Til bakaPrenta
Stjórn menningarstofu - 3

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
08.04.2024 og hófst hann kl. 16:00
Fundinn sátu: Jón Björn Hákonarson formaður, Guðbjörg Sandra Óðinsd. Hjelm varaformaður, Arndís Bára Pétursdóttir aðalmaður, Gunnar Jónsson embættismaður, Jóhann Ágúst Jóhannsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2402252 - Umsókn um leigu ( Skrúður )
Framlögð umsókn frá Jóhanni Kr. Stefánssyni um leigu á herbergjum í Skrúði á Fáskrúðsfirði vegna reksturs nuddstofu á vegum Tonghan Nongkran.
Stjórn þakkar erindið en getur ekki orðið við beiðninni.
2. 2403209 - Styrktarsjóður EBÍ 2024
Fram lagt erindi frá Styrktarsjóð Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands.
Stjórnin samþykkir að sótt verði um styrk til hönnunar lóðar og húsa Íslenska Stríðsárasafnsins en stuðst verði við hugmyndir úr skýrslu námsbrautar í safnafræði við Háskóla Íslands.
Bréf-Styrktarsjóður 2024.pdf
3. 2403042 - 80 ára afmæli lýðveldisins
Vísað frá bæjarráði til stjórnar menningarstofu bréfi afmælisnefndar 80 ára afmælis lýðveldisins þar sem óskað er eftir samstarfi við sveitarfélög landsins í tengslum við hátíðardagskránna með miðlun og hvatningu um þátttöku eins og hentar best á hverjum stað. Jafnframt lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi um lýðveldisköku.
Stjórnin felur upplýsingafulltrúa að setja sig í samband við afmælisnefndina um útfærsluna og tengsl hennar við 17. júní hátíðarhöldin í Fjarðabyggð.
Kynning á dagskrá í tilefni af 80 ára afmæli lýðveldisins 2024 - Til sveitastjórna landsins.pdf
4. 2206071 - Framtíð Íslenska Stríðsárasafnsins
Framlagðir minnispunktar og glærur frá íbúafundi sem haldinn var í Grunnskóla Reyðarfjarðar þann 19. mars sl. Jafnframt lögð fram kostnaðaráætlun fyrir endurgerð tveggja bragga sem eyðilögðust í september 2022.
Stjórn samþykkir að kannað verði með bjóðendur í hönnun lóðarinnar með hliðsjón af húsagerð og frumhönnun húsakosts. Frágangur muna Hinriks Steinssonar og forvarslu þeirra þarf að ljúka á árinu og felur stjórn formanni ásamt starfsmönnum að ganga í það verkefni.
Glærukynning 19032024.pdf
Áfangastaðurinn Búðarárfoss - Hugmyndir - Drög.pdf
Lokaskýrsla HÍ Íslenska stríðsárasafnið.pdf
5. 2402237 - Starfsemi og þjónusta safna Fjarðabyggðar sumarið 2024
Umræða um stöðu safnanna og rekstur þeirra sumarið 2024 ásamt verkefnum menningarstofu.
Sviðsstjóra og forstöðumanni falið að leggja upp fyrir stjórn á næsta fundi útfærslu á sumrinu.
6. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024
Forstöðumaður fór yfir dagskrá sumarsins hjá menningarstofu.
Menningarstofa Verkefni_Yfirlit SM 2024_4.pdf
7. 2404023 - 17. júní 2024
17. júní hátíðarhöld eru samkvæmt fyrirkomulagi á dreifingu viðburðarins á Stöðvarfirði í ár.
Stjórn felur upplýsingafulltrúa að hefja viðræður við aðila á staðnum um hátíðarhöldin.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta