| |
1. 2301074 - Hinsegin stuðningur í skólaumhverfinu - rannsókn | Davíð Samúelsson, frá samtökunum Hinsegin lífsgæði, mætti til sameiginlegs fundar nefndanna og kynnti rannsókn sem samtökin óska eftir að framkvæma með þátttöku starfsfólks grunnskóla í Fjarðabyggð. Félagið Hinsegin lífsgæði var stofnað í tengslum við verkefnið Hinseginn stuðningur í skólaumhverfinu. Verkefnið er styrkt af mennta- og barnamálaráðuneytinu og jafnréttisnefnd forsætisráðuneytisins og er ætlað að kanna hvað gert er til að stuðla að öryggi og góðri líðan hinsegin nemenda í skólaumhverfinu. Sérstaklega verður horft til þess hvort þörf sé á sérstökum stuðningsaðila fyrir hinsegin nemendur með sérþekkingu á málefnum hinsegin fólks. Verkefnið verður unnið í nánu samstarfi við lektor í kennslu- og kynjafræðum við Háskólann á Akureyri og ráðgjöfum sem starfa að jafnréttis- og menntunarmálum í mennta- og barnamálaráðuneytinu. Fræðsluyfirvöld Fjarðabyggðar heimila fulltrúum verkefnisins að leita eftir samstarfi við skólastjórnendur um þátttöku í verkefninu með það fyrir augum að þeir tilnefni fulltrúa í hverjum skóla fyrir sig til að taka þátt í því. Samkvæmt samstarfssamningi Hinsegin lífsgæða við mennta- og barnamálaráðuneytið eru verklok áætluð í apríl 2024.
| | |
|
2. 1808078 - Stefnumörkun í fræðslu- og frístundamálum í Fjarðabyggð | Haustið 2022 var skipaður sex manna starfshópur, þrír fulltrúar úr fræðslunefnd og þrír fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd til þess að vinna að áherslum í fræðslu- og frístundamálum Fjarðabyggðar fyrir árin 2023-2025. Starfshópurinn leitaði eftir hugmyndum hjá starfsfólki fræðslu- og frístundastofnana, Fjarðaforeldrum, íþróttafélögum, ungmennaráði, öldungaráði og fleirum. Fjölmörgum hugmyndum var skilað til starfshópsins sem mótaði í framhaldi drög að áherslum til þriggja ára. Drög að áherslum voru kynnt á opnum kynningarfundi í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar mánudaginn 9. janúar þar sem þátttakendur sögðu sitt álit og komu með ábendingar um breytingar. Fundurinn var í streymi þannig að þeir sem ekki gátu mætt til fundarins gátu tekið þátt í gegnum netið. Fyrir fundi fræðslunefndar liggja áherslur í fræðslu- og frístundamálum 2023-2025 með áorðnum breytingum eftir kynningarfundinn.Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi áherslur og vísar til bæjarráðs. | | |
|
3. 2210162 - Starfsáætlanir og skólanámskrár 2022-2023 | Skólastjóri Tónlistarskóla Eskifjarðar og Reyðarfjarðar og skólastjóri Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar, Stöðvarfjarðar og Breiðdals kynntu skólanámskrá skólanna fyrir skólaárið 2022-2023 og svöruðu spurningum nefndarfólks. Fræðslunefnd samþykkir fyrirliggjandi skólanámskrár og þakkar skólastjórum fyrir greinargóð svör og upplýsandi kynningu. | Tóner - Skólanámskrá - starfsáætlun - 2022 - 2023.pdf | Skólanámskrá_fask_stod_22-23.pdf | | |
|
4. 2301073 - Skóladagatöl 2023-2024 | Fræðslunefnd fór yfir verklagsreglur um staðfestingu skóladagatala og minnisblað fræðslustjóra. Frekari umræðu um skóladagatöl frestað til næsta fundar nefndarinnar. | Verklagsreglur um staðfestingar skóladagatala.pdf | | |
|