Til bakaPrenta
Bæjarráð - 829

Haldinn í Molanum fundarherbergi 5,
15.01.2024 og hófst hann kl. 08:30
Fundinn sátu: Stefán Þór Eysteinsson formaður, Þuríður Lillý Sigurðardóttir varamaður, Ragnar Sigurðsson aðalmaður, Jóna Árný Þórðardóttir bæjarstjóri, Gunnar Jónsson embættismaður, Þórður Vilberg Guðmundsson embættismaður, Snorri Styrkársson embættismaður.
Fundargerð ritaði: Gunnar Jónsson, bæjarritari


Dagskrá: 
Almenn mál
1. 2303071 - Rekstur málaflokka 2023 - TRÚNAÐARMÁL
Lagt fram sem trúnaðarmál yfirlit um rekstur og fjárfestingar janúar - nóvember 2023 og yfirlit yfir skatttekjur og launakostnað janúar - desember 2023.
2. 2401097 - Skammtímafjármögnun 2024
Umræður um skammtímafjármögnun Fjarðabyggðar 2024. Núverandi samningur við Íslandsbanka rennur úr 1.2.2024.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti að endurnýja samning um yfirdráttarheimild hjá Íslandsbanka að fjárhæð 200 m.kr. Staðfestingu yfirdráttarheimildar vísað til bæjarstjórnar til staðfestingar.
3. 2312159 - Framlög í þágu farsældar barna
Umfjöllun um málið var frestað á síðasta fundi. Framlagt minnisblað um aukið vinnuálag tengt nýjum lögum um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Vegna vinnuálags er vöntun sem nemur um 15 m.kr. í fjárhagsramma ársins 2024 eða sem nemur fjárframlögum jöfnunarsjóðs til samþættingar þjónustu í þágu farsældar barna.
Bæjarráð samþykkir að bætt verði við fjármagni sbr. minnisblað og vísar kostnaðarauka til gerðar viðauka við fjárhagsáætlun 2024.
 
Gestir
Stjórnandi fræðslumála og skólaþjónustu - 00:00
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs - 00:00
4. 2310039 - Húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024
Lögð fram drög að húsnæðisáætlun Fjarðabyggðar 2024 - 2033.
Bæjarráð tekur áætlun til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarráðs.
5. 2401024 - Sameiginlegur fundur HSA og bæjarráðs - Janúar 2024
Fundur með fulltrúum Heilbrigðisstofnunar Austurlands.
 
Gestir
Pétur Heimsson framkvæmdastjóri lækninga HSA - 00:00
Guðjón Hauksson forstjóri HSA - 00:00
Eyjólfur Þorkelsson yfirlæknir heilsugæslu - 00:00
Guðrún Pétursdóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu - 00:00
Nína Hrönn Gunnarsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar - 00:00
Svava Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir fjármálastjóri HSA - 00:00
6. 2309181 - Starfshópur fræðslumála 2023
Skipun í starfshóp um fræðslumála í samræmi við breytingar sem gerðar voru á erindisbréfi hópsins.
Bæjarráð samþykkir að fulltrúar í hópnum verið auk formanns fræðslunefndar Stefán Þór Eysteinsson, Jón Björn Hákonarson, Ragnar Sigurðsson og Jóhanna Sigfúsdóttir.
Minnisblað - Uppfært erindisbréf starfshóps í fræðslumálum.pdf
7. 1812054 - Jafnlaunakerfi
Framlögð drög að endurskoðaðri jafnlaunahandbók Fjarðabyggðar sem innifelur reglur jafnlaunakerfis sveitarfélagsins og lýsingu þess.
Bæjarráð samþykkir verklagsreglur fyrir sitt leyti og vísar þeim til afgreiðslu bæjarstjórnar.
8. 2210143 - Samskiptastefna 2024
Framlögð til afgreiðslu samskiptastefna sem innfelur vefstefnu og stefnu um innri samskipti.
Stefnan gildir í eitt ár og verður tekin til endurskoðunar af fenginni reynslu.
Bæjarráð samþykkir stefnuna fyrir sitt leyti og vísar henni til afgreiðslu bæjarstjórnar.
9. 2307082 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2024
Vísað frá félagsmálanefnd til afgreiðslu bæjarráðs uppfærðum reglum Fjarðabyggðar um fjárhagsaðstoð.
Bæjarráð samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
10. 2110048 - Reglur um leikskóla
Vísað frá fræðslunefnd til afgreiðslu bæjarráðs endurskoðuðum reglum um leikskólaþjónustu í Fjarðabyggð.
Bæjarráð samþykkir breytingar á reglunum og vísar þeim til staðfestingar bæjarstjórnar.
11. 2401089 - Erindi frá starfsfólki skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði
Framlagt til kynningar erindi frá starfsmönnum Skólamiðstöðvarinnar á Fáskrúðsfirði vegna ákvörðunar um að breyta starfi húsvarða.
Bæjarráð vísar erindi til sviðsstjóra framkvæmda- og umhverfissviðs auk leik- og grunnskólastjórnenda á Fáskrúðsfirði.
bréf.pdf
12. 2401093 - Helstu tölur lögreglunnar á Austurlandi árið 2023
Framlagt til kynningar yfirlit frá lögreglustjóranum á Austurlandi fyrir árið 2023.
Helstu tölur ársins 2023 - samantekt.pdf
13. 2401094 - Bréf innviðaráðherra vegna jöfnunarsjóð og dóms héraðsdóms
Framlagt til kynningar bréf innviðaráðherra vegna málefna jöfnunarsjóðs sveitarfélaga í kjölfar dóms héraðsdóms í desember 2023.
Til allra sveitarstjórna.pdf
14. 2401092 - Landsþing sambands Íslenskra sveitarfélaga 2024
Framlagt boð á XXXIX. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem fram fer fimmtudaginn 14. mars nk.
Fundargerðir til staðfestingar
15. 2401007F - Fræðslunefnd - 135
Fundargerð 135. fundar fræðslunefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
15.1. 2110048 - Reglur um leikskóla
15.2. 2301073 - Skóladagatöl 2023-2024
15.3. 2306007 - Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
15.4. 2401037 - Niðurstöður Skólapúlsins_haust 2023_6.-10. b
15.5. 2311040 - Skýrsla stjórnanda fræðslumála og skólaþjónustu
16. 2401006F - Stjórn menningarstofu og safnastofnunar - 15
Fundargerð 15. fundar stjórnar menningarstofu og safnastofnunar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
16.1. 2211009 - Endurskoðun Menningarstefnu Fjarðabyggðar
16.2. 2401038 - Menningarstyrkir 2024
16.3. 2011203 - Stjórnkerfisnefnd 2020-2023
16.4. 2312152 - Fundargerðir Sjóminjasafns Austurlands
16.5. 2311075 - Skapandi sumarstörf 2023
16.6. 2309072 - Uppbyggingarsjóður 2023 - umsóknir og styrkveitingar
16.7. 2401039 - Verkefni menningarstofu 2024
17. 2401005F - Félagsmálanefnd - 175
Fundargerð 175. fundar félagsmálanefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
17.1. 2401009 - Frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 1012010 (málsmeðferð og skilyrði), 27. mál.
17.2. 2312062 - Fundaáætlun félagsmálanefndar, vor 2024
17.3. 2306007 - Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
17.4. 2307082 - Reglur um fjárhagsaðstoð 2024
17.5. 2311096 - Skýrsla stjórnenda - félagsmálanefnd
17.7. 2401037 - Niðurstöður Skólapúlsins_haust 2023_6.-10. b
18. 2401003F - Íþrótta- og tómstundanefnd - 129
Fundargerð 129. fundar íþrótta- og tómstundanefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
18.1. 2312030 - Samstarf Fjarðabyggðar við Eyrina Heilsurækt
18.2. 2310130 - Tillaga Fjarðalistans og Framsóknarflokksins að tilfærslu félagsmiðstöðvarinnar Knellunnar.
18.3. 2311019 - UÍA beiðni um styrk á arinu 2023
18.4. 2312028 - Forvarnateymi Fjarðabyggðar 2023-2024
18.5. 2306007 - Forvarnastefna Fjarðabyggðar 2024-2025
18.6. 2401040 - Skýrsla stjórnenda - íþrótta- og tómstundasvið
19. 2401008F - Mannvirkja- og veitunefnd - 22
Fundargerð 22. fundar mannvirkja- og veitunefndar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
19.1. 2310060 - Hleðslustaurar í Fjarðabyggð
19.2. 2401029 - Fjarðabyggðarhöll - Minnisblað flóttaleiðir
19.3. 2401035 - Skerðing á rafmagni til fjarvarmaveitna
19.4. 2401059 - Viðarperlukatlar - Minnisblað
20. 2312013F - Umhverfis- og skipulagsnefnd - 40
Fundargerð umhverfis- og skipulagsnefndar frá 9. janúar lögð fram til umfjöllunar og afgreiðslu.
20.1. 2312027 - Hundasvæði í Stöðvarfirði
20.2. 2302021 - Úrgangsmál 2023 - kynningaefni og fleira
20.3. 2312135 - Framkvæmdaleyfi við móttökustöð Breiðdalsvík
20.4. 2312136 - Austurvegur 1 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
20.5. 2301094 - Aðalskipulag br. skógrækt
20.6. 2312132 - Umsagnarbeiðni um mál nr. 10302023 í skipulagsgáttinni
20.7. 2312048 - Erindi til ungmennaráðs: v. gangbrautar yfir Austurveg á Reyðarfirði
20.8. 2310191 - Athugasemd v. gangbrautar í Neskaupstað
20.9. 2401032 - Erindi til US vegna Grænt svæði á Fásk
20.10. 2401056 - Umsókn um stöðuleyfi fyrir skýli
Gjaldtaka á bílastæðum Isavia.
Fjarðabyggð mótmælir fyrirhugaðri gjaldtöku á bílastæðum innanlandsflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum. Með fyrirhugaðri gjaldtöku er verið að setja á fót landsbyggðarskatt sem veldur óhóflegri hækkun á flugi fyrir íbúa landsbyggðarinnar. Þessi hækkun kemur verst niður á viðkvæmum hópum sem þurfa aðstæðna vegna að sækja þjónustu á höfuðborgarsvæðið t.a.m. heilbrigðisþjónustu.


Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00 

Til bakaPrenta