Til bakaPrenta
Skipulags- og framkvæmdanefnd - 30

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
02.04.2025 og hófst hann kl. 16:15
Fundinn sátu: Þuríður Lillý Sigurðardóttir formaður, Kristinn Þór Jónasson varaformaður, Elís Pétur Elísson aðalmaður, Þórdís Mjöll Benediktsdóttir aðalmaður, Hjördís H. Seljan Þóroddsdóttir aðalmaður, Svanur Freyr Árnason embættismaður, Aron Leví Beck Rúnarsson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Aron Leví Beck, Stjórnandi byggingar-, skipulags- og umhverfisdeildar


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2503264 - Byggingarleyfi Búðarmelur 27
Umsókn um byggingarleyfi að Búðarmel 27, 730 Reyðarfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaðar framkvæmdir og felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öllum tilskyldum gögnum hefur verið skilað.
2. 2404178 - Deiliskipulag breyting Leira 1
Lagt fram á ný með breyttri legu vegar óveruleg breyting á deiliskipulagi Leira 1, Eskifirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi með fyrirvara um breytingu á skipulagsmörkum deiliskipulagsins Dalbraut 1. Breytingin hefur verið auglýst samkvæmt 2. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Málinu er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
2738-021-07-DSK-BR-001-V07B-Leirubakki 1.pdf
2738-021-DSK-001-V02_DSK breyting á Leirubakka og Bleiksá.pdf
3. 2503258 - Óveruleg deiliskipulagsbreyting Bakkagerði 1
Um er að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Í gildi er deiliskipulagið Bakkagerði 1, samþykkt 18.12.2003 ásamt áorðnum breytingum.
Breyting er gerð á uppdrætti. Breytingin tekur til lóða við Brekkugerði 18 og 16, Breiðamel 1-9, Mógerði 1 og Litlagerði 1a og 1b. Með breytingunni eru lóðirnar uppfærðar í samræmi við landeignaskrá, sem einnig hafa verið samþykktar í skipulags- og framkvæmdanefnd og bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Einnig er skilgreindur göngustígur á milli Brekkugerðis og Melbrekku sem nú þegar er búið að leggja. Að öðru leyti gilda skilmálar eldra skipulags. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi og vísar erindinu til endanlegrar samþykktar í bæjarstjórn.
111833_DSK_V01_Bakkagerði 1 Óv.DSK breyting.pdf
4. 2502073 - Óveruleg deiliskipulagsbreyting fyrir miðbæ Reyðarfjarðar Búðareyri 10 og 12
Lögð fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Reyðarfjarðar, Búðareyri 10 og 12. Skipulags- og framkvæmd samþykkir breytinguna. Ekki er talið að hún hafi grenndaráhrif svo henni er vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.
5. 2503216 - Umsagnarbeiðni vegna aðalskipulag Múlaþings 2025-2045
Múlaþing hefur óskað eftir umsögn vegna aðalskipulag Múlaþings 2025-2045, nr. 1030/2023: Kynning tillögu á vinnslustigi (Nýtt aðalskipulag). Skipulags- og framkvæmdanefnd gerir ekki athugasemd og felur skipulagsfulltrúa að svara erindinu.
6. 2503229 - Samantekt vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði
Samantekt vegna umhverfismála á Fáskrúðsfirði. Skipulags- og framkvæmdanefnd vísar erindinu til stjórnanda þjónustu- og framkvæmdamiðstöðvar.
Samantekt undirrituð.pdf
7. 2503256 - Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Blómsturvellir 27
Umsókn um endurnýjun á lóðaleigusamningi Blómsturvellir 27. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu þar til framkvæmdir að Blómsturvöllum 31 eru komnar á það stig að gefinn verði út lóðarleigusamning.
8. 2503257 - Umsókn um breytingu á lóð Blómsturvellir 31
Umsókn um breytingu á lóð Blómsturvellir 31. Skipulags- og framkvæmdanefnd frestar málinu þar til framkvæmdir að Blómsturvöllum 31 eru komnar á það stig að gefinn verði út lóðarleigusamning.
9. 2404221 - Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags - og framkvæmdanefndar 2025
Farið yfir stöðu reksturs og framkvæmdir 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd þakkar kynninguna.
10. 2503269 - Viðhald og nýframkvæmdir gatna 2025
Lögð fram áætlun vegna viðhalds og framkvæmda gatna Fjarðabyggðar 2025. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir fyrirhugaða áætlun.
11. 2503270 - Útfærsla lóðar Sólvellir 23 Breiðdalsvík
Útfærsla lóðar Sólvellir 23 Breiðdalsvík. Skipulags- og framkvæmdanefnd samþykkir framlagða útfærslu og felur skipulagsfulltrúa að gefa út nýtt lóðarblað fyrir Sólvelli 23. Elís Pétur vék af fundi undir þessum lið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:15 

Til bakaPrenta