Til bakaPrenta
Fræðslunefnd - 120

Haldinn í Fræðslumolanum Austurbrú,
11.01.2023 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Birgir Jónsson formaður, Birta Sæmundsdóttir varamaður, Jónas Eggert Ólafsson aðalmaður, Jóhanna Sigfúsdóttir aðalmaður, Ingi Steinn Freysteinsson aðalmaður, Þóroddur Helgason embættismaður, Laufey Þórðardóttir embættismaður, Anna Marín Þórarinsdóttir áheyrnarfulltrúi.
Fundargerð ritaði: Þóroddur Helgason, Fræðslustjóri


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2301074 - Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn
Davíð Samúelsson, frá samtökunum Hinsegin lífsgæði, mætti til sameiginlegs fundar nefndanna og kynnti rannsókn sem samtökin óska eftir að framkvæma með þátttöku starfsfólks grunnskóla í Fjarðabyggð. Félagið Hinsegin lífsgæði var stofnað í tengslum við verkefnið Hinseginn stuðningur í skólaumhverfinu. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og jafnréttisnefnd forsætisráðuneytisins og er ætlað að kanna hvað gert er til að stuðla að öryggi og góðri líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Sérstaklega verður horft til þess hvort þörf sé á sérstökum stuðningsaðila fyrir hinsegin nemendur með sérþekkingu á málefnum hinsegin fólks. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við lektor í kennslu- og kynjafræðum við Háskólann á Akureyri og ráðgjöfum sem starfa að jafnréttis- og menntunarmálum í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Fræðsluyfirvöld Fjarðabyggðar heimila fulltrúum verkefnisins að leita eftir samstarfi við skólastjórnendur um þátttöku í verkefninu með það fyrir augum að þeir tilnefni fulltrúa í hverjum skóla fyrir sig til að taka þátt í því. Samkvæmt samstarfssamningi Hinsegin lífsgæða við mennta- og barnamálaráðuneytið eru verklok áætluð í apríl 2024.

2. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð
Haustið 2022 var skipaður sex manna starfshópur, þrír fulltrúar úr fræðslunefnd og þrír fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd til þess að vinna að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Starfshópurinn leitaði eftir hugmyndum hjá starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana, Fjarðaforeldrum, íþróttafélögum, ungmennaráði, öldungaráði og fleirum. Fjölmörgum hugmyndum var skilað til starfshópsins sem mótaði í framhaldi drög að áherslum til þriggja ára. Drög að áherslum voru kynnt á opnum kynningarfundi í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mánudaginn 9. janúar þar sem þátttakendur sögðu sitt álit og komu með ábendingar um breytingar. Fundurinn var í streymi þannig að þeir sem ekki gátu mætt til fundarins gátu tekið þátt í gegnum netið. Fyrir fundi fræðslunefndar liggja áherslur í fræðslu- og frístundamálum 2023-2025 með áorðnum breytingum eftir kynningarfundinn.Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áherslur og vísar til bæjarráðs.
3. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023
Skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og skólastjóri Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals kynntu skólanámskrá skólanna fyrir skólaárið 2022-2023 og svöruðu spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör og upplýsandi kynningu.
Tóner - Skólanámskrá - starfsáætlun - 2022 - 2023.pdf
Skólanámskrá_fask_stod_22-23.pdf
4. 2301073 - Skóladagatöl 2023-2024
Fræðslunefnd fór yfir verklagsreglur um staðfestingu skóladagatala og minnisblað fræðslustjóra. Frekari umræðu um skóladagatöl frestað til næsta fundar nefndarinnar.
Verklagsreglur um staðfestingar skóladagatala.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta