Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 13

Haldinn í fjarfundi,
03.02.2025 og hófst hann kl. 12:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórhildur Tinna Sigurðardóttir embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Stjórn fór yfir drög að áfangaskiptingu framkvæmda og óskar eftir upplýsingum um kostnað við áfanga framkvæmdanna auk þess að fá tilboð í gerð bogaskemma sem áformað er að reisa að svæðinu. Formanni, fostöðumanni og sviðsstjóra falið að funda með framkvæmdasviði og fá kostnaðartölur í þá áfanga sem nefndin hefur sett í forgangsröð.
2. 2409018 - Skjalasafn Fjarðabyggðar
Farið yfir stöðu endurgerðar Lúðvíkshúss og hlutverk þess sem framtíðarskjalasafns Fjarðabyggðar og Skjala- og myndasafns Norðfjarðar.
Brýnt er að skjalasafnið verði tekið í notkun sem fyrst en unnið er að endurgerð hússins. Fundur hefur verið haldinn með skipulags- og framkvæmdasviði um lokááfanga framkvæmdanna.
Stjórn felur sviðsstjóra og formanni að fylgja eftir. Tekið fyrir á næsta fundi stjórnar.
3. 2501204 - Úthlutun menningarstyrkja 2025
Umræða um úthlutun menningarstyrkja en umsóknarfrestur til að sækja um menningarstyrk til Fjarðabyggðar rennur út 10. febrúar nk. Farið yfir reglur um styrki, https://www.fjardabyggd.is/Media/reglur-vegna-uthlutunar-menningarstyrkja-2018.pdf.
Úthlutun tekin fyrir á næsta fundi stjórnar.
Stjórn felur sviðsstjóra að uppfæra reglurnar með vísan til stjórnsýslu menningarmála.
4. 2501084 - Verkefni menningarstofu 2025
Forstöðumaður fór yfir verkefni á vegum menningarstofu sem eru á döfinni næstu misseri og nýleg verkefni stofunnar.
Stjórn lýst vel á framgang í verkefnum og fagnar því sem framundan er í störfum stofunnar.
Framvinda verkefna Mf jan-feb 2025 - Skýrsla.pdf
5. 2501202 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2025
Farið yfir undirbúning og skipulagningu á starfsemi safnanna 2025. Gerð grein fyrir vettvangsheimsókn á söfnin og geymslur þeirra. Fyrir liggur að yfirfara þarf munaskrár sem til eru og muni safnanna. Unnið er að því að kortleggja geymslurnar. Leggja þarf drög að söfnunarstefnu fyrir söfnin og grisjunaráætlun til að ná utanum eignir þeirra og muni.
Stjórn felur forstöðumanni að hefja undirbúning að mótun stefnunnar út frá þeim upplýsingum sem liggja fyrir í aðfangaskrám.
6. 2411197 - Sigurgeir Svanbergsson - Heimildarmynd
Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu beiðni um styrkveitingu til gerðar heimildarmyndar um sundafrek Sigurgeirs Svanbergssonar en hann áformar sund yfir Ermasund 18-23. júlí 2025.
Stjórn telur að umsóknin falli ekki undir menningarstyrkveitingar og felur sviðsstjóra að ræða við framleiðanda um efni myndarinnar.
7. 2305067 - Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar menningarstofu- og safnastofnunar 2024
Farið yfir rekstur menningarmálaflokksins á árinu 2024 og niðurstöður hans.
8. 2410027 - Uppbyggingarsjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar
Farið yfir úthlutanir úr uppbygginasjóði en veittur var styrkur til Menningarstofu vegna Þórsmarkar: Staðbundnar list rannsóknir og lífleg dagskrá 1. m.kr. og til Tónlistarmiðstöðvar vegna upptaktsins á Austurlandi 2025 1. m.kr.
Uppbyggingarsjodur_Uthlutun_2024_vefur.pdf
9. 2411048 - Safnasjóður 2024 - umsóknir og styrkveitingar
Farið yfir úthlutanir á styrkjum Safnasjóðs en Fjarðabyggð fékk eina umsókn samþykkta, undirbúning á samhæfingu safna og sýninga í Fjarðabyggð 2025 til 2030 og nemur styrkfjárhæð 2,5 m.kr.
Stjórn felur forstöðumanni að útfæra verkefnið og hrinda því í framkvæmd.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 13:30 

Til bakaPrenta