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Brekkugerði 18
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Brekkugerði 18. Óskað er eftir stækkun á lóð til austur. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir stækkun lóðar um 15m til austurs og felur skipulagsfulltrúa að útbúa nýjan lóðarleigusamning.
730 Brekkugerði 18 LB.pdf
12. 2302213 - Samningur við Skógræktarfélag Reyðarfjarðar
Samningur við Skógræktarfélag, athugasemd viðsemjenda við drög að samningi og ósk um endurskoðun á 4. grein. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur verkefnastjóra umhverfismála að uppfæra 4.gr samnings í samráði við umræður á fundinum og leggja fyrir á næsta fund.
 
Gestir
Rúnar Ingi Hjartarson - 16:00
13. 2404096 - Breyting á samþykkt um fiðurfé
Drög að breytingum á samþykkt Fjarðabyggðar um fiðurfé. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir uppfærða samþykkt um fiðurfé í Fjarðabyggð og vísar til samþykktar í bæjarstjórn.
 
Gestir
Rúnar Ingi Hjartarson - 16:05
14. 2402159 - Drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna
Drög að breytingum á reglum um stöðuleyfi lausafjármuna. Skipulags- og framkvæmdanefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að uppfæra reglur um stöðuleyfi lausafjármuna í samræmi við umræður á fundinum og vísar til bæjarstjórnar.
15. 2404108 - Óskum eftir að fá að setja bekk við Barkinn á Reyðarfirði
Beiðni um að fá að setja bekk við Barkinn á Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd fagnar framtakinu og samþykkir áformin. Nefndin felur sviðsstjóra að vera í sambandi við bréfritara.
Erindi til Fjarðabyggðar.pdf
16. 2404097 - IMaR 2024 ráðstefnan
Framlagður til kynningar tölvupóstur frá IMaR um ráðstefnu sem er árleg og er samstarfsverkefni Háskólans í Reykjavík og Verkfræðingafélagsins. Í ár er ráðstefnan að stórum hluta helguð sjálfbærni og sorporkumálum (e. Sustainability and waste to energy). Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
17. 2403204 - Umsagnarbeiðni um stækkun á athafna- og hafnasvæði Djúpavogs
Umsagnarbeiðni um stækkun á athafna- og hafnasvæði Djúpavogs. Skipulags- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaðar breytingar á athafna- og hafnarsvæði Djúpavogs.
8776-004-06-GRG-001-V04 Skipulags og matslýsing.pdf
18. 2403283 - Saman gegn sóun - tækifæri til að hafa áhrif á nýja stefnu um úrgangsforvarnir
Framlagt bréf frá verkefninu Saman gegn sóun en boðað er til opins fundar á Egilsstöðum mánudaginn 22. apríl kl. 13:00. Skiplags- og framkvæmdanefnd sendir fulltrúa á fundinn.
19. 2404083 - Vor í Fjarðabyggð - bæklingur
Lagt fram til kynningar afrakstur hugmyndavinnu að sérstöku átaki vorið 2024 þar sem íbúar og fyrirtæki verða hvött til þátttöku til hreinsunar og hirðingar í nærumhverfinu. Skipulags- og framkvæmdanefnd líst vel á áformin og þakkar kynninguna.
 
Gestir
Rúnar Ingi Hjartarsson - 16:10
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta